Gasklefar á Íslandi Rósa Líf Darradóttir skrifar 28. júní 2023 09:31 Í mánuðinum birtist grein í Bændablaðinu um kvalafullan dauða svína í erlendum sláturhúsum. Umfjöllunin kemur í kjölfar birtingu myndbanda úr sláturhúsum sem sýna hóp svína engjast um í gasklefum. En það er ekki bara í útlöndum þar sem menn fara illa með dýr. Á Íslandi er þetta algengasta aðferðin við slátrun svína. Um 90% af þeim svínum sem slátrað er á Íslandi enda líf sitt í hræðilegum gasklefanum. Niðurstaða Evrópsku matvælaöryggisstofnunnar liggur fyrir, notkun gasklefa við slátrun svína er alvarlegt velferðarmál þar sem aðferðin veldur ótta, streitu og sársauka. Geldingar og halaklippingar Þegar halaklippingar bera á góma hæla svínabændur sér gjarnan af því að andstyggilegar geldingar hafi lagst af. Áður voru eistu grísa klippt af án deyfingar við þriggja daga aldur. Það er einkennilegt að svínabændur hrósi sér af þessu en þeir stóðu gegnþeirri þróun á sínum tíma. Það er margra ára baráttu dýraverndunarsinna að þakka að geldingum án deyfinga var hætt árið 2014. Eftir það sóttu svínabændur um undanþágu frá kröfu um deyfingu við geldingar sem blessunarlega var hafnað. Grísum eru gefin verkjalyf um munn áður en hali þeirra er klipptur. Það er fráleitt að halda því fram að hefðbundin verkjalyf slái á þann nístandi sársauka sem fylgir þegar klippt er í gegnum bein. Það er álíka fráleitt að halda því fram að slík lyfjagjöf sé nægileg verkjastilling fyrir geldingu líkt og svínabændur gerðu. Hrollvekjan á bak við beikonið Svín eru kæfð til meðvitundarleysis með gasi fyrir slátrun. Orðin sem notuð eru yfir þetta ferli eru “svæfing” eða “deyfing” sem getur til kynna að ferlið sé friðsælt og sársaukalaust. Okkur er seld hugmyndin sú að allt saman sé þetta mannúðlegt. Usplash/Phoenix Han En ferlið er alger hrollvekja í raun. Hópur svína er rekinn inn í klefa sem er látinn síga niður í pytt. Pytturinn er fylltur koltvíoxíði. Gasið myndar sýru þegar það kemst í snertingu við blautar slímhúðir. Það veldur sviða og sársauka. Dýrin upplifa andþyngsli og köfnunartilfinningu. Það getur tekið allt að 60 sekúndur að kæfa dýrin til meðvitundarleysis. Þessar sekúndur eru fullar af örvæntingarfullum tilraunum til að brjótast út úr þessum hræðilegu aðstæðum. Heltekin vísa þau trýnum sínum upp í gegnum rimlana á klefanum meðvituð um að rétt fyrir ofan er súrefni að finna. Þau berjast um þar til yfir lýkur. Á Íslandi eru tvöhundruð svínum slátrað daglega með þessum hætti. Þetta er hið raunverulega gjald á bak við íslenska beikonið, pepperonið, pulsuna og skinkuna. Veljum og vitum betur Upplýsingum um þetta er markvisst haldið frá neytendum. Sterk hagsmunaöfl miða að því að aftengja kaupandann frá uppruna vörunnar. Nú er tími til að tengja. Svín eru ekkert öðruvísi en við eða hundar og kettir að því leytinu til að þau skynja umhverfi sitt og finna til í vondum aðstæðum. Þau eru tilfinningaverur sem gleðjast, hræðast, kvíða og sakna. Svín eru afar greind og geta lært að spila tölvuleiki og kunna að meta tónlist. Þau sýna félögum sínum samkennd. Maðurinn býr líka yfir þeim góða eiginleika. Veitum þessum eiginleika rými í ákvarðanatöku okkar. Hugum að því hvers konar framleiðslu við styðjum þegar við veljum ofan í matarkörfuna. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í mánuðinum birtist grein í Bændablaðinu um kvalafullan dauða svína í erlendum sláturhúsum. Umfjöllunin kemur í kjölfar birtingu myndbanda úr sláturhúsum sem sýna hóp svína engjast um í gasklefum. En það er ekki bara í útlöndum þar sem menn fara illa með dýr. Á Íslandi er þetta algengasta aðferðin við slátrun svína. Um 90% af þeim svínum sem slátrað er á Íslandi enda líf sitt í hræðilegum gasklefanum. Niðurstaða Evrópsku matvælaöryggisstofnunnar liggur fyrir, notkun gasklefa við slátrun svína er alvarlegt velferðarmál þar sem aðferðin veldur ótta, streitu og sársauka. Geldingar og halaklippingar Þegar halaklippingar bera á góma hæla svínabændur sér gjarnan af því að andstyggilegar geldingar hafi lagst af. Áður voru eistu grísa klippt af án deyfingar við þriggja daga aldur. Það er einkennilegt að svínabændur hrósi sér af þessu en þeir stóðu gegnþeirri þróun á sínum tíma. Það er margra ára baráttu dýraverndunarsinna að þakka að geldingum án deyfinga var hætt árið 2014. Eftir það sóttu svínabændur um undanþágu frá kröfu um deyfingu við geldingar sem blessunarlega var hafnað. Grísum eru gefin verkjalyf um munn áður en hali þeirra er klipptur. Það er fráleitt að halda því fram að hefðbundin verkjalyf slái á þann nístandi sársauka sem fylgir þegar klippt er í gegnum bein. Það er álíka fráleitt að halda því fram að slík lyfjagjöf sé nægileg verkjastilling fyrir geldingu líkt og svínabændur gerðu. Hrollvekjan á bak við beikonið Svín eru kæfð til meðvitundarleysis með gasi fyrir slátrun. Orðin sem notuð eru yfir þetta ferli eru “svæfing” eða “deyfing” sem getur til kynna að ferlið sé friðsælt og sársaukalaust. Okkur er seld hugmyndin sú að allt saman sé þetta mannúðlegt. Usplash/Phoenix Han En ferlið er alger hrollvekja í raun. Hópur svína er rekinn inn í klefa sem er látinn síga niður í pytt. Pytturinn er fylltur koltvíoxíði. Gasið myndar sýru þegar það kemst í snertingu við blautar slímhúðir. Það veldur sviða og sársauka. Dýrin upplifa andþyngsli og köfnunartilfinningu. Það getur tekið allt að 60 sekúndur að kæfa dýrin til meðvitundarleysis. Þessar sekúndur eru fullar af örvæntingarfullum tilraunum til að brjótast út úr þessum hræðilegu aðstæðum. Heltekin vísa þau trýnum sínum upp í gegnum rimlana á klefanum meðvituð um að rétt fyrir ofan er súrefni að finna. Þau berjast um þar til yfir lýkur. Á Íslandi eru tvöhundruð svínum slátrað daglega með þessum hætti. Þetta er hið raunverulega gjald á bak við íslenska beikonið, pepperonið, pulsuna og skinkuna. Veljum og vitum betur Upplýsingum um þetta er markvisst haldið frá neytendum. Sterk hagsmunaöfl miða að því að aftengja kaupandann frá uppruna vörunnar. Nú er tími til að tengja. Svín eru ekkert öðruvísi en við eða hundar og kettir að því leytinu til að þau skynja umhverfi sitt og finna til í vondum aðstæðum. Þau eru tilfinningaverur sem gleðjast, hræðast, kvíða og sakna. Svín eru afar greind og geta lært að spila tölvuleiki og kunna að meta tónlist. Þau sýna félögum sínum samkennd. Maðurinn býr líka yfir þeim góða eiginleika. Veitum þessum eiginleika rými í ákvarðanatöku okkar. Hugum að því hvers konar framleiðslu við styðjum þegar við veljum ofan í matarkörfuna. Höfundur er læknir.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun