Gasklefar á Íslandi Rósa Líf Darradóttir skrifar 28. júní 2023 09:31 Í mánuðinum birtist grein í Bændablaðinu um kvalafullan dauða svína í erlendum sláturhúsum. Umfjöllunin kemur í kjölfar birtingu myndbanda úr sláturhúsum sem sýna hóp svína engjast um í gasklefum. En það er ekki bara í útlöndum þar sem menn fara illa með dýr. Á Íslandi er þetta algengasta aðferðin við slátrun svína. Um 90% af þeim svínum sem slátrað er á Íslandi enda líf sitt í hræðilegum gasklefanum. Niðurstaða Evrópsku matvælaöryggisstofnunnar liggur fyrir, notkun gasklefa við slátrun svína er alvarlegt velferðarmál þar sem aðferðin veldur ótta, streitu og sársauka. Geldingar og halaklippingar Þegar halaklippingar bera á góma hæla svínabændur sér gjarnan af því að andstyggilegar geldingar hafi lagst af. Áður voru eistu grísa klippt af án deyfingar við þriggja daga aldur. Það er einkennilegt að svínabændur hrósi sér af þessu en þeir stóðu gegnþeirri þróun á sínum tíma. Það er margra ára baráttu dýraverndunarsinna að þakka að geldingum án deyfinga var hætt árið 2014. Eftir það sóttu svínabændur um undanþágu frá kröfu um deyfingu við geldingar sem blessunarlega var hafnað. Grísum eru gefin verkjalyf um munn áður en hali þeirra er klipptur. Það er fráleitt að halda því fram að hefðbundin verkjalyf slái á þann nístandi sársauka sem fylgir þegar klippt er í gegnum bein. Það er álíka fráleitt að halda því fram að slík lyfjagjöf sé nægileg verkjastilling fyrir geldingu líkt og svínabændur gerðu. Hrollvekjan á bak við beikonið Svín eru kæfð til meðvitundarleysis með gasi fyrir slátrun. Orðin sem notuð eru yfir þetta ferli eru “svæfing” eða “deyfing” sem getur til kynna að ferlið sé friðsælt og sársaukalaust. Okkur er seld hugmyndin sú að allt saman sé þetta mannúðlegt. Usplash/Phoenix Han En ferlið er alger hrollvekja í raun. Hópur svína er rekinn inn í klefa sem er látinn síga niður í pytt. Pytturinn er fylltur koltvíoxíði. Gasið myndar sýru þegar það kemst í snertingu við blautar slímhúðir. Það veldur sviða og sársauka. Dýrin upplifa andþyngsli og köfnunartilfinningu. Það getur tekið allt að 60 sekúndur að kæfa dýrin til meðvitundarleysis. Þessar sekúndur eru fullar af örvæntingarfullum tilraunum til að brjótast út úr þessum hræðilegu aðstæðum. Heltekin vísa þau trýnum sínum upp í gegnum rimlana á klefanum meðvituð um að rétt fyrir ofan er súrefni að finna. Þau berjast um þar til yfir lýkur. Á Íslandi eru tvöhundruð svínum slátrað daglega með þessum hætti. Þetta er hið raunverulega gjald á bak við íslenska beikonið, pepperonið, pulsuna og skinkuna. Veljum og vitum betur Upplýsingum um þetta er markvisst haldið frá neytendum. Sterk hagsmunaöfl miða að því að aftengja kaupandann frá uppruna vörunnar. Nú er tími til að tengja. Svín eru ekkert öðruvísi en við eða hundar og kettir að því leytinu til að þau skynja umhverfi sitt og finna til í vondum aðstæðum. Þau eru tilfinningaverur sem gleðjast, hræðast, kvíða og sakna. Svín eru afar greind og geta lært að spila tölvuleiki og kunna að meta tónlist. Þau sýna félögum sínum samkennd. Maðurinn býr líka yfir þeim góða eiginleika. Veitum þessum eiginleika rými í ákvarðanatöku okkar. Hugum að því hvers konar framleiðslu við styðjum þegar við veljum ofan í matarkörfuna. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í mánuðinum birtist grein í Bændablaðinu um kvalafullan dauða svína í erlendum sláturhúsum. Umfjöllunin kemur í kjölfar birtingu myndbanda úr sláturhúsum sem sýna hóp svína engjast um í gasklefum. En það er ekki bara í útlöndum þar sem menn fara illa með dýr. Á Íslandi er þetta algengasta aðferðin við slátrun svína. Um 90% af þeim svínum sem slátrað er á Íslandi enda líf sitt í hræðilegum gasklefanum. Niðurstaða Evrópsku matvælaöryggisstofnunnar liggur fyrir, notkun gasklefa við slátrun svína er alvarlegt velferðarmál þar sem aðferðin veldur ótta, streitu og sársauka. Geldingar og halaklippingar Þegar halaklippingar bera á góma hæla svínabændur sér gjarnan af því að andstyggilegar geldingar hafi lagst af. Áður voru eistu grísa klippt af án deyfingar við þriggja daga aldur. Það er einkennilegt að svínabændur hrósi sér af þessu en þeir stóðu gegnþeirri þróun á sínum tíma. Það er margra ára baráttu dýraverndunarsinna að þakka að geldingum án deyfinga var hætt árið 2014. Eftir það sóttu svínabændur um undanþágu frá kröfu um deyfingu við geldingar sem blessunarlega var hafnað. Grísum eru gefin verkjalyf um munn áður en hali þeirra er klipptur. Það er fráleitt að halda því fram að hefðbundin verkjalyf slái á þann nístandi sársauka sem fylgir þegar klippt er í gegnum bein. Það er álíka fráleitt að halda því fram að slík lyfjagjöf sé nægileg verkjastilling fyrir geldingu líkt og svínabændur gerðu. Hrollvekjan á bak við beikonið Svín eru kæfð til meðvitundarleysis með gasi fyrir slátrun. Orðin sem notuð eru yfir þetta ferli eru “svæfing” eða “deyfing” sem getur til kynna að ferlið sé friðsælt og sársaukalaust. Okkur er seld hugmyndin sú að allt saman sé þetta mannúðlegt. Usplash/Phoenix Han En ferlið er alger hrollvekja í raun. Hópur svína er rekinn inn í klefa sem er látinn síga niður í pytt. Pytturinn er fylltur koltvíoxíði. Gasið myndar sýru þegar það kemst í snertingu við blautar slímhúðir. Það veldur sviða og sársauka. Dýrin upplifa andþyngsli og köfnunartilfinningu. Það getur tekið allt að 60 sekúndur að kæfa dýrin til meðvitundarleysis. Þessar sekúndur eru fullar af örvæntingarfullum tilraunum til að brjótast út úr þessum hræðilegu aðstæðum. Heltekin vísa þau trýnum sínum upp í gegnum rimlana á klefanum meðvituð um að rétt fyrir ofan er súrefni að finna. Þau berjast um þar til yfir lýkur. Á Íslandi eru tvöhundruð svínum slátrað daglega með þessum hætti. Þetta er hið raunverulega gjald á bak við íslenska beikonið, pepperonið, pulsuna og skinkuna. Veljum og vitum betur Upplýsingum um þetta er markvisst haldið frá neytendum. Sterk hagsmunaöfl miða að því að aftengja kaupandann frá uppruna vörunnar. Nú er tími til að tengja. Svín eru ekkert öðruvísi en við eða hundar og kettir að því leytinu til að þau skynja umhverfi sitt og finna til í vondum aðstæðum. Þau eru tilfinningaverur sem gleðjast, hræðast, kvíða og sakna. Svín eru afar greind og geta lært að spila tölvuleiki og kunna að meta tónlist. Þau sýna félögum sínum samkennd. Maðurinn býr líka yfir þeim góða eiginleika. Veitum þessum eiginleika rými í ákvarðanatöku okkar. Hugum að því hvers konar framleiðslu við styðjum þegar við veljum ofan í matarkörfuna. Höfundur er læknir.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun