Fyrsti sigur Heimis með Jamaíka í höfn og hann var af glæsilegri gerðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2023 07:30 Heimir Hallgrimsson stýrði Jamaíka til sigurs í nótt og með því er liðið í lykilstöðu að komast í átta liða úrslitin. Getty/Elsa Heimir Hallgrímsson stýrði landsliði Jamaíka til sigurs í fyrsta sinn í nótt þegar liðið vann frábæran 4-1 sigur á Trínidad og Tóbagó í Gullbikarnum sem fer fram í Bandaríkjunum. Heimir var að stýra liðinu í níunda sinn en hafði ekki náð að landa sigri í fyrstu átta leikjunum þar sem liðið gerði fjögur jafntefli og tapaði fjórum leikjum. Full-time @jff_football gets its first victory in #GoldCup 2023! pic.twitter.com/Z7h2LnCImW— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2023 Demarai Gray skoraði tvívegis og hin mörkin skoruðu Leon Bailey og Dujuan Richards. Richards er aðeins sauján ára en hann kom inn á sem varamaður átta mínútum fyrir leikslok og skoraði fjórða markið í uppbótatíma sem jafnframt var hans fyrsta landsliðsmark. Demarai Gray er 27 ára leikmaður Everton, Chelsea er nýbúið að ganga frá samningum við hinn sautján ára gamla Dujuan Richards en Leon Bailey er 25 ára leikmaður Aston Villa. Jamaísku strákarnir höfðu gert 1-1 jafntefli við Bandaríkin í fyrsta leik en Trínidad vann þá sinn leik. Sigurinn í nótt þýðir að Jamaíka er í lykilstöðu til að komast áfram í átta liða úrslitin. Jamaíka byrjaði frábærlega en þeir Demarai Gray og Leon Bailey komu liðnuu í 2-0 með mörkum á 14. og 17. mínútu og Gray bætti síða við þriðja markinu á 29. mínútu. Þrjú mörk á fyrsta hálftímanum og úrslitin svo gott sem ráðin. Trínidad og Tóbagó minnkaði muninn í upphafi seinni hálfleiks og þannig var staðan þar til í blálokin þegar táningurinn innsiglaði sigurinn. Þetta var frábær leikur hjá Jamaíka en liðið var meira með boltann (53%) og átti þrettán skot gegn aðeins þremur hjá mótherjunum. Heimir tók við liðinu í september í fyrra og hafði mætt Trínidad og Tóbagó tvisvar sinnum. Jamaíska liðið skoraði ekki í þessum tveimur leikjum sem enduðu með 0-0 jafntefli og 0-1 tapi. Demarai Gray's first goal for @jff_football in multiple angles! #GoldCup pic.twitter.com/LuFr8VIgRS— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2023 Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Heimir var að stýra liðinu í níunda sinn en hafði ekki náð að landa sigri í fyrstu átta leikjunum þar sem liðið gerði fjögur jafntefli og tapaði fjórum leikjum. Full-time @jff_football gets its first victory in #GoldCup 2023! pic.twitter.com/Z7h2LnCImW— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2023 Demarai Gray skoraði tvívegis og hin mörkin skoruðu Leon Bailey og Dujuan Richards. Richards er aðeins sauján ára en hann kom inn á sem varamaður átta mínútum fyrir leikslok og skoraði fjórða markið í uppbótatíma sem jafnframt var hans fyrsta landsliðsmark. Demarai Gray er 27 ára leikmaður Everton, Chelsea er nýbúið að ganga frá samningum við hinn sautján ára gamla Dujuan Richards en Leon Bailey er 25 ára leikmaður Aston Villa. Jamaísku strákarnir höfðu gert 1-1 jafntefli við Bandaríkin í fyrsta leik en Trínidad vann þá sinn leik. Sigurinn í nótt þýðir að Jamaíka er í lykilstöðu til að komast áfram í átta liða úrslitin. Jamaíka byrjaði frábærlega en þeir Demarai Gray og Leon Bailey komu liðnuu í 2-0 með mörkum á 14. og 17. mínútu og Gray bætti síða við þriðja markinu á 29. mínútu. Þrjú mörk á fyrsta hálftímanum og úrslitin svo gott sem ráðin. Trínidad og Tóbagó minnkaði muninn í upphafi seinni hálfleiks og þannig var staðan þar til í blálokin þegar táningurinn innsiglaði sigurinn. Þetta var frábær leikur hjá Jamaíka en liðið var meira með boltann (53%) og átti þrettán skot gegn aðeins þremur hjá mótherjunum. Heimir tók við liðinu í september í fyrra og hafði mætt Trínidad og Tóbagó tvisvar sinnum. Jamaíska liðið skoraði ekki í þessum tveimur leikjum sem enduðu með 0-0 jafntefli og 0-1 tapi. Demarai Gray's first goal for @jff_football in multiple angles! #GoldCup pic.twitter.com/LuFr8VIgRS— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2023
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira