Flutningur hælisleitenda til Rúanda dæmdur ólöglegur Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2023 10:23 Niðurstaða áfrýjunardómstólsins er áfall fyrir Suellu Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, og bresku ríkisstjórnina. AP Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan. Hælisleitendur og samtök sem styðja þá áfrýjuðu dómi lægra dómstigs um að Rúanda teldist öruggt ríki. Tveir dómarar af þremur við áfrýjunardómstólinn sneru úrskurðinum við og vísuðu til galla á hælisleitendakerfinu í Rúanda sem þýddi að veruleg hætta væri á því að hælisleitendum væri snúið aftur til landsins sem þeir flúðu upphaflega. Á meðan ekki er bætt úr þeim göllum megi bresk stjórnvöld ekki senda hælisleitendur þangað. Dómararnir tóku fram að þeir létu ekki í ljós neina efnislega skoðun á þeirri stefnu að senda hælisleitendur til þriðja ríkis. Það væri algerlega á hendi ríkisstjórnar landsins, ekki dómstóla. Bresk stjórnvöld greindu frá því í fyrra að þau hefðu náð samkomulagi við ríkisstjórn Rúanda um að senda hælisleitendur þangað og greiða milljónir punda fyrir. Sú stefna á meðal annars að koma í veg fyrir að flóttafólk freistist til þess að reyna að sigla yfir Ermarsund til Bretlands. Enn hefur þó ekkert orðið af því að hælisleitendur séu sendir til Rúanda, að sögn Politico. Dómstóll hafnaði því að stöðva áætlun stjórnvalda í fyrra. Suella Bravermen, innanríkisráðherra Bretlands, er sögð ætla að ávarpa breska þingið og lýsa næstu skrefum eftir niðurstöðu áfrýjunardómstólsins á eftir. Talsmaður rúandskara stjórnvalda mótmælti því að landið teldist ekki öruggt fyrir hælisleitendur og flóttafólk. Þvert á móti væri Rúanda eitt öruggasta ríki í heimi og flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefði viðurkennt að meðferð þess á flóttafólki væri til fyrirmyndar. Danir hafa einnig gert samkomulag við Rúanda um flutning hælisleitenda þangað. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur lýst áhuga á að fara að fordæmi þeirra. Bretland Flóttamenn Rúanda Tengdar fréttir Hugmyndir Sigmundar ógeðslegar og beri vott af hægriöfgahyggju Lögmaður segir hugmyndir formanns Miðflokksins um að senda flóttafólk frá Íslandi til Rúanda ógeðslegar og bera keim af hægriöfgahyggju. Nálgast þurfi útlendingamál á jákvæðari nótum. 8. október 2022 11:43 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Fleiri fréttir Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Sjá meira
Hælisleitendur og samtök sem styðja þá áfrýjuðu dómi lægra dómstigs um að Rúanda teldist öruggt ríki. Tveir dómarar af þremur við áfrýjunardómstólinn sneru úrskurðinum við og vísuðu til galla á hælisleitendakerfinu í Rúanda sem þýddi að veruleg hætta væri á því að hælisleitendum væri snúið aftur til landsins sem þeir flúðu upphaflega. Á meðan ekki er bætt úr þeim göllum megi bresk stjórnvöld ekki senda hælisleitendur þangað. Dómararnir tóku fram að þeir létu ekki í ljós neina efnislega skoðun á þeirri stefnu að senda hælisleitendur til þriðja ríkis. Það væri algerlega á hendi ríkisstjórnar landsins, ekki dómstóla. Bresk stjórnvöld greindu frá því í fyrra að þau hefðu náð samkomulagi við ríkisstjórn Rúanda um að senda hælisleitendur þangað og greiða milljónir punda fyrir. Sú stefna á meðal annars að koma í veg fyrir að flóttafólk freistist til þess að reyna að sigla yfir Ermarsund til Bretlands. Enn hefur þó ekkert orðið af því að hælisleitendur séu sendir til Rúanda, að sögn Politico. Dómstóll hafnaði því að stöðva áætlun stjórnvalda í fyrra. Suella Bravermen, innanríkisráðherra Bretlands, er sögð ætla að ávarpa breska þingið og lýsa næstu skrefum eftir niðurstöðu áfrýjunardómstólsins á eftir. Talsmaður rúandskara stjórnvalda mótmælti því að landið teldist ekki öruggt fyrir hælisleitendur og flóttafólk. Þvert á móti væri Rúanda eitt öruggasta ríki í heimi og flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefði viðurkennt að meðferð þess á flóttafólki væri til fyrirmyndar. Danir hafa einnig gert samkomulag við Rúanda um flutning hælisleitenda þangað. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur lýst áhuga á að fara að fordæmi þeirra.
Bretland Flóttamenn Rúanda Tengdar fréttir Hugmyndir Sigmundar ógeðslegar og beri vott af hægriöfgahyggju Lögmaður segir hugmyndir formanns Miðflokksins um að senda flóttafólk frá Íslandi til Rúanda ógeðslegar og bera keim af hægriöfgahyggju. Nálgast þurfi útlendingamál á jákvæðari nótum. 8. október 2022 11:43 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Fleiri fréttir Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Sjá meira
Hugmyndir Sigmundar ógeðslegar og beri vott af hægriöfgahyggju Lögmaður segir hugmyndir formanns Miðflokksins um að senda flóttafólk frá Íslandi til Rúanda ógeðslegar og bera keim af hægriöfgahyggju. Nálgast þurfi útlendingamál á jákvæðari nótum. 8. október 2022 11:43