Hótaði að senda foreldrunum nektarmyndband Ólafur Björn Sverrisson skrifar 29. júní 2023 13:24 Landsréttur kvað upp úrskurð sinn í dag. vísir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um nálgunarbann á hendur manni sem sakaður er um að hafa ítrekað brotið gegn konu kynferðislega og haft uppi hótanir um að dreifa kynferðislegu myndefni af henni. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms, sem féll 20. júní, að konan hafi lýst því í skýrslutöku hjá lögreglu í janúar síðastliðnum að maðurinn hefði brotið ítrekað á henni kynferðislega, meðal annars með dreifingu myndbands sem sýndi hana nakta. Lýsti hún stöðugu áreiti, ærumeiðingum,og hótunum af hálfu mannsins. Maðurinn hafi meðal annars hótað að dreifa frekari myndböndum af henni af kynferðislegum toga til foreldra hennar. Eftir að hún útilokaði hann á samfélagsmiðlum hafi hann haldið áreitinu áfram með því að fá þriðju aðila til að koma skilaboðum á framfæri til hennar. Gögn og skýrslutaka mannsins, þar sem hann viðurkennir að nokkru meintar sakir, taldi lögreglustjóri staðfesta rökstuddan grun um brot hans. Í fyrra máli gegn manninum var ekki fallist á nálgunarbann og talið sennilegt að friðhelgi konunnar yrði vernduð með vægari hætti. Við þá ákvörðun var byggt á framburði mannsins þar sem hann sagðist engan áhuga hafa á áframhaldandi samskiptum við konuna og sagðist sjálfur vilja að konan sætti nálgunarbanni gagnvart honum. Þrátt fyrir það lét hann ekki af áreitinu og ógnunum við konuna. Í janúar á þessu ári var fallist á nálgunarbann gegn manninum og krafist framlengingar á banninu nú. Í úrskurði Lansdréttar er talið fullljóst að friðhelgi hennar yrði ekki vernduðu með vægari hætti en nálgunarbanni. Lögreglustjórinn á Suðurlandi krafðist þess að maðurinn sætti nálgunarbanni í 12 mánuði. Með úrskurði sínum í vikunni var ákvörðun lögreglustjóra staðfest en tímalengd þess var stytt í sex mánuði fyrir Landsrétti, sem þótti hæfilegt „eftir atvikum,“ eins og það er orðað. Dómsmál Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Innlent Fleiri fréttir Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Sjá meira
Fram kemur í úrskurði héraðsdóms, sem féll 20. júní, að konan hafi lýst því í skýrslutöku hjá lögreglu í janúar síðastliðnum að maðurinn hefði brotið ítrekað á henni kynferðislega, meðal annars með dreifingu myndbands sem sýndi hana nakta. Lýsti hún stöðugu áreiti, ærumeiðingum,og hótunum af hálfu mannsins. Maðurinn hafi meðal annars hótað að dreifa frekari myndböndum af henni af kynferðislegum toga til foreldra hennar. Eftir að hún útilokaði hann á samfélagsmiðlum hafi hann haldið áreitinu áfram með því að fá þriðju aðila til að koma skilaboðum á framfæri til hennar. Gögn og skýrslutaka mannsins, þar sem hann viðurkennir að nokkru meintar sakir, taldi lögreglustjóri staðfesta rökstuddan grun um brot hans. Í fyrra máli gegn manninum var ekki fallist á nálgunarbann og talið sennilegt að friðhelgi konunnar yrði vernduð með vægari hætti. Við þá ákvörðun var byggt á framburði mannsins þar sem hann sagðist engan áhuga hafa á áframhaldandi samskiptum við konuna og sagðist sjálfur vilja að konan sætti nálgunarbanni gagnvart honum. Þrátt fyrir það lét hann ekki af áreitinu og ógnunum við konuna. Í janúar á þessu ári var fallist á nálgunarbann gegn manninum og krafist framlengingar á banninu nú. Í úrskurði Lansdréttar er talið fullljóst að friðhelgi hennar yrði ekki vernduðu með vægari hætti en nálgunarbanni. Lögreglustjórinn á Suðurlandi krafðist þess að maðurinn sætti nálgunarbanni í 12 mánuði. Með úrskurði sínum í vikunni var ákvörðun lögreglustjóra staðfest en tímalengd þess var stytt í sex mánuði fyrir Landsrétti, sem þótti hæfilegt „eftir atvikum,“ eins og það er orðað.
Dómsmál Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Innlent Fleiri fréttir Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Sjá meira