Síðast mætti lögreglan en Viktor segir að harkan verði öll innan vallar Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2023 17:46 Viktor Karl Einarsson man vel eftir rimmunni við Buducnost í fyrra. Samsett/Hulda Margrét Viktor Karl Einarsson segir möguleika Breiðabliks mjög góða fyrir úrslitaleikinn við svartfellska liðið Buducnost annað kvöld, í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Liðin mættust á sama stað í fyrra í undandkeppni Sambandsdeildar Evrópu og þar sauð upp úr leikslok, en tveir leikmenn og þjálfari Buducnost fengu rautt spjald í leiknum. Blikar unnu að lokum einvígið og hafa gestirnir því harma að hefna á Kópavogsvelli á morgun, í leik sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Á leiknum í fyrra voru lögreglumenn viðstaddir sem bæði fylgdust með litríkum stuðningsmönnum Buducnost og komu svo inn á völlinn í leiksklok þegar lætin urðu sem mest. „Ég á ekki von á því að þetta verði eins og í fyrra en ég held að það sé engin spurning að harkan inni á vellinum verði sú sama. Þeir eru með hrikalega sterkt lið, mikil „physique“, og vilja spila svolítinn kraftabolta. Ég held að harkan inni á vellinum verði því mikil en ég á ekki von á sömu hörku utan vallar,“ sagði Viktor við Vísi eftir blaðamannafund í dag. Hann er bjartsýnn fyrir leikinn: „Ég met möguleikana bara mjög góða. Við erum með hörkulið, og Buducnost líka, en að mínu mati erum við með betra fótboltalið og höfum sýnt það í Evrópukeppni að við getum strítt liðum erlendis frá. Það verður mjög gaman að geta sýnt það á morgun,“ sagði Viktor en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Viðtal við Viktor fyrir Evrópuleik Liðin spiluðu í undanúrslitum forkeppninnar á þriðjudaginn og unnu bæði örugga sigra. Blikar höfðu betur gegn Tre Penne frá San Marínó, 7-1: „Ég held að við getum tekið fullt með okkur frá þeim leik, bæði eitthvað sem við getum bætt og það sem við gerðum vel. Við spiluðum góðan sóknarleik á köflum, skoruðum auðvitað sjö mörk, en gætum verið aðeins meira „solid“ varnarlega. Annars spiluðum við góðan leik og tökum mest úr sóknarleiknum, en getum þá bætt ofan á það að fara betur með stöður sem við búum okkur til framarlega á vellinum,“ sagði Viktor, ánægður með það krydd sem Evrópuleikirnir gefa leiktíðinni: „Það er alltaf mikil spenna og gaman að vera í deildarverkefni, Evrópuverkefni og bikar. Það er „refreshing“ að geta verið í mörgum verkefnum, geta kúplað sig úr deildinni núna og sett einbeitinguna á Evrópu. það er hrikalega skemmtilegt.“ Leikur Breiðabliks og Buducnost hefst klukkan 19 annað kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira
Liðin mættust á sama stað í fyrra í undandkeppni Sambandsdeildar Evrópu og þar sauð upp úr leikslok, en tveir leikmenn og þjálfari Buducnost fengu rautt spjald í leiknum. Blikar unnu að lokum einvígið og hafa gestirnir því harma að hefna á Kópavogsvelli á morgun, í leik sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Á leiknum í fyrra voru lögreglumenn viðstaddir sem bæði fylgdust með litríkum stuðningsmönnum Buducnost og komu svo inn á völlinn í leiksklok þegar lætin urðu sem mest. „Ég á ekki von á því að þetta verði eins og í fyrra en ég held að það sé engin spurning að harkan inni á vellinum verði sú sama. Þeir eru með hrikalega sterkt lið, mikil „physique“, og vilja spila svolítinn kraftabolta. Ég held að harkan inni á vellinum verði því mikil en ég á ekki von á sömu hörku utan vallar,“ sagði Viktor við Vísi eftir blaðamannafund í dag. Hann er bjartsýnn fyrir leikinn: „Ég met möguleikana bara mjög góða. Við erum með hörkulið, og Buducnost líka, en að mínu mati erum við með betra fótboltalið og höfum sýnt það í Evrópukeppni að við getum strítt liðum erlendis frá. Það verður mjög gaman að geta sýnt það á morgun,“ sagði Viktor en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Viðtal við Viktor fyrir Evrópuleik Liðin spiluðu í undanúrslitum forkeppninnar á þriðjudaginn og unnu bæði örugga sigra. Blikar höfðu betur gegn Tre Penne frá San Marínó, 7-1: „Ég held að við getum tekið fullt með okkur frá þeim leik, bæði eitthvað sem við getum bætt og það sem við gerðum vel. Við spiluðum góðan sóknarleik á köflum, skoruðum auðvitað sjö mörk, en gætum verið aðeins meira „solid“ varnarlega. Annars spiluðum við góðan leik og tökum mest úr sóknarleiknum, en getum þá bætt ofan á það að fara betur með stöður sem við búum okkur til framarlega á vellinum,“ sagði Viktor, ánægður með það krydd sem Evrópuleikirnir gefa leiktíðinni: „Það er alltaf mikil spenna og gaman að vera í deildarverkefni, Evrópuverkefni og bikar. Það er „refreshing“ að geta verið í mörgum verkefnum, geta kúplað sig úr deildinni núna og sett einbeitinguna á Evrópu. það er hrikalega skemmtilegt.“ Leikur Breiðabliks og Buducnost hefst klukkan 19 annað kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira