Hlaut 24 ára dóm fyrir að láta myrða kollega sinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júní 2023 21:25 Sean Caddle var dæmdur í 24 ára fangelsi í Newark í New Jersey í dag fyrir að hafa borgað tveimur mönnum til að drepa kollega sinn. Samsett/Twitter/Getty Pólitískur ráðgjafi sem borgaði tveimur mönnum fimmtán þúsund Bandaríkjadali fyrir að myrða kollega sinn var dæmdur í 24 ára fangelsi í Bandaríkjunum í dag. Morðingjarnir tveir hlutu sextán og tuttugu ára dóma. Sean Caddle, pólitískur ráðgjafi frá New Jersey sem hefur starfað fyrir fjölda Demókrata í ríkinu, játaði að hafa ráðið tvo menn til að myrða Michael Galdieri, þann 22. maí 2014. Mennirnir tveir stungu Galdieri til bana, helltu bensíni um alla íbúð og kveiktu í henni. Galdieri starfaði einnig í stjórnmálum, var sonur fyrrum ríkisþingmanns í New Jersey og þekkti Caddle náið í gegnum störf sín. Eftir jarðarför Galdieri mætti Caddle í erfidrykkjuna og huggaði þar syrgjandi systur hans. Héraðsdómarinn John Michael Vazques lýsti morðinu sem einu „svívirðilegasta“ máli sem hann hefði dæmt í á ferli sínum. Kom fjárkúgara fyrir kattarnef Í vikunni kom svo í ljós hvers vegna Caddle hafði fyrir því að láta myrða Galdieri. Caddle greindi saksóknurum frá því að Galdieri hefði reynt að fjárkúga sig í skiptum fyrir það að ljóstra ekki upp um misgjörðir Caddle í gegnum pólitískan ráðgjafaferil hans. Ekki er enn ljóst hve mikla fjármuni Galdieri reyndi að hafa af Caddle eða hvaða misgjörðir hann hótaði að ljóstra upp um. Raymond Lesniak, ríkisþingmaður New Jersey sem Caddle starfaði fyrir, lýsti málinu sem „furðulegasta hlut sem ég hef upplifað á ævi minni.“ Algjört happ að málið leystist Það vakti mikla athygli þegar saksóknarar tilkynntu um játningu Caddle snemma árs 2022 og leystu þar með dularfullt morðmálið sem hafði verið óleyst í átta ár. Í raun var það algjört happ að saksóknarar komust á spor um hlut Caddle í málinu. George Bratsenis, sem var dæmdur árið 2014 fyrir bankarán í Connecticut, greindi yfirvöldum frá því, algjörlega að eigin frumkvæði, að hann hefði upplýsingar um morðmál frá sama ári. Bratsenis var síðan dæmdur í sextán ára fangelsi eftir að hafa játað sekt sína í morðinu á Galdieri. Samverkamaður hans, Bomani Africa, var dæmdur í tuttugu ára fangelsi. Almennt í Bandaríkjunum er lágmarksrefsing fyrir samsæri um morð sem leiðir til dauða lífstíðarfangelsi en í tilfelli Caddle hlaut hann vægari dóm vegna þess að hann átti ekki eldri sögu um ofbeldisfulla glæpi og aðstoðaði við lausn málsins og annarra mála. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Sean Caddle, pólitískur ráðgjafi frá New Jersey sem hefur starfað fyrir fjölda Demókrata í ríkinu, játaði að hafa ráðið tvo menn til að myrða Michael Galdieri, þann 22. maí 2014. Mennirnir tveir stungu Galdieri til bana, helltu bensíni um alla íbúð og kveiktu í henni. Galdieri starfaði einnig í stjórnmálum, var sonur fyrrum ríkisþingmanns í New Jersey og þekkti Caddle náið í gegnum störf sín. Eftir jarðarför Galdieri mætti Caddle í erfidrykkjuna og huggaði þar syrgjandi systur hans. Héraðsdómarinn John Michael Vazques lýsti morðinu sem einu „svívirðilegasta“ máli sem hann hefði dæmt í á ferli sínum. Kom fjárkúgara fyrir kattarnef Í vikunni kom svo í ljós hvers vegna Caddle hafði fyrir því að láta myrða Galdieri. Caddle greindi saksóknurum frá því að Galdieri hefði reynt að fjárkúga sig í skiptum fyrir það að ljóstra ekki upp um misgjörðir Caddle í gegnum pólitískan ráðgjafaferil hans. Ekki er enn ljóst hve mikla fjármuni Galdieri reyndi að hafa af Caddle eða hvaða misgjörðir hann hótaði að ljóstra upp um. Raymond Lesniak, ríkisþingmaður New Jersey sem Caddle starfaði fyrir, lýsti málinu sem „furðulegasta hlut sem ég hef upplifað á ævi minni.“ Algjört happ að málið leystist Það vakti mikla athygli þegar saksóknarar tilkynntu um játningu Caddle snemma árs 2022 og leystu þar með dularfullt morðmálið sem hafði verið óleyst í átta ár. Í raun var það algjört happ að saksóknarar komust á spor um hlut Caddle í málinu. George Bratsenis, sem var dæmdur árið 2014 fyrir bankarán í Connecticut, greindi yfirvöldum frá því, algjörlega að eigin frumkvæði, að hann hefði upplýsingar um morðmál frá sama ári. Bratsenis var síðan dæmdur í sextán ára fangelsi eftir að hafa játað sekt sína í morðinu á Galdieri. Samverkamaður hans, Bomani Africa, var dæmdur í tuttugu ára fangelsi. Almennt í Bandaríkjunum er lágmarksrefsing fyrir samsæri um morð sem leiðir til dauða lífstíðarfangelsi en í tilfelli Caddle hlaut hann vægari dóm vegna þess að hann átti ekki eldri sögu um ofbeldisfulla glæpi og aðstoðaði við lausn málsins og annarra mála.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira