„Búin að sakna fótbolta á hverjum einasta degi“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. júní 2023 23:31 Sandra Sigurðardóttir tók fram hanskana og lék í marki Grindavíkur í kvöld. Vísir/SJJ Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir sneri aftur á knattspyrnuvöllinn í kvöld eftir að hafa lagt hanskana á hilluna í vetur. Hún lék með Grindavík í sigri liðsins gegn Augnablik í Lengjudeild kvenna. Sandra lagði skóna á hilluna í vetur eftir glæstan feril en hún er leikjahæsti leikmaður í efstu deild kvenna hér á landi. Þegar Grindvíkingar lentu hins vegar í því að báðir markverðir liðsins voru frá vegna meiðsla og veikinda var haft samband við Söndru. „Þrjú stig og það var það sem skipti máli í dag. Ég er aðeins ryðguð en góð tilfinning,“ eftir leikinn í Grindavík í kvöld sem Grindavík vann 3-2. Sandra fékk ekki mikinn tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn. „Ég fæ símtal fyrir tviemur sólarhringum þar sem er athugað hvort að ég sé tilbúin að taka þennan slag og ég var til í það með nokkrum skilyrðum. Ég vildi hjálpa.“ Sandra í leiknum í kvöld.Vísir/SJJ Sandra hitti leikmenn Grindavíkur í fyrsta skipti í dag og var því kastað beint í djúpu laugina. „Ég var að hitta þær í fyrsta skipti í dag fyrir leik. Þegar ég mætti þá vissi ég ekki hvað nein heitir en ég held ég sé alveg að læra þetta. Það var bara stemmning og þær tóku mér allar mjög vel,“ en búist er við að Sandra spili einnig með Grindavík á þriðjudag þegar liðið mætir Fram. „Við ætlum að sjá hvernig þróunin verður á meiðslum en upphaflegt plan var að ég myndi mögulega taka tvo leiki.“ „Vildi virða mína ákvörðun“ Hún segist ekki hafa þurft mikinn tíma til að hugsa sig um og viðurkennir að hún sé búin að vera með fiðring síðan knattspyrnutímabilið hófst á nýjan leik í vor. „Nei, í rauninni ekki. Fá reglur og annað á hreint en ég var alveg til í þetta. Ég ætla ekkert að fara í felur með það að ég er örugglega búinn að sakna fótbolta á hverjum einasta degi þó ég sjái ekkert endilega eftir ákvörðuninni. Það er erfitt að vera áhorfandi.“ Hún segir að hún hafi fengið fyrirspurnir frá liðum um að taka fram hanskana en hefur hingað til staðið við sína ákvörðun þangað til Grindavík hafði samband í vikunni. „Fyrst og fremst vill ég halda tryggð við mitt lið sem er Valur ef eitthvað myndi klikka þar og reyna að virða mína ákvörðun. Það var alveg ástæða fyrir henni þó svo að mig langi auðvitað að spila fótbolta og allt það. Maður verður einhvern tíman að hætta, maður er að eldast.“ Hreyfióð og byrjuð í utanvegahlaupum Sandra hefur haldið sér í góðu formi þrátt fyrir að hafa lagt knattspyrnuskóna á hilluna. Hún segist vera hreyfióð og tók meðal annars þátt í utanvegahlaupi fyrir ekki svo löngu síðan. „Ég er hreyfióð og er örugglega búin að æfa meira en ég gerði þegar ég var í fótbolta. Ég tók 10 kílómetra í Hengill Ultra utanvegahlaupi um daginn og ég hjóla og geri algjöra vitlausu. Ég er dugleg að hreyfa mig.“ Það var nóg að gera hjá Söndru eftir leik að sinna ungum Grindvíkingum.Vísir/SJJ Eftir leikinn í kvöld voru fjölmargir ungir knattspyrnuiðkendur í Grindavík sem vildu fá eiginhandaráritun hjá Söndru og nóg var að gera í myndatökum sömuleiðis. Sandra var heillangan tíma úti á velli eftir að leik lauk og gaf sér góðan tíma í að sinna ungum aðdáendum. „Ég var hálf hrærð. Mér fannst þetta gaman og gott ef krakkar í Grindavík gátu notið góðs af.“ Íslenski boltinn UMF Grindavík Lengjudeild kvenna Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Sandra lagði skóna á hilluna í vetur eftir glæstan feril en hún er leikjahæsti leikmaður í efstu deild kvenna hér á landi. Þegar Grindvíkingar lentu hins vegar í því að báðir markverðir liðsins voru frá vegna meiðsla og veikinda var haft samband við Söndru. „Þrjú stig og það var það sem skipti máli í dag. Ég er aðeins ryðguð en góð tilfinning,“ eftir leikinn í Grindavík í kvöld sem Grindavík vann 3-2. Sandra fékk ekki mikinn tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn. „Ég fæ símtal fyrir tviemur sólarhringum þar sem er athugað hvort að ég sé tilbúin að taka þennan slag og ég var til í það með nokkrum skilyrðum. Ég vildi hjálpa.“ Sandra í leiknum í kvöld.Vísir/SJJ Sandra hitti leikmenn Grindavíkur í fyrsta skipti í dag og var því kastað beint í djúpu laugina. „Ég var að hitta þær í fyrsta skipti í dag fyrir leik. Þegar ég mætti þá vissi ég ekki hvað nein heitir en ég held ég sé alveg að læra þetta. Það var bara stemmning og þær tóku mér allar mjög vel,“ en búist er við að Sandra spili einnig með Grindavík á þriðjudag þegar liðið mætir Fram. „Við ætlum að sjá hvernig þróunin verður á meiðslum en upphaflegt plan var að ég myndi mögulega taka tvo leiki.“ „Vildi virða mína ákvörðun“ Hún segist ekki hafa þurft mikinn tíma til að hugsa sig um og viðurkennir að hún sé búin að vera með fiðring síðan knattspyrnutímabilið hófst á nýjan leik í vor. „Nei, í rauninni ekki. Fá reglur og annað á hreint en ég var alveg til í þetta. Ég ætla ekkert að fara í felur með það að ég er örugglega búinn að sakna fótbolta á hverjum einasta degi þó ég sjái ekkert endilega eftir ákvörðuninni. Það er erfitt að vera áhorfandi.“ Hún segir að hún hafi fengið fyrirspurnir frá liðum um að taka fram hanskana en hefur hingað til staðið við sína ákvörðun þangað til Grindavík hafði samband í vikunni. „Fyrst og fremst vill ég halda tryggð við mitt lið sem er Valur ef eitthvað myndi klikka þar og reyna að virða mína ákvörðun. Það var alveg ástæða fyrir henni þó svo að mig langi auðvitað að spila fótbolta og allt það. Maður verður einhvern tíman að hætta, maður er að eldast.“ Hreyfióð og byrjuð í utanvegahlaupum Sandra hefur haldið sér í góðu formi þrátt fyrir að hafa lagt knattspyrnuskóna á hilluna. Hún segist vera hreyfióð og tók meðal annars þátt í utanvegahlaupi fyrir ekki svo löngu síðan. „Ég er hreyfióð og er örugglega búin að æfa meira en ég gerði þegar ég var í fótbolta. Ég tók 10 kílómetra í Hengill Ultra utanvegahlaupi um daginn og ég hjóla og geri algjöra vitlausu. Ég er dugleg að hreyfa mig.“ Það var nóg að gera hjá Söndru eftir leik að sinna ungum Grindvíkingum.Vísir/SJJ Eftir leikinn í kvöld voru fjölmargir ungir knattspyrnuiðkendur í Grindavík sem vildu fá eiginhandaráritun hjá Söndru og nóg var að gera í myndatökum sömuleiðis. Sandra var heillangan tíma úti á velli eftir að leik lauk og gaf sér góðan tíma í að sinna ungum aðdáendum. „Ég var hálf hrærð. Mér fannst þetta gaman og gott ef krakkar í Grindavík gátu notið góðs af.“
Íslenski boltinn UMF Grindavík Lengjudeild kvenna Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira