Arnar um félagaskipti Loga Tómassonar: Það er áhugi en ekkert kauptilboð komið Andri Már Eggertsson skrifar 29. júní 2023 22:15 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari toppliðs Víkings, var brattur eftir leik Vísir/Hulda Margrét Víkingur vann 1-3 útisigur gegn Fylki. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings var ánægður með sigurinn. Arnar fór einnig yfir félagsskipti Loga Tómassonar til Djurgarden. „Þetta var góður sigur á erfiðum útivelli. Fylkismenn voru frískir og þetta var kaflaskipt frammistaða hjá okkur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson og hélt áfram. „Inn á milli vorum við frábærir og inn á milli vorum við líka að bjóða hættunni allt of oft heim sem þeir hefðu getað refsað okkur með. Síðan voru síðustu fimm mínúturnar mjög ruglaðar sem gerist þegar annað liðið er marki yfir og hitt reynir allt til þess að jafna. Sem betur fer náðum við að klára þetta.“ Víkingur hélt mikið í boltann í kvöld og Arnar fór yfir leikskipulag liðsins. „Það fylgir því mikil ábyrgð að vera með boltann af því þú bíður alltaf hættunni heim með því að fá á þig skyndisókn og sérstaklega þegar þú ert með marga leikmenn út úr stöðum.“ „Þess vegna höfum við mikið verið að spila 3-2-5 kerfi í sumar og þar af leiðandi höfum við haldið minna í boltann. Í kvöld þá breyttum við til og spiluðum 2-3-5 og þá héldum við töluvert meira í boltann en fórum að gera mistök sem við höfðum ekki verið að gera þar sem við vorum að missa boltann á klaufalegum stöðum sem endaði með skyndisóknum. Það er ekki til neitt sem heitir fullkomið kerfi í fótbolta.“ Arnar var spurður út í þann orðróm að Logi Tómasson væri að fara í Djurgarden. Víkingur og Djurgarden hafa komist að samkomulagi um kaupverð á Loga Tómassyni og verður hann leikmaður þeirra á næstu dögum. Logi verður lánaður til baka í Víking og spilar með þeim út leiktíðina.— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) June 28, 2023 „Það er ekki komið kauptilboð í Loga. Ég hef bara lesið það nákvæmlega sama og annað fólk. Það er ekkert tilboð komið og við vitum að það er áhugi hvort sem það sé frá Djurgarden eða öðrum liðum. Logi mun fara út en vonandi ekki í sumar.“ Arnar sagði að það væri von Víkings að Logi myndi klára tímabilið og fara síðan út í atvinnumennsku. „Við erum reynslunni ríkari frá því í fyrra þegar Kristall fór á miðju tímabili. Það meiddi okkur mjög mikið og við ætlum að reyna halda í okkar bestu leikmenn þar sem það eru spennandi tímar framundan. Við erum í Evrópukeppni og erum að reyna að vinna tvöfalt og vonandi er hann innstilltur á það verkefni.“ „Við gefum okkur út fyrir það líkt og Blikar að gefa ungum leikmönnum tækifæri og lofa þeim síðan gulli og grænum skógum og það er erfitt að hafna þessu. En við erum aðallega að reyna að standa í lappirnar og vera ekki að selja leikmenn á hvað sem er en ef það kemur gott tilboð í Loga þá munum við skoða stöðuna mjög vel. Óska staðan væri að selja hann í glugganum og fá hann lánaðan til baka þannig hann muni klára tímabilið með okkur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson að lokum. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sjá meira
„Þetta var góður sigur á erfiðum útivelli. Fylkismenn voru frískir og þetta var kaflaskipt frammistaða hjá okkur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson og hélt áfram. „Inn á milli vorum við frábærir og inn á milli vorum við líka að bjóða hættunni allt of oft heim sem þeir hefðu getað refsað okkur með. Síðan voru síðustu fimm mínúturnar mjög ruglaðar sem gerist þegar annað liðið er marki yfir og hitt reynir allt til þess að jafna. Sem betur fer náðum við að klára þetta.“ Víkingur hélt mikið í boltann í kvöld og Arnar fór yfir leikskipulag liðsins. „Það fylgir því mikil ábyrgð að vera með boltann af því þú bíður alltaf hættunni heim með því að fá á þig skyndisókn og sérstaklega þegar þú ert með marga leikmenn út úr stöðum.“ „Þess vegna höfum við mikið verið að spila 3-2-5 kerfi í sumar og þar af leiðandi höfum við haldið minna í boltann. Í kvöld þá breyttum við til og spiluðum 2-3-5 og þá héldum við töluvert meira í boltann en fórum að gera mistök sem við höfðum ekki verið að gera þar sem við vorum að missa boltann á klaufalegum stöðum sem endaði með skyndisóknum. Það er ekki til neitt sem heitir fullkomið kerfi í fótbolta.“ Arnar var spurður út í þann orðróm að Logi Tómasson væri að fara í Djurgarden. Víkingur og Djurgarden hafa komist að samkomulagi um kaupverð á Loga Tómassyni og verður hann leikmaður þeirra á næstu dögum. Logi verður lánaður til baka í Víking og spilar með þeim út leiktíðina.— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) June 28, 2023 „Það er ekki komið kauptilboð í Loga. Ég hef bara lesið það nákvæmlega sama og annað fólk. Það er ekkert tilboð komið og við vitum að það er áhugi hvort sem það sé frá Djurgarden eða öðrum liðum. Logi mun fara út en vonandi ekki í sumar.“ Arnar sagði að það væri von Víkings að Logi myndi klára tímabilið og fara síðan út í atvinnumennsku. „Við erum reynslunni ríkari frá því í fyrra þegar Kristall fór á miðju tímabili. Það meiddi okkur mjög mikið og við ætlum að reyna halda í okkar bestu leikmenn þar sem það eru spennandi tímar framundan. Við erum í Evrópukeppni og erum að reyna að vinna tvöfalt og vonandi er hann innstilltur á það verkefni.“ „Við gefum okkur út fyrir það líkt og Blikar að gefa ungum leikmönnum tækifæri og lofa þeim síðan gulli og grænum skógum og það er erfitt að hafna þessu. En við erum aðallega að reyna að standa í lappirnar og vera ekki að selja leikmenn á hvað sem er en ef það kemur gott tilboð í Loga þá munum við skoða stöðuna mjög vel. Óska staðan væri að selja hann í glugganum og fá hann lánaðan til baka þannig hann muni klára tímabilið með okkur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson að lokum.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sjá meira