National Geographic segir upp öllum fastráðnum blaðamönnum Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2023 23:52 Hér gefur að líta síðasta eintakið af NAtional Geographic sem fastráðnir blaðamenn þess komu að áður en þeim var öllum sagt upp. AP/Jacquelyn Martin Tímaritið National Geographic hefur sagt upp síðustu fastráðnu blaðamönnum ritstjórnar sinnar og verður ekki lengur selt í bandarískum blaðsöluturnum. Að sögn Washington Post var nítján fastráðnum blaðamönnum National Geographic sagt upp. Tímaritið mun áfram koma út en eftirstandandi ritstjórar blaðsins munu sinna greinaskrifum ásamt blaðamönnum í lausamennsku. Þá verður sölu tímaritsins í blaðsöluturnum í Bandaríkjunum hætt en það mun vera hluti af sparnaðaraðgerðum Disney, sem á tímaritið. Áskrifendur muni enn fá eintak í pósti og einstaka útgáfur munu fara í sölu í verslunum. Fulltrúi National Geographic sagði ákvörðunina vera þátt í að leggja meiri áherslu á stafræna útgáfu en sala í blaðsöluturnum er aðeins lítill hluti af mánaðarlegri sölu tímaritsins sem er 1,8 milljónir eintaka. My new National Geographic just arrived, which includes my latest feature my 16th, and my last as a senior writer.NatGeo is laying off all of its staff writers.I ve been so lucky. I got to work w/incredible journalists and tell important, global stories. It s been an honor. pic.twitter.com/VOt6KydD5Z— Craig Welch (@CraigAWelch) June 28, 2023 „National Geographic mun halda áfram að gefa út mánaðarrit sem er helgað framúrskarandi frásögnum sem hafa menningarleg áhrif á mörgum vettvöngum. Mönnunarmál munu ekki hafa áhrif á hæfni okkar til að sinna þessari vinnu, heldur gefa okkur sveigjanleika til að segja öðruvísi sögur og mæta lesendahópi okkar hvar sem þeir eru á okkar mörgu vettvöngum. Hvers konar dylgjur um það að nýjustu breytingar hafi neikvæð áhrif á tímaritið, eða gæði frásagna okkar, eru einfaldlega rangar,” sagði í yfirlýsingu tímaritsins vegna fréttanna. Erfiðir tímar hjá fjölmiðlum Fréttirnar berast í kjölfar mikilla vandræða fjölmiðla og fjöldauppsagna í fjölmiðlaheiminum á undanförnum mánuðum. Íþróttamiðillinn ESPN sem er líka í eigu Disney greindi frá því í gær að rúmlega tuttugu íþróttafréttalýsendum yrði sagt upp í sparnaðaraðgerðum. Þeirra á meðal voru nokkur þekkt nöfn sem hafa sinnt körfuboltaumfjöllun á ESPN, þar á meðal Jeff van Gundy og Jalen Rose. Vice Media sem störfuðu þvert á miðla lýstu yfir gjaldþroti í maí á þessu ári. Fjórum árum fyrr þurfti fyrirtækið að segja upp 250 manns. Mánuði fyrr hætti Fréttablaðið útgáfu hér á landi. Það hafði gríðarleg áhrif á fjölda blaðamanna og annarra starfsmanna. Í desember á síðasta ári sagði Buzzfeed upp um tólf prósent starfsmanna sinna, næstum tvö hundruð manns. Aðeins mánuði fyrr sagði CNN í Bandaríkjunum upp mörg hundruð starfsmönnum, aðeins hálfu ári eftir að hafa hætt við útgáfu streymisveitunnar CNN+ sem leiddi til uppsagna um 350 starfsmanna. Fjölmiðlar Bandaríkin Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Að sögn Washington Post var nítján fastráðnum blaðamönnum National Geographic sagt upp. Tímaritið mun áfram koma út en eftirstandandi ritstjórar blaðsins munu sinna greinaskrifum ásamt blaðamönnum í lausamennsku. Þá verður sölu tímaritsins í blaðsöluturnum í Bandaríkjunum hætt en það mun vera hluti af sparnaðaraðgerðum Disney, sem á tímaritið. Áskrifendur muni enn fá eintak í pósti og einstaka útgáfur munu fara í sölu í verslunum. Fulltrúi National Geographic sagði ákvörðunina vera þátt í að leggja meiri áherslu á stafræna útgáfu en sala í blaðsöluturnum er aðeins lítill hluti af mánaðarlegri sölu tímaritsins sem er 1,8 milljónir eintaka. My new National Geographic just arrived, which includes my latest feature my 16th, and my last as a senior writer.NatGeo is laying off all of its staff writers.I ve been so lucky. I got to work w/incredible journalists and tell important, global stories. It s been an honor. pic.twitter.com/VOt6KydD5Z— Craig Welch (@CraigAWelch) June 28, 2023 „National Geographic mun halda áfram að gefa út mánaðarrit sem er helgað framúrskarandi frásögnum sem hafa menningarleg áhrif á mörgum vettvöngum. Mönnunarmál munu ekki hafa áhrif á hæfni okkar til að sinna þessari vinnu, heldur gefa okkur sveigjanleika til að segja öðruvísi sögur og mæta lesendahópi okkar hvar sem þeir eru á okkar mörgu vettvöngum. Hvers konar dylgjur um það að nýjustu breytingar hafi neikvæð áhrif á tímaritið, eða gæði frásagna okkar, eru einfaldlega rangar,” sagði í yfirlýsingu tímaritsins vegna fréttanna. Erfiðir tímar hjá fjölmiðlum Fréttirnar berast í kjölfar mikilla vandræða fjölmiðla og fjöldauppsagna í fjölmiðlaheiminum á undanförnum mánuðum. Íþróttamiðillinn ESPN sem er líka í eigu Disney greindi frá því í gær að rúmlega tuttugu íþróttafréttalýsendum yrði sagt upp í sparnaðaraðgerðum. Þeirra á meðal voru nokkur þekkt nöfn sem hafa sinnt körfuboltaumfjöllun á ESPN, þar á meðal Jeff van Gundy og Jalen Rose. Vice Media sem störfuðu þvert á miðla lýstu yfir gjaldþroti í maí á þessu ári. Fjórum árum fyrr þurfti fyrirtækið að segja upp 250 manns. Mánuði fyrr hætti Fréttablaðið útgáfu hér á landi. Það hafði gríðarleg áhrif á fjölda blaðamanna og annarra starfsmanna. Í desember á síðasta ári sagði Buzzfeed upp um tólf prósent starfsmanna sinna, næstum tvö hundruð manns. Aðeins mánuði fyrr sagði CNN í Bandaríkjunum upp mörg hundruð starfsmönnum, aðeins hálfu ári eftir að hafa hætt við útgáfu streymisveitunnar CNN+ sem leiddi til uppsagna um 350 starfsmanna.
Fjölmiðlar Bandaríkin Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira