Hvar hefur SFS verið? Orri Páll Jóhannsson skrifar 30. júní 2023 12:30 Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi birti grein hér á Vísi í gær undir yfirskriftinni „Hvar eru gögnin?“ Þar er reynt að gera reglugerð matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða tortryggilega með vísan til þess að samtökin hafi enn sem komið er ekki fengið svar frá ráðuneytinu við beiðni um „afrit af lögfræðilegri ráðgjöf og öðrum gögnum að baki þeirri ákvörðun ráðherra“. Af lestri greinarinnar mætti helst ætla að ráðherra hafi þagað þunnu hljóði í þá heilu níu daga sem samtökin hafa beðið svara við beiðni sinni – sem sýni að engin gögn eða forsendur hafi búið henni að baki. Skoðum þetta aðeins nánar. Í ágúst í fyrra setti ráðherra reglugerð um eftirlit með velferð dýra við hvalveiðar. Á grundvelli hennar safnaði Matvælastofnun ítarlegum gögnum um veiðar á samtals 148 langreyðum, þ.m.t. myndbandsupptökum vegna veiða á 58 dýrum. Upp úr þessum gögnum var unnin ítarleg skýrsla af sérfræðingi á sviði dýralækninga. Auk þeirra gagna sem aflað var við veiðieftirlitið byggðist skýrslan á ítarlegum athugasemdum leyfishafa, þ.m.t. sérfræðilegum gögnum sem leyfishafi aflaði og lagði fram undir vinnslu málsins. Skýrslunni var skilað 8. maí sl. og hún birt opinberlega. Í henni er að finna ítarlegustu greiningu á velferð dýra við hvalveiðar sem gerð hefur verið hér á landi. Í kjölfar skýrslunnar kallaði Matvælastofnun eftir áliti fagráðs um velferð dýra. Fagráðið er skipað sérfræðingum á sviði dýravelferðar og hefur það lögbundna hlutverk að vera Matvælastofnun til ráðuneytis um stefnumótun og einstök álitaefni er varða málefni á sviði velferðar dýra. Fagráðið fór ítarlega yfir skýrslu Matvælastofnunar og ráðfærði sig við bæði innlenda og erlenda sérfræðinga á sviði dýravelferðar og hvalveiða. Álit fagráðsins er dagsett 16. júní sl. og var birt opinberlega 19. júní. Niðurstaða þess er fortakslaus: sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samrýmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Til að draga þetta saman: Matvælastofnun framkvæmdi umfangsmikið eftirlit með velferð dýra við veiðar á 148 langreyðum haustið 2022. Upp úr niðurstöðum þess var unnin ítarleg sérfræðiskýrsla í samráði við leyfishafa. Á grundvelli þeirrar skýrslu og eftir að hafa að auki ráðfært sig við helstu sérfræðinga hér á landi og erlendis skilaði lögbundið sérfræðingaráð áliti sínu. Nú gæti einhver spurt: Er það ekki bara tilviljun ein að ráðherra ákveður að breyta reglugerð og stöðva veiðar á langreyðum tímabundið skömmu eftir að fagráð um dýravelferð kemst að þeirri niðurstöðu að þær samrýmist ekki lögum eftir að hafa farið yfir ítarlegustu eftirlitsskýrslu sem unnin hefur verið um það efni og rætt við helstu sérfræðinga á þessu sviði hér á landi og erlendis? Hvernig vitum við að ráðherra var að byggja á þessum ítarlegu gögnum og mati sérfræðinga en ekki bara á geðþótta sínum? Jú kannski af því að ráðherra upplýsti um það opinberlega strax við setningu reglugerðarinnar. Og reyndar aftur á opnum fundi tveimur dögum síðar sem sjónvarpað var í beinni útsendingu. Og reyndar enn einu sinni á opnum fundi atvinnuveganefndar Alþingis næsta dag sem einnig var sjónvarpað frá beint. Í kjölfar síðastnefnda fundarins – sem fram fór fyrir heilum sjö dögum – óskaði atvinnuveganefnd Alþingis eftir minnisblaði og gögnum frá ráðherra um einmitt sömu atriði og SFS segist hafa óskað eftir. Og þar er málið statt eins og framkvæmdastjóri SFS veit að líkindum fullvel og þá það að ráðuneytið getur ekki afhent samtökunum vinnuskjöl sem hafa að geyma upplýsingar sem Alþingi hefur kallað eftir áður en þingið fær þær í hendur. Þótt SFS sé ekki óvant því að fá sínu framgengt á Alþingi – og því vel skiljanlegt að samtökin líti á þingið sem óþarfan millilið í þessu máli – er kannski rétt að gefa ráðherra þann frest sem kveðið er á um þingskapalögum til að svara Alþingi áður en kemur að samtökunum. Vanti samtökin lesefni í millitíðinni er hægt að kynna sér bæði eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar og álit fagráðs um velferð dýra auk þess sem hægt er að horfa á ráðherra svara spurningum um málið hér og hér. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Páll Jóhannsson Hvalveiðar Vinstri græn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi birti grein hér á Vísi í gær undir yfirskriftinni „Hvar eru gögnin?“ Þar er reynt að gera reglugerð matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða tortryggilega með vísan til þess að samtökin hafi enn sem komið er ekki fengið svar frá ráðuneytinu við beiðni um „afrit af lögfræðilegri ráðgjöf og öðrum gögnum að baki þeirri ákvörðun ráðherra“. Af lestri greinarinnar mætti helst ætla að ráðherra hafi þagað þunnu hljóði í þá heilu níu daga sem samtökin hafa beðið svara við beiðni sinni – sem sýni að engin gögn eða forsendur hafi búið henni að baki. Skoðum þetta aðeins nánar. Í ágúst í fyrra setti ráðherra reglugerð um eftirlit með velferð dýra við hvalveiðar. Á grundvelli hennar safnaði Matvælastofnun ítarlegum gögnum um veiðar á samtals 148 langreyðum, þ.m.t. myndbandsupptökum vegna veiða á 58 dýrum. Upp úr þessum gögnum var unnin ítarleg skýrsla af sérfræðingi á sviði dýralækninga. Auk þeirra gagna sem aflað var við veiðieftirlitið byggðist skýrslan á ítarlegum athugasemdum leyfishafa, þ.m.t. sérfræðilegum gögnum sem leyfishafi aflaði og lagði fram undir vinnslu málsins. Skýrslunni var skilað 8. maí sl. og hún birt opinberlega. Í henni er að finna ítarlegustu greiningu á velferð dýra við hvalveiðar sem gerð hefur verið hér á landi. Í kjölfar skýrslunnar kallaði Matvælastofnun eftir áliti fagráðs um velferð dýra. Fagráðið er skipað sérfræðingum á sviði dýravelferðar og hefur það lögbundna hlutverk að vera Matvælastofnun til ráðuneytis um stefnumótun og einstök álitaefni er varða málefni á sviði velferðar dýra. Fagráðið fór ítarlega yfir skýrslu Matvælastofnunar og ráðfærði sig við bæði innlenda og erlenda sérfræðinga á sviði dýravelferðar og hvalveiða. Álit fagráðsins er dagsett 16. júní sl. og var birt opinberlega 19. júní. Niðurstaða þess er fortakslaus: sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samrýmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Til að draga þetta saman: Matvælastofnun framkvæmdi umfangsmikið eftirlit með velferð dýra við veiðar á 148 langreyðum haustið 2022. Upp úr niðurstöðum þess var unnin ítarleg sérfræðiskýrsla í samráði við leyfishafa. Á grundvelli þeirrar skýrslu og eftir að hafa að auki ráðfært sig við helstu sérfræðinga hér á landi og erlendis skilaði lögbundið sérfræðingaráð áliti sínu. Nú gæti einhver spurt: Er það ekki bara tilviljun ein að ráðherra ákveður að breyta reglugerð og stöðva veiðar á langreyðum tímabundið skömmu eftir að fagráð um dýravelferð kemst að þeirri niðurstöðu að þær samrýmist ekki lögum eftir að hafa farið yfir ítarlegustu eftirlitsskýrslu sem unnin hefur verið um það efni og rætt við helstu sérfræðinga á þessu sviði hér á landi og erlendis? Hvernig vitum við að ráðherra var að byggja á þessum ítarlegu gögnum og mati sérfræðinga en ekki bara á geðþótta sínum? Jú kannski af því að ráðherra upplýsti um það opinberlega strax við setningu reglugerðarinnar. Og reyndar aftur á opnum fundi tveimur dögum síðar sem sjónvarpað var í beinni útsendingu. Og reyndar enn einu sinni á opnum fundi atvinnuveganefndar Alþingis næsta dag sem einnig var sjónvarpað frá beint. Í kjölfar síðastnefnda fundarins – sem fram fór fyrir heilum sjö dögum – óskaði atvinnuveganefnd Alþingis eftir minnisblaði og gögnum frá ráðherra um einmitt sömu atriði og SFS segist hafa óskað eftir. Og þar er málið statt eins og framkvæmdastjóri SFS veit að líkindum fullvel og þá það að ráðuneytið getur ekki afhent samtökunum vinnuskjöl sem hafa að geyma upplýsingar sem Alþingi hefur kallað eftir áður en þingið fær þær í hendur. Þótt SFS sé ekki óvant því að fá sínu framgengt á Alþingi – og því vel skiljanlegt að samtökin líti á þingið sem óþarfan millilið í þessu máli – er kannski rétt að gefa ráðherra þann frest sem kveðið er á um þingskapalögum til að svara Alþingi áður en kemur að samtökunum. Vanti samtökin lesefni í millitíðinni er hægt að kynna sér bæði eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar og álit fagráðs um velferð dýra auk þess sem hægt er að horfa á ráðherra svara spurningum um málið hér og hér. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun