„Sjúkrahús“ Ronaldo pirrar nágrannana Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júlí 2023 17:00 Cristiano Ronaldo lék sinn tvöhundraðasta landsleik hér á Íslandi á dögunum. Vísir/Vilhelm Cristiano Ronaldo er að byggja sér hús í Lissabon í Portúgal. Bygging hússins hefur tekið langan tíma og nú eru nágrannar stórstjörnunnar orðnir pirraðir. Cristiano Ronaldo spilar með Al-Nassr í Sádiarabísku deildinni í knattspyrnu. Hann býr þar ásamt fjölskyldunni en síðustu mánuðina hefur hann einnig verið að byggja sér framtíðarheimili í Lissabon í heimalandi sínu. Hann keypti landareign í útjaðri borgarinnar fyrir þremur árum með þær áætlanir að byggja þar risastórt hús. Nú þremur árum síðar er húsið enn ekki tilbúið og nágrannar hans eru orðnir óþreyjufullir enda stórt verkefni sem orsakar rask í nágrenninu. „Þau eru búin að vera að byggja í þrjú ár. Húsið er svo stórt að það lítur út eins og sjúkrahús. Gatan mín hefur verið lokuð í fleiri mánuði og garðurinn minn er fullur af ryki,“ segir ósáttur nágranni. Nágrannarnir eru sömuleiðis hræddir um að húsið komi til með að minnka útsýni frá þeirra húsum. Áætlað er að það verði 2720 fermetrar að stærð. Kostnaður við byggingu hússins var áætlaður 17 milljónir punda en þær áætlanir hafa heldur betur sprungið því Ronaldo hefur nú þegar þurft að punga út rúmlega 28 milljónum punda eða tæplega fimm milljörðum íslenskra króna. Húsið er staðsett í hverfinu Quina de Marinha sem er í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá Lissabon. Það er á þremur hæðum með stórri innanhússundlaug, líkamsrækt og þar verður pláss fyrir tuttugu bíla í bílskúr. Sádiarabíski boltinn Portúgal Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Cristiano Ronaldo spilar með Al-Nassr í Sádiarabísku deildinni í knattspyrnu. Hann býr þar ásamt fjölskyldunni en síðustu mánuðina hefur hann einnig verið að byggja sér framtíðarheimili í Lissabon í heimalandi sínu. Hann keypti landareign í útjaðri borgarinnar fyrir þremur árum með þær áætlanir að byggja þar risastórt hús. Nú þremur árum síðar er húsið enn ekki tilbúið og nágrannar hans eru orðnir óþreyjufullir enda stórt verkefni sem orsakar rask í nágrenninu. „Þau eru búin að vera að byggja í þrjú ár. Húsið er svo stórt að það lítur út eins og sjúkrahús. Gatan mín hefur verið lokuð í fleiri mánuði og garðurinn minn er fullur af ryki,“ segir ósáttur nágranni. Nágrannarnir eru sömuleiðis hræddir um að húsið komi til með að minnka útsýni frá þeirra húsum. Áætlað er að það verði 2720 fermetrar að stærð. Kostnaður við byggingu hússins var áætlaður 17 milljónir punda en þær áætlanir hafa heldur betur sprungið því Ronaldo hefur nú þegar þurft að punga út rúmlega 28 milljónum punda eða tæplega fimm milljörðum íslenskra króna. Húsið er staðsett í hverfinu Quina de Marinha sem er í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá Lissabon. Það er á þremur hæðum með stórri innanhússundlaug, líkamsrækt og þar verður pláss fyrir tuttugu bíla í bílskúr.
Sádiarabíski boltinn Portúgal Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira