Piparúða spreyjað á gesti Írskra daga og fíkniefnahundar frá Suðurnesjum Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2023 16:43 Það eru Írskir dagar á Akranesi um helgina. Vísir/Arnar Óprúttinn aðili spreyjaði piparúða yfir gesti á dansgólfinu í Gamla kaupfélaginu á Akranesi. Yfirlögregluþjónn segir Írska daga hafa farið vel fram en lögreglan væri þó með aukið fíkniefnaeftirlit þar sem um fjölskylduhátíð væri að ræða. Vísi barst ábending um að einhver hefði spreyjað piparúða á gesti í Gamla kaupfélaginu á Akranesi í nótt. Lögreglan á Vesturlandi staðfesti það en hins vegar væri ekki vitað hver viðkomandi væri. „Það er ekki vitað hver gerði þetta en það er einhver sem úðar þarna yfir fólk innandyra og fólkið fann fyrir óþægindum og það var einn fluttur á slysadeildina á Akranesi,“ sagði Ásmundur Kr. Ásmundsson, settur yfirlögregluþjónn á Vesturlandi. Að sögn Ásmundar átti atvikið sér stað rúmlega hálf þrjú í nótt. Lögreglunni barst tilkynning um 02.39 þess efnis einhver hefði spreyjað á dansgólfinu inni á Gamla kaupfélaginu og var sjúkrabíll sendur á staðinn auk lögreglu. Einn þurfti aðhlynningu og var fluttur á sjúkrahús en aðrir kenndu sér einnig meins. „Fíkniefni komi ekki inn á fjölskylduhátíð“ Fyrir utan þetta atvik sagði Ásmundur að Írskir dagar hefðu farið fram með hefðbundnu sniði. Hins vegar væri lögreglan að leggja meiri áherslu á fíkniefnaeftirlit og væri þess vegna með tvo hunda frá Suðurnesjum. „Við erum núna að leggja áherslu á fíkniefnalöggæslu og það kom lögreglukona frá Suðurnesjum með tvo hunda. Hundurinn er búinn að merkja þrjú mál fyrir okkur enn sem komið er. Þannig við erum að leggja sérstaka áherslu á að hér sé ekki verið að sýsla með fíkniefni en það eru nokkur fíkniefnamál frá því í gær og hefðbundin slagsmál,“ sagði Ásmundur. Lögreglan sagðist einnig vera að taka prufur úr bílum sem koma upp úr Hvalfjarðargöngum. Í fyrra hefði lögreglan orðið vör við aukna fíkniefnaneyslu og nú ætti að taka það föstum tökum. „Við reiknum með að það verði um fjögur til fimm þúsund manns líklega, í brekkusöng og á þessu lopapeysuballi. Við erum að reyna að hafa mjög öfluga löggæslu í kringum það,“ sagði Ásmundur. „Í fyrra urðu lögreglumenn varir við aukna fíkniefnaneyslu hérna og við erum ekki ánægðir með það og þess vegna erum við að setja meira í þetta núna, eins og að vera með hundana, til að sporna við þessu. Þetta er fjölskylduhátíð og skilaboðin okkur eru að þessi sýsla með fíkniefni komi ekki inn á fjölskylduhátíð.“ Akranes Lögreglumál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Vísi barst ábending um að einhver hefði spreyjað piparúða á gesti í Gamla kaupfélaginu á Akranesi í nótt. Lögreglan á Vesturlandi staðfesti það en hins vegar væri ekki vitað hver viðkomandi væri. „Það er ekki vitað hver gerði þetta en það er einhver sem úðar þarna yfir fólk innandyra og fólkið fann fyrir óþægindum og það var einn fluttur á slysadeildina á Akranesi,“ sagði Ásmundur Kr. Ásmundsson, settur yfirlögregluþjónn á Vesturlandi. Að sögn Ásmundar átti atvikið sér stað rúmlega hálf þrjú í nótt. Lögreglunni barst tilkynning um 02.39 þess efnis einhver hefði spreyjað á dansgólfinu inni á Gamla kaupfélaginu og var sjúkrabíll sendur á staðinn auk lögreglu. Einn þurfti aðhlynningu og var fluttur á sjúkrahús en aðrir kenndu sér einnig meins. „Fíkniefni komi ekki inn á fjölskylduhátíð“ Fyrir utan þetta atvik sagði Ásmundur að Írskir dagar hefðu farið fram með hefðbundnu sniði. Hins vegar væri lögreglan að leggja meiri áherslu á fíkniefnaeftirlit og væri þess vegna með tvo hunda frá Suðurnesjum. „Við erum núna að leggja áherslu á fíkniefnalöggæslu og það kom lögreglukona frá Suðurnesjum með tvo hunda. Hundurinn er búinn að merkja þrjú mál fyrir okkur enn sem komið er. Þannig við erum að leggja sérstaka áherslu á að hér sé ekki verið að sýsla með fíkniefni en það eru nokkur fíkniefnamál frá því í gær og hefðbundin slagsmál,“ sagði Ásmundur. Lögreglan sagðist einnig vera að taka prufur úr bílum sem koma upp úr Hvalfjarðargöngum. Í fyrra hefði lögreglan orðið vör við aukna fíkniefnaneyslu og nú ætti að taka það föstum tökum. „Við reiknum með að það verði um fjögur til fimm þúsund manns líklega, í brekkusöng og á þessu lopapeysuballi. Við erum að reyna að hafa mjög öfluga löggæslu í kringum það,“ sagði Ásmundur. „Í fyrra urðu lögreglumenn varir við aukna fíkniefnaneyslu hérna og við erum ekki ánægðir með það og þess vegna erum við að setja meira í þetta núna, eins og að vera með hundana, til að sporna við þessu. Þetta er fjölskylduhátíð og skilaboðin okkur eru að þessi sýsla með fíkniefni komi ekki inn á fjölskylduhátíð.“
Akranes Lögreglumál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira