„Ég held að ég sé bara enn að melta þetta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. júlí 2023 18:16 Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, einbeittur á svip. vísir/Anton Brink Breiðablik sló Stjörnuna út í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli, eftir framlengingu var staðan 2-2 og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni, sem Breiðablik sigraði 4-1. Ásmundur Arnarsson, þjálfari liðsins, var lengi að ná sér niður eftir þennan gríðarlega spennandi leik. „Ég held að ég sé bara enn að melta þetta, þetta var þvílík spenna, mikil dramatík. Það lá á okkur á köflum en ég held að enn og aftur hafi liðsheildin og samheldnin skilað okkur í bikarúrslit.“ Blikar lentu undir í leiknum og á lokamínútunum virtist Stjarnan líklegri til að fara með sigur af hólmi en þrátt fyrir mikla spennu missti þjálfarinn aldrei trúnna á sínu liði. „Ég var stressaður allan leikinn og allan tímann, þannig lagað séð. Auðvitað alltaf ákveðið stress í leikjum og ég tala nú ekki um í svona leik, en það er alltaf til gír í okkur til að koma til baka, við höfum sýnt það í gegnum sumarið.“ Eftir að hafa lent aftur undir strax í upphafi framlengingar gerði þjálfarinn skiptingar í hálfleik sem skiluðu jöfnunarmarki. „Við breyttum aðeins þarna í hálfleiknum í framlengingunni, keyrðum aðeins meira á þetta og náðum enn og aftur að koma til baka og klára þetta, það er það sem skiptir máli.“ Þrátt fyrir að vera komin í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og tróna á toppi deildarinnar heldur Ásmundur sér enn á jörðinni og segir ekki kominn tíma til að láta sig dreyma um tvennuna. „Nei, engan veginn, það er ekki kominn tími á neitt slíkt. Þurfum bara að taka einn leik í einu og núna eftir langan og erfiðan leik í dag þá er aðalatriðið að safna kröftum því að framundan er erfið vika, tveir leikir til viðbótar í vikunni.“ Breiðablik mætir Víkingum í úrslitaleik bikarsins, leikurinn fer fram á Laugardalsvelli þann 12. ágúst. Ásmundur segist eiga von á miklum baráttuleik gegn sterku liði Víkinga. „Það verður vonandi gaman, frábær leikur hjá þeim í gær, frábær stemning í Víkinni og mikill meðbyr hjá þeim þessa dagana. Ég á von á góðri mætingu hjá báðum liðum og hörkuleik því Víkingur er með hörkulið.“ Mjólkurbikar kvenna Stjarnan Breiðablik Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Sjá meira
Ásmundur Arnarsson, þjálfari liðsins, var lengi að ná sér niður eftir þennan gríðarlega spennandi leik. „Ég held að ég sé bara enn að melta þetta, þetta var þvílík spenna, mikil dramatík. Það lá á okkur á köflum en ég held að enn og aftur hafi liðsheildin og samheldnin skilað okkur í bikarúrslit.“ Blikar lentu undir í leiknum og á lokamínútunum virtist Stjarnan líklegri til að fara með sigur af hólmi en þrátt fyrir mikla spennu missti þjálfarinn aldrei trúnna á sínu liði. „Ég var stressaður allan leikinn og allan tímann, þannig lagað séð. Auðvitað alltaf ákveðið stress í leikjum og ég tala nú ekki um í svona leik, en það er alltaf til gír í okkur til að koma til baka, við höfum sýnt það í gegnum sumarið.“ Eftir að hafa lent aftur undir strax í upphafi framlengingar gerði þjálfarinn skiptingar í hálfleik sem skiluðu jöfnunarmarki. „Við breyttum aðeins þarna í hálfleiknum í framlengingunni, keyrðum aðeins meira á þetta og náðum enn og aftur að koma til baka og klára þetta, það er það sem skiptir máli.“ Þrátt fyrir að vera komin í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og tróna á toppi deildarinnar heldur Ásmundur sér enn á jörðinni og segir ekki kominn tíma til að láta sig dreyma um tvennuna. „Nei, engan veginn, það er ekki kominn tími á neitt slíkt. Þurfum bara að taka einn leik í einu og núna eftir langan og erfiðan leik í dag þá er aðalatriðið að safna kröftum því að framundan er erfið vika, tveir leikir til viðbótar í vikunni.“ Breiðablik mætir Víkingum í úrslitaleik bikarsins, leikurinn fer fram á Laugardalsvelli þann 12. ágúst. Ásmundur segist eiga von á miklum baráttuleik gegn sterku liði Víkinga. „Það verður vonandi gaman, frábær leikur hjá þeim í gær, frábær stemning í Víkinni og mikill meðbyr hjá þeim þessa dagana. Ég á von á góðri mætingu hjá báðum liðum og hörkuleik því Víkingur er með hörkulið.“
Mjólkurbikar kvenna Stjarnan Breiðablik Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Sjá meira