Reggí strákarnir hans Heimis unnu stórt en töpuðu samt markastríðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2023 07:31 Heimir Hallgrímsson sést hér stýra landsliði Jamaíka á móti Sankti Kitts og Nevis í Gullbikarnum í nótt. Getty/Alvaro Avila Jamaíska fótboltalandsliðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Gullbikarsins í nótt með sínum öðrum sigurleik í röð í keppninni. Heimir Hallgrímsson fór því taplaus með liðið í gegnum riðlakeppnina. Jamaíka vann 5-0 sigur á Sankti Kitts og Nevis en það var þó ekki nóg til að vinna riðilinn. Bandaríkin vann 6-0 sigur á Trínidad og Tóbagó á sama tíma og vann riðilinn á markatölu en toppliðin tvö gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik riðilsins. The Boyz have advanced to the last 8 of the @GoldCup! .#ReggaeBoyz #GoldCup #ThisIsOurs #JFF_Football pic.twitter.com/4TUaSUBS9r— Official J.F.F (@jff_football) July 3, 2023 Jamaíka komst í 2-0 fyrir hálfleik, með sjálfsmarki markvarðar Sankti Kitts og Nevis á 30. mínútu og marki Jonathan Russell í uppbótatíma. DiShon Bernard, kom liðinu síðan 3-0 eftir aðeins fjögurra mínútna leik í seinni hálfleik og tvö mörk með tveggja mínútna millibili frá Daniel Johnson og Cory Burke innsigluðu síðan sigurinn. Bandaríkjamenn unnu 6-0 sigur á Trínidad og Tóbagó þar sem Jesus Ferreira skoraði þrennu í öðrum leiknum í röð en hin mörkin skoruðu þeir Cade Cowell, Gianluca Busio og Brandon Vazquez. Þessi stórsigur tryggði bandaríska liðinu sigurinn í riðlinum á markatölu. Heimir náði ekki að stýra Jamaíka til sigurs í átta fyrstu leikjunum en hefur nú unnið tvo leiki í röð og það með markatölunni 9-1. Næsta á dagskrá er leikur í átta liða úrslitunum þar sem liðið mætir sigurvegaranum í D-riðli sem er líklega Gvadelúpeyjar eða Gvatemala þótt að Kanada sé líka í þeim riðli. Jamaíka komst líka í átta liða úrslitin á Gullbikarnum 2021 en liðið var í nótt að komast svo langt í fjórða Gullbikarnum í röð. Gullbikarinn er álfukeppni þjóðanna í Norður- og Mið-Ameríku. DiShon Bernard with a great cut back and even better finish! #GoldCup pic.twitter.com/z9AkIfpRlt— Gold Cup (@GoldCup) July 3, 2023 Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Jamaíka vann 5-0 sigur á Sankti Kitts og Nevis en það var þó ekki nóg til að vinna riðilinn. Bandaríkin vann 6-0 sigur á Trínidad og Tóbagó á sama tíma og vann riðilinn á markatölu en toppliðin tvö gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik riðilsins. The Boyz have advanced to the last 8 of the @GoldCup! .#ReggaeBoyz #GoldCup #ThisIsOurs #JFF_Football pic.twitter.com/4TUaSUBS9r— Official J.F.F (@jff_football) July 3, 2023 Jamaíka komst í 2-0 fyrir hálfleik, með sjálfsmarki markvarðar Sankti Kitts og Nevis á 30. mínútu og marki Jonathan Russell í uppbótatíma. DiShon Bernard, kom liðinu síðan 3-0 eftir aðeins fjögurra mínútna leik í seinni hálfleik og tvö mörk með tveggja mínútna millibili frá Daniel Johnson og Cory Burke innsigluðu síðan sigurinn. Bandaríkjamenn unnu 6-0 sigur á Trínidad og Tóbagó þar sem Jesus Ferreira skoraði þrennu í öðrum leiknum í röð en hin mörkin skoruðu þeir Cade Cowell, Gianluca Busio og Brandon Vazquez. Þessi stórsigur tryggði bandaríska liðinu sigurinn í riðlinum á markatölu. Heimir náði ekki að stýra Jamaíka til sigurs í átta fyrstu leikjunum en hefur nú unnið tvo leiki í röð og það með markatölunni 9-1. Næsta á dagskrá er leikur í átta liða úrslitunum þar sem liðið mætir sigurvegaranum í D-riðli sem er líklega Gvadelúpeyjar eða Gvatemala þótt að Kanada sé líka í þeim riðli. Jamaíka komst líka í átta liða úrslitin á Gullbikarnum 2021 en liðið var í nótt að komast svo langt í fjórða Gullbikarnum í röð. Gullbikarinn er álfukeppni þjóðanna í Norður- og Mið-Ameríku. DiShon Bernard with a great cut back and even better finish! #GoldCup pic.twitter.com/z9AkIfpRlt— Gold Cup (@GoldCup) July 3, 2023
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira