Ósáttir Orkneyingar horfa aftur til Noregs Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2023 12:32 Frá Kirkjuvogi á Orkneyjum. Skosku eyjurnar eru um sjötíu talsins og þar búa um 22.000 manns. Vísir/Getty Óánægja yfirvalda á Orkneyjum með framkomu breskra stjórnvalda í sinn garð gæti orðið til þess að eyjarnar verði að norsku yfirráðasvæði. Þau kanna nú önnur möguleg stjórnkerfi, þar á meðal að leita aftur í faðm Norðmanna. Sveitarstjórnin á Orkneyjum ætlar að taka fyrir tillögu um að kanna aðrar leiðir til að stjórna eyjunum í vikunni. James Stockan, sveitarstjóri þar, segir eyjarnar fjársveltar og vanræktar af breskum og skoskum stjórnvöldum. Eyjarnar hafi ekki notið nægilega góðs af olíuvinnslu Breta í Norðursjó sem fer að miklu leyti fram þar. Á meðal þeirra kosta sem Orkneyingar horfa til eru bresk yfirráðasvæði á Ermarsundseyjum eins og Guernsey og Jersey og jafnvel Færeyja sem njóta sjálfstjórnar þó að þær séu undir dönskum yfirráðum. Sveitarstjórn Orkneyja hefur áður ályktað um möguleikann á aukinni sjálfstjórn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Spyrja hvenær þau endurgreiða heimanmundinn Annar og mögulega fjarlægari möguleiki væri að endurnýja sambandið við norræn ríki. Orkneyjar heyrðu undir Noreg og síðar Danmörku áður en þær urðu hluti af Skotlandi árið 1472. Kristján fyrsti Danakonungur lagði eyjarnar að veði fyrir heimanmundi með Margréti dóttur sinni sem giftist Jakobi þriðja Skotakonungi. Þegar Kristján reyndist ekki borgunarmaður innlimuðu Skotar eyjarnar. „Á götum Orkneyja vindur fólk sér upp að mér og spyr mig hvenær við ætlum að endurgreiða heimanmundinn, hvenær við ætlum að snúa aftur til Noregs,“ sagði Stockan við BBC. „Við vorum hluti af norræna konungsdæminu mun lengur en við vorum hluti af Bretlandi,“ segir Stockan. Bresk stjórnvöld segjast engin áform hafa um að breyta stöðu Orkneyja. Bretland verði alltaf sterkara sameinað. Skoska heimastjórnin segist ætla halda áfram að styrkja eyjaskeggja. Talsmaður norska utanríkisráðuneytisins svaraði ekki fyrirspurn Reuters um hvort að sveitarstjórnin eða bresk stjórnvöld hefðu haft samband. Málið væri breskt innanríkismál sem norsk stjórnvöld hefðu enga sérstaka skoðun á. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Noregur Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Sveitarstjórnin á Orkneyjum ætlar að taka fyrir tillögu um að kanna aðrar leiðir til að stjórna eyjunum í vikunni. James Stockan, sveitarstjóri þar, segir eyjarnar fjársveltar og vanræktar af breskum og skoskum stjórnvöldum. Eyjarnar hafi ekki notið nægilega góðs af olíuvinnslu Breta í Norðursjó sem fer að miklu leyti fram þar. Á meðal þeirra kosta sem Orkneyingar horfa til eru bresk yfirráðasvæði á Ermarsundseyjum eins og Guernsey og Jersey og jafnvel Færeyja sem njóta sjálfstjórnar þó að þær séu undir dönskum yfirráðum. Sveitarstjórn Orkneyja hefur áður ályktað um möguleikann á aukinni sjálfstjórn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Spyrja hvenær þau endurgreiða heimanmundinn Annar og mögulega fjarlægari möguleiki væri að endurnýja sambandið við norræn ríki. Orkneyjar heyrðu undir Noreg og síðar Danmörku áður en þær urðu hluti af Skotlandi árið 1472. Kristján fyrsti Danakonungur lagði eyjarnar að veði fyrir heimanmundi með Margréti dóttur sinni sem giftist Jakobi þriðja Skotakonungi. Þegar Kristján reyndist ekki borgunarmaður innlimuðu Skotar eyjarnar. „Á götum Orkneyja vindur fólk sér upp að mér og spyr mig hvenær við ætlum að endurgreiða heimanmundinn, hvenær við ætlum að snúa aftur til Noregs,“ sagði Stockan við BBC. „Við vorum hluti af norræna konungsdæminu mun lengur en við vorum hluti af Bretlandi,“ segir Stockan. Bresk stjórnvöld segjast engin áform hafa um að breyta stöðu Orkneyja. Bretland verði alltaf sterkara sameinað. Skoska heimastjórnin segist ætla halda áfram að styrkja eyjaskeggja. Talsmaður norska utanríkisráðuneytisins svaraði ekki fyrirspurn Reuters um hvort að sveitarstjórnin eða bresk stjórnvöld hefðu haft samband. Málið væri breskt innanríkismál sem norsk stjórnvöld hefðu enga sérstaka skoðun á. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Noregur Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira