Ósáttir Orkneyingar horfa aftur til Noregs Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2023 12:32 Frá Kirkjuvogi á Orkneyjum. Skosku eyjurnar eru um sjötíu talsins og þar búa um 22.000 manns. Vísir/Getty Óánægja yfirvalda á Orkneyjum með framkomu breskra stjórnvalda í sinn garð gæti orðið til þess að eyjarnar verði að norsku yfirráðasvæði. Þau kanna nú önnur möguleg stjórnkerfi, þar á meðal að leita aftur í faðm Norðmanna. Sveitarstjórnin á Orkneyjum ætlar að taka fyrir tillögu um að kanna aðrar leiðir til að stjórna eyjunum í vikunni. James Stockan, sveitarstjóri þar, segir eyjarnar fjársveltar og vanræktar af breskum og skoskum stjórnvöldum. Eyjarnar hafi ekki notið nægilega góðs af olíuvinnslu Breta í Norðursjó sem fer að miklu leyti fram þar. Á meðal þeirra kosta sem Orkneyingar horfa til eru bresk yfirráðasvæði á Ermarsundseyjum eins og Guernsey og Jersey og jafnvel Færeyja sem njóta sjálfstjórnar þó að þær séu undir dönskum yfirráðum. Sveitarstjórn Orkneyja hefur áður ályktað um möguleikann á aukinni sjálfstjórn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Spyrja hvenær þau endurgreiða heimanmundinn Annar og mögulega fjarlægari möguleiki væri að endurnýja sambandið við norræn ríki. Orkneyjar heyrðu undir Noreg og síðar Danmörku áður en þær urðu hluti af Skotlandi árið 1472. Kristján fyrsti Danakonungur lagði eyjarnar að veði fyrir heimanmundi með Margréti dóttur sinni sem giftist Jakobi þriðja Skotakonungi. Þegar Kristján reyndist ekki borgunarmaður innlimuðu Skotar eyjarnar. „Á götum Orkneyja vindur fólk sér upp að mér og spyr mig hvenær við ætlum að endurgreiða heimanmundinn, hvenær við ætlum að snúa aftur til Noregs,“ sagði Stockan við BBC. „Við vorum hluti af norræna konungsdæminu mun lengur en við vorum hluti af Bretlandi,“ segir Stockan. Bresk stjórnvöld segjast engin áform hafa um að breyta stöðu Orkneyja. Bretland verði alltaf sterkara sameinað. Skoska heimastjórnin segist ætla halda áfram að styrkja eyjaskeggja. Talsmaður norska utanríkisráðuneytisins svaraði ekki fyrirspurn Reuters um hvort að sveitarstjórnin eða bresk stjórnvöld hefðu haft samband. Málið væri breskt innanríkismál sem norsk stjórnvöld hefðu enga sérstaka skoðun á. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Noregur Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Sveitarstjórnin á Orkneyjum ætlar að taka fyrir tillögu um að kanna aðrar leiðir til að stjórna eyjunum í vikunni. James Stockan, sveitarstjóri þar, segir eyjarnar fjársveltar og vanræktar af breskum og skoskum stjórnvöldum. Eyjarnar hafi ekki notið nægilega góðs af olíuvinnslu Breta í Norðursjó sem fer að miklu leyti fram þar. Á meðal þeirra kosta sem Orkneyingar horfa til eru bresk yfirráðasvæði á Ermarsundseyjum eins og Guernsey og Jersey og jafnvel Færeyja sem njóta sjálfstjórnar þó að þær séu undir dönskum yfirráðum. Sveitarstjórn Orkneyja hefur áður ályktað um möguleikann á aukinni sjálfstjórn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Spyrja hvenær þau endurgreiða heimanmundinn Annar og mögulega fjarlægari möguleiki væri að endurnýja sambandið við norræn ríki. Orkneyjar heyrðu undir Noreg og síðar Danmörku áður en þær urðu hluti af Skotlandi árið 1472. Kristján fyrsti Danakonungur lagði eyjarnar að veði fyrir heimanmundi með Margréti dóttur sinni sem giftist Jakobi þriðja Skotakonungi. Þegar Kristján reyndist ekki borgunarmaður innlimuðu Skotar eyjarnar. „Á götum Orkneyja vindur fólk sér upp að mér og spyr mig hvenær við ætlum að endurgreiða heimanmundinn, hvenær við ætlum að snúa aftur til Noregs,“ sagði Stockan við BBC. „Við vorum hluti af norræna konungsdæminu mun lengur en við vorum hluti af Bretlandi,“ segir Stockan. Bresk stjórnvöld segjast engin áform hafa um að breyta stöðu Orkneyja. Bretland verði alltaf sterkara sameinað. Skoska heimastjórnin segist ætla halda áfram að styrkja eyjaskeggja. Talsmaður norska utanríkisráðuneytisins svaraði ekki fyrirspurn Reuters um hvort að sveitarstjórnin eða bresk stjórnvöld hefðu haft samband. Málið væri breskt innanríkismál sem norsk stjórnvöld hefðu enga sérstaka skoðun á. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Noregur Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira