Móðirin hafi myrt barnið sitt og stokkið frá borði Máni Snær Þorláksson skrifar 3. júlí 2023 21:39 Stena Spirit í höfninni í Gdynia. EPA/Adam Warzawa Harmleikurinn sem átti sér stað í Eystrasalti í síðustu viku var ekki slys samkvæmt danskri slysarannsóknarnefnd. Upphaflega var greint frá því að móðir hefði stokkið á eftir sjö ára syni sínum eftir að hann féll frá borði. Nú er hins vegar grunur um að hún hafi myrt barnið sitt. Mæðginin voru farþegar um borð í sænsku ferjunni Stena Spirit. Ferjan var á leið frá sænsku borginni Karlskrona og pólsku borgarinnar Gdynia þegar slysið átti sér stað. Morten Frederiksen, meðlimur í dönsku rannsóknarnefndinni, segir í samtali við DR að eftir að nefndin fór yfir öll gögn málsins hafi legið fyrir að ekki sé um slys að ræða. Þar sem þetta hafi ekki verið slys sé málið nú komið til rannsóknar hjá lögreglunni. Farið var af stað með miklar björgunaraðgerðir til að leita að mæðginunum í sjónum þann 29. júní síðastliðinn. Til að mynda var hætt við æfingu Atlantshafsbandalagsins vegna aðgerðanna. Þá aðstoðaði flugvél bandarísku landhelgisgæslunnar einnig við leitina ásamt nokkrum þyrlum. Mæðginin fundust að lokum í sjónum en voru ekki með meðvitund. Þau voru bæði úrskurðuð látin í kjölfarið. Rannsaka nú málið sem morð Mæðginin voru bæði pólskir ríkisborgarar. Upphaflega hóf sænska lögreglan rannsókn á málinu en pólska lögreglan kom svo inn í rannsóknina. Samkvæmt frétt DR rannsaka nú bæði sænska og pólska lögreglan málið sem morð. Grunur er um að móðirin hafi myrt son sinn og stokkið út í sjóinn eftir það. „Verið er að rannsaka það hvort barnið hafi verið myrt og móðirin svipt sig lífi,“ er haft eftir Grażyna Wawryniuk, talsmanni hjá skrifstofu saksóknara í pólsku borginni Gdansk. Saksóknarinn í Svíþjóð hefur einnig opnað morðrannsókn vegna málsins en þar hefur enginn verið skráður sem grunaður. Þá hafa yfirvöld í Danmörku einnig rannsakað málið þar sem skipið er skráð í Danmörku. Svíþjóð Pólland Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Mæðginin voru farþegar um borð í sænsku ferjunni Stena Spirit. Ferjan var á leið frá sænsku borginni Karlskrona og pólsku borgarinnar Gdynia þegar slysið átti sér stað. Morten Frederiksen, meðlimur í dönsku rannsóknarnefndinni, segir í samtali við DR að eftir að nefndin fór yfir öll gögn málsins hafi legið fyrir að ekki sé um slys að ræða. Þar sem þetta hafi ekki verið slys sé málið nú komið til rannsóknar hjá lögreglunni. Farið var af stað með miklar björgunaraðgerðir til að leita að mæðginunum í sjónum þann 29. júní síðastliðinn. Til að mynda var hætt við æfingu Atlantshafsbandalagsins vegna aðgerðanna. Þá aðstoðaði flugvél bandarísku landhelgisgæslunnar einnig við leitina ásamt nokkrum þyrlum. Mæðginin fundust að lokum í sjónum en voru ekki með meðvitund. Þau voru bæði úrskurðuð látin í kjölfarið. Rannsaka nú málið sem morð Mæðginin voru bæði pólskir ríkisborgarar. Upphaflega hóf sænska lögreglan rannsókn á málinu en pólska lögreglan kom svo inn í rannsóknina. Samkvæmt frétt DR rannsaka nú bæði sænska og pólska lögreglan málið sem morð. Grunur er um að móðirin hafi myrt son sinn og stokkið út í sjóinn eftir það. „Verið er að rannsaka það hvort barnið hafi verið myrt og móðirin svipt sig lífi,“ er haft eftir Grażyna Wawryniuk, talsmanni hjá skrifstofu saksóknara í pólsku borginni Gdansk. Saksóknarinn í Svíþjóð hefur einnig opnað morðrannsókn vegna málsins en þar hefur enginn verið skráður sem grunaður. Þá hafa yfirvöld í Danmörku einnig rannsakað málið þar sem skipið er skráð í Danmörku.
Svíþjóð Pólland Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira