Móðirin hafi myrt barnið sitt og stokkið frá borði Máni Snær Þorláksson skrifar 3. júlí 2023 21:39 Stena Spirit í höfninni í Gdynia. EPA/Adam Warzawa Harmleikurinn sem átti sér stað í Eystrasalti í síðustu viku var ekki slys samkvæmt danskri slysarannsóknarnefnd. Upphaflega var greint frá því að móðir hefði stokkið á eftir sjö ára syni sínum eftir að hann féll frá borði. Nú er hins vegar grunur um að hún hafi myrt barnið sitt. Mæðginin voru farþegar um borð í sænsku ferjunni Stena Spirit. Ferjan var á leið frá sænsku borginni Karlskrona og pólsku borgarinnar Gdynia þegar slysið átti sér stað. Morten Frederiksen, meðlimur í dönsku rannsóknarnefndinni, segir í samtali við DR að eftir að nefndin fór yfir öll gögn málsins hafi legið fyrir að ekki sé um slys að ræða. Þar sem þetta hafi ekki verið slys sé málið nú komið til rannsóknar hjá lögreglunni. Farið var af stað með miklar björgunaraðgerðir til að leita að mæðginunum í sjónum þann 29. júní síðastliðinn. Til að mynda var hætt við æfingu Atlantshafsbandalagsins vegna aðgerðanna. Þá aðstoðaði flugvél bandarísku landhelgisgæslunnar einnig við leitina ásamt nokkrum þyrlum. Mæðginin fundust að lokum í sjónum en voru ekki með meðvitund. Þau voru bæði úrskurðuð látin í kjölfarið. Rannsaka nú málið sem morð Mæðginin voru bæði pólskir ríkisborgarar. Upphaflega hóf sænska lögreglan rannsókn á málinu en pólska lögreglan kom svo inn í rannsóknina. Samkvæmt frétt DR rannsaka nú bæði sænska og pólska lögreglan málið sem morð. Grunur er um að móðirin hafi myrt son sinn og stokkið út í sjóinn eftir það. „Verið er að rannsaka það hvort barnið hafi verið myrt og móðirin svipt sig lífi,“ er haft eftir Grażyna Wawryniuk, talsmanni hjá skrifstofu saksóknara í pólsku borginni Gdansk. Saksóknarinn í Svíþjóð hefur einnig opnað morðrannsókn vegna málsins en þar hefur enginn verið skráður sem grunaður. Þá hafa yfirvöld í Danmörku einnig rannsakað málið þar sem skipið er skráð í Danmörku. Svíþjóð Pólland Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Mæðginin voru farþegar um borð í sænsku ferjunni Stena Spirit. Ferjan var á leið frá sænsku borginni Karlskrona og pólsku borgarinnar Gdynia þegar slysið átti sér stað. Morten Frederiksen, meðlimur í dönsku rannsóknarnefndinni, segir í samtali við DR að eftir að nefndin fór yfir öll gögn málsins hafi legið fyrir að ekki sé um slys að ræða. Þar sem þetta hafi ekki verið slys sé málið nú komið til rannsóknar hjá lögreglunni. Farið var af stað með miklar björgunaraðgerðir til að leita að mæðginunum í sjónum þann 29. júní síðastliðinn. Til að mynda var hætt við æfingu Atlantshafsbandalagsins vegna aðgerðanna. Þá aðstoðaði flugvél bandarísku landhelgisgæslunnar einnig við leitina ásamt nokkrum þyrlum. Mæðginin fundust að lokum í sjónum en voru ekki með meðvitund. Þau voru bæði úrskurðuð látin í kjölfarið. Rannsaka nú málið sem morð Mæðginin voru bæði pólskir ríkisborgarar. Upphaflega hóf sænska lögreglan rannsókn á málinu en pólska lögreglan kom svo inn í rannsóknina. Samkvæmt frétt DR rannsaka nú bæði sænska og pólska lögreglan málið sem morð. Grunur er um að móðirin hafi myrt son sinn og stokkið út í sjóinn eftir það. „Verið er að rannsaka það hvort barnið hafi verið myrt og móðirin svipt sig lífi,“ er haft eftir Grażyna Wawryniuk, talsmanni hjá skrifstofu saksóknara í pólsku borginni Gdansk. Saksóknarinn í Svíþjóð hefur einnig opnað morðrannsókn vegna málsins en þar hefur enginn verið skráður sem grunaður. Þá hafa yfirvöld í Danmörku einnig rannsakað málið þar sem skipið er skráð í Danmörku.
Svíþjóð Pólland Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira