Besti körfuboltamaður Svía biður sænsku þjóðina afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2023 08:31 Jonas Jerebko í leik með Khimki frá Moskvu í Euroleague árið 2020. Getty/Noelia Deniz Jonas Jerebko samdi við rússneskt körfuboltafélag í miðju Úkraínustríði og fékk vægast sagt slæm viðbrögð í heimalandi sínu. Hann sér nú eftir öllu saman. Jerebko samdi við CSKA Moskvu í mars 2022 en var útskúfaður í Svíþjóð og meðal annars hent út úr sænska landsliðinu þrátt fyrir að vera besti leikmaður liðsins. Það hefur ekkert heyrst í Jerebko í heilt ár og hann hefur ekki fundið sér nýtt lið. Hann ákvað hins vegar að veita sitt fyrsta viðtal og segja sína hlið á málinu. Jonas Jerebko ber om ursäkt efter Rysslandsflytten: Det blev fel https://t.co/KRi1DMFZTm— SportExpressen (@SportExpressen) July 3, 2023 „Ég vil segja eitt: Fyrirgefið mér. Ég tók ranga ákvörðun en ég get ekki kennt neinum öðrum um það nema mér sjálfum,“ sagði Jonas Jerebko við TT Nyhetsbyrån í Svíþjóð. „Ég þarf að biðja sænsku þjóðina afsökunar. Ég tók kolranga ákvörðun en ég var bara að hugsa um körfuboltahliðina og ekkert annað. Það kom illa út. Ég hef mátt þola afleiðingar af því og vil núna koma fram og tala um þetta,“ sagði Jerebko. „Ég er í raun stressaður að tala um þetta,“ sagði Jerebko. „Ég hafði efasemdir í byrjun. Ég hafi aftur á móti ekki spilað körfubolta í eitt og hálft ár. Ég vildi bara fá að spila körfubolta. Núna sé ég hvað þetta var rangt hjá mér. Ég hefði aldrei gert þetta aftur og sé eftir því,“ sagði Jerebko. „Ég vildi koma mér í spilaform og var ekkert að hugsa um pólitísku hliðina. Ég vildi komast aftur í NBA-deildina og þetta var eini möguleikinn minn til að ná því. Ef ég fengi að taka þessa ákvörðun aftur þá hefði ég ekki samið. Það er auðvelt að vera vitur eftir á,“ sagði Jerebko. Jonas Jerebko er 36 ára gamall og besti körfuboltamaður Svía fyrr og síðar. Hann hefur leikið yfir sex hundruð leiki í NBA og með liðum eins og Detroit Pistons, Boston Celtics, Utah Jazz og Golden State Warriors. Hann skoraði 6,2 stig og tók 4,0 fráköst á 17,8 mínútum leik á NBA ferli sínum. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen) Svíþjóð Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum Sjá meira
Jerebko samdi við CSKA Moskvu í mars 2022 en var útskúfaður í Svíþjóð og meðal annars hent út úr sænska landsliðinu þrátt fyrir að vera besti leikmaður liðsins. Það hefur ekkert heyrst í Jerebko í heilt ár og hann hefur ekki fundið sér nýtt lið. Hann ákvað hins vegar að veita sitt fyrsta viðtal og segja sína hlið á málinu. Jonas Jerebko ber om ursäkt efter Rysslandsflytten: Det blev fel https://t.co/KRi1DMFZTm— SportExpressen (@SportExpressen) July 3, 2023 „Ég vil segja eitt: Fyrirgefið mér. Ég tók ranga ákvörðun en ég get ekki kennt neinum öðrum um það nema mér sjálfum,“ sagði Jonas Jerebko við TT Nyhetsbyrån í Svíþjóð. „Ég þarf að biðja sænsku þjóðina afsökunar. Ég tók kolranga ákvörðun en ég var bara að hugsa um körfuboltahliðina og ekkert annað. Það kom illa út. Ég hef mátt þola afleiðingar af því og vil núna koma fram og tala um þetta,“ sagði Jerebko. „Ég er í raun stressaður að tala um þetta,“ sagði Jerebko. „Ég hafði efasemdir í byrjun. Ég hafi aftur á móti ekki spilað körfubolta í eitt og hálft ár. Ég vildi bara fá að spila körfubolta. Núna sé ég hvað þetta var rangt hjá mér. Ég hefði aldrei gert þetta aftur og sé eftir því,“ sagði Jerebko. „Ég vildi koma mér í spilaform og var ekkert að hugsa um pólitísku hliðina. Ég vildi komast aftur í NBA-deildina og þetta var eini möguleikinn minn til að ná því. Ef ég fengi að taka þessa ákvörðun aftur þá hefði ég ekki samið. Það er auðvelt að vera vitur eftir á,“ sagði Jerebko. Jonas Jerebko er 36 ára gamall og besti körfuboltamaður Svía fyrr og síðar. Hann hefur leikið yfir sex hundruð leiki í NBA og með liðum eins og Detroit Pistons, Boston Celtics, Utah Jazz og Golden State Warriors. Hann skoraði 6,2 stig og tók 4,0 fráköst á 17,8 mínútum leik á NBA ferli sínum. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen)
Svíþjóð Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga