Meirihluti íbúa á móti vindmyllum í Þykkvabæ Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2023 11:20 Ónýtar vindmyllur voru felldar í Þykkvabæ í fyrra. Íbúum þar virðist ekki hugnast að fá nýjar í þeirra stað. Vísir/Egill Aðalsteinsson Aðeins rúmur þriðjungur íbúa í Þykkvabæ og nágrenni eru hlynntir því að nýjar vindmyllur verði reistar í stað annarra sem voru teknar niður í fyrra. Töluverður munur var á afstöðu íbúa eftir því hversu nálægt þeir búa við fyrirhugaðar vindrafstöðvar. Tvær vindmyllur fyrirtækisins Biokraft sem voru notaðir til að framleiða rafmagn í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra voru teknar niður í fyrra. Þær skemmdust báðar í eldsvoða, önnur þeirra árið 2017 en hin á nýársdag í fyrra. Töluverður darraðardans varð þegar seinni vindmyllan var tekin niður í september en hún stóð af sér ítrekaðar tilraunir til þess að fella hana. Áform eru uppi um að reisa tvær nýjar vindrafstöðvar í Þykkvabæ. Í tilefni af því lagði sveitarfélagið viðhorfskönnun fyrir 162 fullorðna íbúa í gamla Djúpárhreppi og spurði um afstöðu þeirra til verkefnisins í maí og júní. Af þeim 86 sem svöruðu sögðust 54,1 prósent andvíg nýjum vindmyllum í bænum. Flestir þeirra sem lýsti yfir andstöðu við áformin sögðust mjög andvígir, 35 af 46 neikvæðum svarendum. Hlynnt voru 35,3 prósent (30 manns), flestir þeirra mjög hlynntir (23). Andstaðan mun meiri á meðal þeirra sem búa næst Þeir sem búa fimm kílómetrum eða fjær frá fyrirhugðum vindrafstöðvum voru merkjanlega jákvæðari í garð þeirra en þeir sem nær búa, að því er kemur fram í fundargerð byggðarráðs Rangárþings ytra. Þeir sem búa fjær fyrirhuguðum vindmyllunum skiptust í jafnstórar fylkingar, 40,7 prósent með og á móti en 18,5 prósent í meðallagi andvíg eða hlynnt. Af þeim sem búa innan við fimm kílómetrum frá vindrafstöðvunum sögðust aðeins 32,1 prósent hlynnt en 60,7 prósent andvíg. Þeir sem sögðust í meðallagi voru 7,1 prósent. Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Orkumál Tengdar fréttir Engin vindmylla eftir í Þykkvabæ Eftirstandandi vindmyllan í Þykkvabæ var felld í dag, níu mánuðum eftir að fyrri myllan var sprengd niður. Verkið gekk mun hraðar fyrir sig en síðast enda ákveðið að hvíla sprengjurnar í þetta skiptið. 20. september 2022 21:25 Tjakkurinn gerði gæfumuninn þegar seinni vindmyllan var felld Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll til jarðar á fjórða tímanum í dag eftir að sérfræðingar Hringrásar skáru hana í sundur. Tjakkur gerði gæfumuninn í þetta skipti. 20. september 2022 15:45 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Tvær vindmyllur fyrirtækisins Biokraft sem voru notaðir til að framleiða rafmagn í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra voru teknar niður í fyrra. Þær skemmdust báðar í eldsvoða, önnur þeirra árið 2017 en hin á nýársdag í fyrra. Töluverður darraðardans varð þegar seinni vindmyllan var tekin niður í september en hún stóð af sér ítrekaðar tilraunir til þess að fella hana. Áform eru uppi um að reisa tvær nýjar vindrafstöðvar í Þykkvabæ. Í tilefni af því lagði sveitarfélagið viðhorfskönnun fyrir 162 fullorðna íbúa í gamla Djúpárhreppi og spurði um afstöðu þeirra til verkefnisins í maí og júní. Af þeim 86 sem svöruðu sögðust 54,1 prósent andvíg nýjum vindmyllum í bænum. Flestir þeirra sem lýsti yfir andstöðu við áformin sögðust mjög andvígir, 35 af 46 neikvæðum svarendum. Hlynnt voru 35,3 prósent (30 manns), flestir þeirra mjög hlynntir (23). Andstaðan mun meiri á meðal þeirra sem búa næst Þeir sem búa fimm kílómetrum eða fjær frá fyrirhugðum vindrafstöðvum voru merkjanlega jákvæðari í garð þeirra en þeir sem nær búa, að því er kemur fram í fundargerð byggðarráðs Rangárþings ytra. Þeir sem búa fjær fyrirhuguðum vindmyllunum skiptust í jafnstórar fylkingar, 40,7 prósent með og á móti en 18,5 prósent í meðallagi andvíg eða hlynnt. Af þeim sem búa innan við fimm kílómetrum frá vindrafstöðvunum sögðust aðeins 32,1 prósent hlynnt en 60,7 prósent andvíg. Þeir sem sögðust í meðallagi voru 7,1 prósent.
Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Orkumál Tengdar fréttir Engin vindmylla eftir í Þykkvabæ Eftirstandandi vindmyllan í Þykkvabæ var felld í dag, níu mánuðum eftir að fyrri myllan var sprengd niður. Verkið gekk mun hraðar fyrir sig en síðast enda ákveðið að hvíla sprengjurnar í þetta skiptið. 20. september 2022 21:25 Tjakkurinn gerði gæfumuninn þegar seinni vindmyllan var felld Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll til jarðar á fjórða tímanum í dag eftir að sérfræðingar Hringrásar skáru hana í sundur. Tjakkur gerði gæfumuninn í þetta skipti. 20. september 2022 15:45 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Engin vindmylla eftir í Þykkvabæ Eftirstandandi vindmyllan í Þykkvabæ var felld í dag, níu mánuðum eftir að fyrri myllan var sprengd niður. Verkið gekk mun hraðar fyrir sig en síðast enda ákveðið að hvíla sprengjurnar í þetta skiptið. 20. september 2022 21:25
Tjakkurinn gerði gæfumuninn þegar seinni vindmyllan var felld Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll til jarðar á fjórða tímanum í dag eftir að sérfræðingar Hringrásar skáru hana í sundur. Tjakkur gerði gæfumuninn í þetta skipti. 20. september 2022 15:45