Segir innviði landsins ekki að springa vegna flóttafólks Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. júlí 2023 14:01 Marín segir gríðarlega mikla hagsmuni fólgna í því að taka vel á móti flóttafólki hérlendis. Vísir/Einar Innviðir hér á landi eru ekki að springa vegna flóttafólks líkt og haldið hefur verið fram í umræðunni. Þetta segir deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Marín Þórsdóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins á Íslandi, segir marga halda að flóttafólk og hælisleitendur séu sá hópur sem geri það að verkum að innviðir hér á landi séu við að springa. Það sé hins vegar ekki rétt. „Ef maður lítur á tölur yfir verndarveitingar á síðasta ári 2022 þá voru það 3500 einstaklingar tæplega sem fengu stöðu flóttafólks hér á landi. Á sama tíma komu 1,7 milljón ferðamenn hingað til landsins sem þurftu að fá heilbrigðisþjónustu og gistingu og annað slíkt. Innflytjendur voru 17.000 manns sem komu líka. Þannig að flóttafólk er klárlega lítill hluti.“ Marín segir flóttafólk vera þann hóp sem hafi fæstu málsvarana og svari síst fyrir sig. Orðræðan síðustu misseri hafi verið neikvæð í þeirra garð. „Þessi hópur er alls ekki svo ofsalega stór. Það eru fleiri hópar hér sem eru líka að nýta sér kerfin. Svo má bara velta fyrir sér hvort að kerfin yfir höfuð séu sprungin, heilbrigðiskerfið og annað en það er bara allt önnur umræða.“ Marín segir mikilvægt að vanda til verka við mótttöku flóttafólks. Ljóst sé að Ísland þurfi á fólki að halda og segir Marín mikilvægt að umræða um stöðu flóttafólks fari fram en þá sé mikilvægt að líta til raunverulegra gagna. „Ég held að íslenskt samfélag, við erum smáþjóð, við þurfum stærri púllíu ef við ætlum að fá þá þjónustu sem við ætlum að hafa. Við erum alltaf að flytja inn fólk í einhver skammtímaverkefni. Þannig að ég held við ættum að fagna því að hér sé fólk sem vilji koma og auðga landið okkar.“ Bítið Flóttafólk á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Marín Þórsdóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins á Íslandi, segir marga halda að flóttafólk og hælisleitendur séu sá hópur sem geri það að verkum að innviðir hér á landi séu við að springa. Það sé hins vegar ekki rétt. „Ef maður lítur á tölur yfir verndarveitingar á síðasta ári 2022 þá voru það 3500 einstaklingar tæplega sem fengu stöðu flóttafólks hér á landi. Á sama tíma komu 1,7 milljón ferðamenn hingað til landsins sem þurftu að fá heilbrigðisþjónustu og gistingu og annað slíkt. Innflytjendur voru 17.000 manns sem komu líka. Þannig að flóttafólk er klárlega lítill hluti.“ Marín segir flóttafólk vera þann hóp sem hafi fæstu málsvarana og svari síst fyrir sig. Orðræðan síðustu misseri hafi verið neikvæð í þeirra garð. „Þessi hópur er alls ekki svo ofsalega stór. Það eru fleiri hópar hér sem eru líka að nýta sér kerfin. Svo má bara velta fyrir sér hvort að kerfin yfir höfuð séu sprungin, heilbrigðiskerfið og annað en það er bara allt önnur umræða.“ Marín segir mikilvægt að vanda til verka við mótttöku flóttafólks. Ljóst sé að Ísland þurfi á fólki að halda og segir Marín mikilvægt að umræða um stöðu flóttafólks fari fram en þá sé mikilvægt að líta til raunverulegra gagna. „Ég held að íslenskt samfélag, við erum smáþjóð, við þurfum stærri púllíu ef við ætlum að fá þá þjónustu sem við ætlum að hafa. Við erum alltaf að flytja inn fólk í einhver skammtímaverkefni. Þannig að ég held við ættum að fagna því að hér sé fólk sem vilji koma og auðga landið okkar.“
Bítið Flóttafólk á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira