Hollenskir túristar gapandi hissa á snjókomu í júlí Máni Snær Þorláksson skrifar 4. júlí 2023 16:55 Erla Sigurlaug notaði hveragufuna til að hlýja sér á puttunum. Hún segir túristana í hópnum hafa verið hissa á veðrinu. Eric de Poiter Túristar á Norðurlandi voru heldur betur hissa þegar það byrjaði að snjóa á þau í dag. Leiðsögumaður sem er í hringferð með túristana segir að þeir hafi verið kátir þrátt fyrir að þeir hafi þurft að klæða sig í öll fötin sín. „Það var brjálað, það var bara snjór og hvítt,“ segir Erla Sigurlaug Sigurðardóttir, leiðsögumaður sem starfar fyrir hollenska ferðaþjónustufyrirtækið Sawadee, í samtali við fréttastofu. Erla er í tólf daga hringferð með Hollendingum og eru þau þessa stundina stödd á Norðurlandi. Þar voru þau að skoða jarðhitasvæðin við Víti þegar þau lentu í snjókomu. „Aumingja túristarnir okkar voru bara gapandi hissa,“ segir Erla. Klippa: Snjókoma í júlí „Enginn bjóst við þessu, þau eru bara í öllum fötunum sínum og samt að krókna. Fjöllin voru bara hvít en þetta var áhugavert, að vera á jarðhitasvæði í jólasnjó í júlí.“ Erla segir að fólkið hafi auðvitað verið rosalega hissa. Hún hafi þó verið búin að sýna þeim veðurspána. „Ég var ekki alveg að trúa því að þetta myndi ganga eftir,“ segir hún. „Ég sem Íslendingur er gapandi hissa.“ Enginn pirringur í hópnum Þegar komið var að Víti var allt hvítt í fjöllunum þar í kring. Erla segir að túristarnir hafi ekki viljað eyða miklum tíma þar. „Þau rétt stukku út úr rútunni, kíktu og fóru aftur inn og sögðu: „Nei þetta er ekki hægt.“ Það var líka snjór og hávaðarok, ískalt. Það voru bara núll gráður.“ Erla segir að túristarnir viti af góða veðrinu fyrir sunnan og að þau skilji ekki hvað sé í gangi. Það sé þó enginn pirringur í því. „Það eru allir kátir, það er enginn sem hefði búist við þessu og ekki ég heldur,“ segir hún. Hér má sjá snjókomuna og snævi þakin fjöllin í bakgrunni.Erla Sigurlaug „Þau eru svo glöð með allt. En auðvitað allir í sjokki yfir deginum í dag og það var ekki mikið skoðað.“ Erla segist ekki hafa upplifað svona lagað á þessum tíma árs áður. „Í fyrra var ég sjálf hérna í júlí í stuttbuxum á fjallahjólinu að leika mér á sama svæði.“ Túristarnir voru kátir þrátt fyrir veðrið.Erla Sigurlaug Veður Þingeyjarsveit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt Sjá meira
„Það var brjálað, það var bara snjór og hvítt,“ segir Erla Sigurlaug Sigurðardóttir, leiðsögumaður sem starfar fyrir hollenska ferðaþjónustufyrirtækið Sawadee, í samtali við fréttastofu. Erla er í tólf daga hringferð með Hollendingum og eru þau þessa stundina stödd á Norðurlandi. Þar voru þau að skoða jarðhitasvæðin við Víti þegar þau lentu í snjókomu. „Aumingja túristarnir okkar voru bara gapandi hissa,“ segir Erla. Klippa: Snjókoma í júlí „Enginn bjóst við þessu, þau eru bara í öllum fötunum sínum og samt að krókna. Fjöllin voru bara hvít en þetta var áhugavert, að vera á jarðhitasvæði í jólasnjó í júlí.“ Erla segir að fólkið hafi auðvitað verið rosalega hissa. Hún hafi þó verið búin að sýna þeim veðurspána. „Ég var ekki alveg að trúa því að þetta myndi ganga eftir,“ segir hún. „Ég sem Íslendingur er gapandi hissa.“ Enginn pirringur í hópnum Þegar komið var að Víti var allt hvítt í fjöllunum þar í kring. Erla segir að túristarnir hafi ekki viljað eyða miklum tíma þar. „Þau rétt stukku út úr rútunni, kíktu og fóru aftur inn og sögðu: „Nei þetta er ekki hægt.“ Það var líka snjór og hávaðarok, ískalt. Það voru bara núll gráður.“ Erla segir að túristarnir viti af góða veðrinu fyrir sunnan og að þau skilji ekki hvað sé í gangi. Það sé þó enginn pirringur í því. „Það eru allir kátir, það er enginn sem hefði búist við þessu og ekki ég heldur,“ segir hún. Hér má sjá snjókomuna og snævi þakin fjöllin í bakgrunni.Erla Sigurlaug „Þau eru svo glöð með allt. En auðvitað allir í sjokki yfir deginum í dag og það var ekki mikið skoðað.“ Erla segist ekki hafa upplifað svona lagað á þessum tíma árs áður. „Í fyrra var ég sjálf hérna í júlí í stuttbuxum á fjallahjólinu að leika mér á sama svæði.“ Túristarnir voru kátir þrátt fyrir veðrið.Erla Sigurlaug
Veður Þingeyjarsveit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent