Sjaldgæfur sumarstormur veldur usla í Hollandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. júlí 2023 09:22 Slys hafa orðið á fólki vegna fallandi trjáa í storminum. EPA-EFE/REMKO DE WAAL Sjaldgæfur sumarstormur hefur gert usla í Hollandi í dag og haft víðtæk áhrif á samgöngur í landinu sem og flugferðir til og frá Hollandi. Hollenska veðurstofan hefur gefið frá sér rauða viðvörun vegna stormsins sem fer nú yfir höfuðborgina Amsterdam og Noord-Holland svæðið. Íbúar hafa verið beðnir um að halda sig heima á meðan stormurinn gengur yfir og fengið neyðarviðvaranir í gegnum farsíma. Í umfjöllun Reuters kemur fram að stormurinn, sem heitir Poly, sé einn sá mesti sem sést hefur yfir sumarmánuðina í landinu. Hann er auk þess sá mesti sem farið hefur yfir landið síðan í janúar árið 2018. Tré féllu víða til jarðar í rokinu og lentu á bílum.Vísir/Árni Fárviðri ganga venjulega yfir landið á milli október og apríl en síðast reið stormur yfir landið að sumartíma árið 2015. Var sá sá fyrsti að sumri til í heila öld. Veðurstofa landsins býst við að hann muni ganga niður nú síðdegis. Tveir hafa slasast í Amsterdam þar sem tré féllu á bíla þeirra. Þá hefur fleiri en 300 flugferðum verið aflýst á alþjóðaflugvellinum Schiphol auk þess sem lestarferðum í norðurhluta landsins hefur verið aflýst. Fleiri en 300 flugferðum hefur verið aflýst í morgun í Hollandi. EPA-EFE/KOEN VAN WEEL Veðrið hefur valdið töluverðum skemmdum á eignum fólks.Vísir/Árni Tré hafa rifnað upp með rótum í hamagangnum.Vísir/Árni Holland Veður Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Hollenska veðurstofan hefur gefið frá sér rauða viðvörun vegna stormsins sem fer nú yfir höfuðborgina Amsterdam og Noord-Holland svæðið. Íbúar hafa verið beðnir um að halda sig heima á meðan stormurinn gengur yfir og fengið neyðarviðvaranir í gegnum farsíma. Í umfjöllun Reuters kemur fram að stormurinn, sem heitir Poly, sé einn sá mesti sem sést hefur yfir sumarmánuðina í landinu. Hann er auk þess sá mesti sem farið hefur yfir landið síðan í janúar árið 2018. Tré féllu víða til jarðar í rokinu og lentu á bílum.Vísir/Árni Fárviðri ganga venjulega yfir landið á milli október og apríl en síðast reið stormur yfir landið að sumartíma árið 2015. Var sá sá fyrsti að sumri til í heila öld. Veðurstofa landsins býst við að hann muni ganga niður nú síðdegis. Tveir hafa slasast í Amsterdam þar sem tré féllu á bíla þeirra. Þá hefur fleiri en 300 flugferðum verið aflýst á alþjóðaflugvellinum Schiphol auk þess sem lestarferðum í norðurhluta landsins hefur verið aflýst. Fleiri en 300 flugferðum hefur verið aflýst í morgun í Hollandi. EPA-EFE/KOEN VAN WEEL Veðrið hefur valdið töluverðum skemmdum á eignum fólks.Vísir/Árni Tré hafa rifnað upp með rótum í hamagangnum.Vísir/Árni
Holland Veður Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira