Leikkonu sem tældi konur í sértrúarsöfnuð sleppt úr fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2023 10:56 Allison Mack við dómshús í Brooklyn í New York eftir að hún játaði sig seka um fjárkúgun árið 2019. AP/Mark Lennihan Allison Mack, fyrrverandi leikkonu, sem tældi konur í meintan sjálfshjálparhóp, var sleppt úr fangelsi í Kaliforníu í Bandaríkjunum í vikunni. Hún hlaut dóm fyrir fjárkúgun en játaði að hafa hjálpað leiðtoga hópsins að finna konur sem hann misnotaði kynferðislega. Mack var dæmd í þriggja ára fangelsi en slapp við þyngri refsingu þar sem hún hjálpaði saksóknurum að sækja Keith Raniere, höfuðpaur Nxivm-hópsins til saka. Hann var dæmdur í 120 ára fangelsi fyrir mansal og fleiri glæpi árið 2020. Raniere misnotaði sumar konur sem Mack tældi í hópinn kynferðislega. Aðrar voru brennimerktar með skammstöfun á nafni hans við leynilegar athafnir, að sögn New York Times. Dómarinn í málinu sagði að Mack hefði notað frægð sína sem leikkona til þess að tæla konur fyrir Raniere. Hún hefði verið einn helsti samverkamaður leiðtogans. Hún viðurkenndi fyrir dómi að hafa fengið konur í hópinn með því að segja þeim að hann væri einhvers konar stuðningshópur fyrir konur. Mack var helst þekkt fyrir leik sinn í þáttunum „Smallville“ sem fjölluðu um ofurhetjuna Ofurmennið. Hún lýsti iðrun gjörða sinna í bréfi sem hún skrifaði árið 2021. Hún hefði helgað sig algerlega kenningum Raniere sem áttu að leiða hana að betra lífi. „Þetta voru mestu mistök og eftirsjá lífs míns,“ sagði Mack í bréfinu sem hún stílaði á þá sem hefðu þjáðst fyrir gjörðir hennar. Kynferðisofbeldi Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Meðstofnandi Nxivm á leið í fangelsi Nancy Salzman, annar stofnandi kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi. 8. september 2021 21:12 Leiðtogi kynlífsþrælkunarhópsins dæmdur í 120 ára fangelsi Keith Raniere, maðurinn sem sakaður var um að hafa verið leiðtogi sjálfshjálparhóps sem hneppti konur í kynlífsþrælkun hefur verið dæmdur í 120 ára fangelsi. 27. október 2020 23:45 Sagði sértrúarsöfnuðinn aðeins hafa snúist um kynlífs- og valdafíkn leiðtogans Saksóknari í máli Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, sagði við lok réttarhaldana yfir honum að undirhópur safnaðarins, ætlaður valdeflingu kvenna, hafi í raun aðeins hafa þjónað þeim tilgangi að uppfylla þörf Raniere fyrir kynlíf og völd. 17. júní 2019 22:48 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Mack var dæmd í þriggja ára fangelsi en slapp við þyngri refsingu þar sem hún hjálpaði saksóknurum að sækja Keith Raniere, höfuðpaur Nxivm-hópsins til saka. Hann var dæmdur í 120 ára fangelsi fyrir mansal og fleiri glæpi árið 2020. Raniere misnotaði sumar konur sem Mack tældi í hópinn kynferðislega. Aðrar voru brennimerktar með skammstöfun á nafni hans við leynilegar athafnir, að sögn New York Times. Dómarinn í málinu sagði að Mack hefði notað frægð sína sem leikkona til þess að tæla konur fyrir Raniere. Hún hefði verið einn helsti samverkamaður leiðtogans. Hún viðurkenndi fyrir dómi að hafa fengið konur í hópinn með því að segja þeim að hann væri einhvers konar stuðningshópur fyrir konur. Mack var helst þekkt fyrir leik sinn í þáttunum „Smallville“ sem fjölluðu um ofurhetjuna Ofurmennið. Hún lýsti iðrun gjörða sinna í bréfi sem hún skrifaði árið 2021. Hún hefði helgað sig algerlega kenningum Raniere sem áttu að leiða hana að betra lífi. „Þetta voru mestu mistök og eftirsjá lífs míns,“ sagði Mack í bréfinu sem hún stílaði á þá sem hefðu þjáðst fyrir gjörðir hennar.
Kynferðisofbeldi Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Meðstofnandi Nxivm á leið í fangelsi Nancy Salzman, annar stofnandi kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi. 8. september 2021 21:12 Leiðtogi kynlífsþrælkunarhópsins dæmdur í 120 ára fangelsi Keith Raniere, maðurinn sem sakaður var um að hafa verið leiðtogi sjálfshjálparhóps sem hneppti konur í kynlífsþrælkun hefur verið dæmdur í 120 ára fangelsi. 27. október 2020 23:45 Sagði sértrúarsöfnuðinn aðeins hafa snúist um kynlífs- og valdafíkn leiðtogans Saksóknari í máli Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, sagði við lok réttarhaldana yfir honum að undirhópur safnaðarins, ætlaður valdeflingu kvenna, hafi í raun aðeins hafa þjónað þeim tilgangi að uppfylla þörf Raniere fyrir kynlíf og völd. 17. júní 2019 22:48 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Meðstofnandi Nxivm á leið í fangelsi Nancy Salzman, annar stofnandi kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi. 8. september 2021 21:12
Leiðtogi kynlífsþrælkunarhópsins dæmdur í 120 ára fangelsi Keith Raniere, maðurinn sem sakaður var um að hafa verið leiðtogi sjálfshjálparhóps sem hneppti konur í kynlífsþrælkun hefur verið dæmdur í 120 ára fangelsi. 27. október 2020 23:45
Sagði sértrúarsöfnuðinn aðeins hafa snúist um kynlífs- og valdafíkn leiðtogans Saksóknari í máli Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, sagði við lok réttarhaldana yfir honum að undirhópur safnaðarins, ætlaður valdeflingu kvenna, hafi í raun aðeins hafa þjónað þeim tilgangi að uppfylla þörf Raniere fyrir kynlíf og völd. 17. júní 2019 22:48