Bæjarstjórinn sneri úr fríi þegar skjálftahrinan hófst Ólafur Björn Sverrisson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 5. júlí 2023 16:56 Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík. Vísir/Arnar Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur var nýfarinn í sumarfrí þegar skjálftahrinan hófst á Reykjanesskaga og dreif sig aftur heim. Hann segir tímasetninguna óheppilega þar sem margir viðbragðsaðilar séu í sumarfríi og býst við gosi. „Hljóðið í bæjarbúum er bærilegt, við erum vön þessu áður og það er hásumar þó veðrið sé ekkert sérstakt núna. Það eru að vísu margir í fríi þannig viðbragðið verður kannski ekki alveg það sama,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í samtali við fréttastofu. Hann var sjálfur nýfarinn í sumarfrí þegar jarðskjálftahrinan hófst. „Það er ómögulegt að vera í fríi þegar svona kemur upp á, þannig ég dreif mig heim,“ segir Fannar sem telur viðbragðsaðila samt sem áður vel undirbúna undir gos. „Reyndar er þetta ekki góður tími til að ætlast til þess að björgunarsveitir víða á landinu geti mætt til starfa. Það er hásumar og margir í fríi, þannig við höfum smá áhyggjur af því. En þetta verður að koma í ljós.“ Fannar segir ekki ástæðu til að halda íbúafund að svo stöddu en minnir fólk á ganga vel frá lausamunum. „Við eigum að kunna þessi helstu ráð.“ Er fólk jafnvel hætt að kippa sér upp við þetta? „Þeir verða til lengdar þrálátir, svona skjálftar. Sérstaklega þegar fólk er að vakna við þetta á nóttunni. En ég held að það sé nú enginn kvíði í mannskapnum núna. Ég held samt að við séum ekkert að kenna meira á þessu en höfuðborgarbúar.“ Farið verður yfir upplýsingagjöf til ferðamanna hjá viðbragðsaðilum á næstunni og notast við SMS-kerfi líkt og í síðasta gosi. Heldur þú að gos sé að bresta á? „Ég er undir það búinn, já. Þetta er mjög keimlíkt því sem gerðist fyrir ári og sama munstur sem endaði með gosi þannig við getum búist við því.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
„Hljóðið í bæjarbúum er bærilegt, við erum vön þessu áður og það er hásumar þó veðrið sé ekkert sérstakt núna. Það eru að vísu margir í fríi þannig viðbragðið verður kannski ekki alveg það sama,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í samtali við fréttastofu. Hann var sjálfur nýfarinn í sumarfrí þegar jarðskjálftahrinan hófst. „Það er ómögulegt að vera í fríi þegar svona kemur upp á, þannig ég dreif mig heim,“ segir Fannar sem telur viðbragðsaðila samt sem áður vel undirbúna undir gos. „Reyndar er þetta ekki góður tími til að ætlast til þess að björgunarsveitir víða á landinu geti mætt til starfa. Það er hásumar og margir í fríi, þannig við höfum smá áhyggjur af því. En þetta verður að koma í ljós.“ Fannar segir ekki ástæðu til að halda íbúafund að svo stöddu en minnir fólk á ganga vel frá lausamunum. „Við eigum að kunna þessi helstu ráð.“ Er fólk jafnvel hætt að kippa sér upp við þetta? „Þeir verða til lengdar þrálátir, svona skjálftar. Sérstaklega þegar fólk er að vakna við þetta á nóttunni. En ég held að það sé nú enginn kvíði í mannskapnum núna. Ég held samt að við séum ekkert að kenna meira á þessu en höfuðborgarbúar.“ Farið verður yfir upplýsingagjöf til ferðamanna hjá viðbragðsaðilum á næstunni og notast við SMS-kerfi líkt og í síðasta gosi. Heldur þú að gos sé að bresta á? „Ég er undir það búinn, já. Þetta er mjög keimlíkt því sem gerðist fyrir ári og sama munstur sem endaði með gosi þannig við getum búist við því.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira