Skellti sér út að hlaupa þegar hún frétti að Ísland væri komið á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2023 08:31 Þórey Rósa Stefánsdóttir er leikjahæst í íslenska landsliðinu. vísir/hulda margrét Ein reyndasta handboltakona landsins var að vonum ánægð þegar í ljós kom að Ísland yrði meðal þátttökuþjóða á HM 2023. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk svokallað boðssæti á HM sem fer fram á Norðurlöndunum í nóvember og desember. Þetta verður í annað sinn sem Ísland verður með á HM. Á HM 2011 enduðu Íslendingar í 12. sæti. „Ég hafði í raun ekki mikla trú á þessu. Ég hélt að einhver önnur lið yrðu valin,“ sagði Þórey Rósa í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2, aðspurð hvort hún hafi búist við að Ísland kæmist á HM. „En þegar þetta kom í ljós fékk maður hnút í magann og hugsaði: bíddu já, þetta er bara að fara að gerast núna. Maður reimaði á sig hlaupaskóna og fór út að hlaupa til að ná áttum.“ Klippa: Viðtal við Þóreyju Rósu Þórey Rósa er reyndasti leikmaður íslenska liðsins og hlakkar til að fara aftur á stórmót með því. „Við sem erum búnar að fara á stórmót erum alltaf að segja sögur af því þegar við vorum þar hafi þetta verið svona og svona. Mér finnst bara svo gaman að þessar stelpur sem eru núna fái þetta tækifæri og íslenskur kvennahandbolti sé aftur kominn á þennan stað og við fáum að upplifa þetta,“ sagði Þórey Rósa. „Þegar þú ert kominn inn í þessa lúppu kemstu á betri stað og þetta er spark í rassinn á fullt af stelpum, að æfa betur og komast í liðið. Þetta er frábært fyrir íslenskan kvennahandbolta.“ Dregið verður í riðla á HM í dag. Ísland er í fjórða og neðsta styrkleikaflokki. Leikið er í átta fjögurra liða riðlum og komast þrjú lið í milliriðil. Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir ÓL-smuga opnast fyrir stelpurnar okkar Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk ekki aðeins sæti á HM upp í hendurnar frá IHF á mánudaginn, heldur einnig möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári. 5. júlí 2023 14:03 „Með hjartað á 200 og þurfti að taka hlé frá vinnunni“ „Þetta var svo ótrúlega mikið sjokk áðan vegna þess að ég var ekki búin að gera mér neinar vonir,“ segir Sandra Erlingsdóttir, himinlifandi eftir þau tíðindi dagsins að hún sé leiðinni á HM í handbolta í lok nóvember. 3. júlí 2023 14:06 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk svokallað boðssæti á HM sem fer fram á Norðurlöndunum í nóvember og desember. Þetta verður í annað sinn sem Ísland verður með á HM. Á HM 2011 enduðu Íslendingar í 12. sæti. „Ég hafði í raun ekki mikla trú á þessu. Ég hélt að einhver önnur lið yrðu valin,“ sagði Þórey Rósa í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2, aðspurð hvort hún hafi búist við að Ísland kæmist á HM. „En þegar þetta kom í ljós fékk maður hnút í magann og hugsaði: bíddu já, þetta er bara að fara að gerast núna. Maður reimaði á sig hlaupaskóna og fór út að hlaupa til að ná áttum.“ Klippa: Viðtal við Þóreyju Rósu Þórey Rósa er reyndasti leikmaður íslenska liðsins og hlakkar til að fara aftur á stórmót með því. „Við sem erum búnar að fara á stórmót erum alltaf að segja sögur af því þegar við vorum þar hafi þetta verið svona og svona. Mér finnst bara svo gaman að þessar stelpur sem eru núna fái þetta tækifæri og íslenskur kvennahandbolti sé aftur kominn á þennan stað og við fáum að upplifa þetta,“ sagði Þórey Rósa. „Þegar þú ert kominn inn í þessa lúppu kemstu á betri stað og þetta er spark í rassinn á fullt af stelpum, að æfa betur og komast í liðið. Þetta er frábært fyrir íslenskan kvennahandbolta.“ Dregið verður í riðla á HM í dag. Ísland er í fjórða og neðsta styrkleikaflokki. Leikið er í átta fjögurra liða riðlum og komast þrjú lið í milliriðil.
Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir ÓL-smuga opnast fyrir stelpurnar okkar Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk ekki aðeins sæti á HM upp í hendurnar frá IHF á mánudaginn, heldur einnig möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári. 5. júlí 2023 14:03 „Með hjartað á 200 og þurfti að taka hlé frá vinnunni“ „Þetta var svo ótrúlega mikið sjokk áðan vegna þess að ég var ekki búin að gera mér neinar vonir,“ segir Sandra Erlingsdóttir, himinlifandi eftir þau tíðindi dagsins að hún sé leiðinni á HM í handbolta í lok nóvember. 3. júlí 2023 14:06 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
ÓL-smuga opnast fyrir stelpurnar okkar Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk ekki aðeins sæti á HM upp í hendurnar frá IHF á mánudaginn, heldur einnig möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári. 5. júlí 2023 14:03
„Með hjartað á 200 og þurfti að taka hlé frá vinnunni“ „Þetta var svo ótrúlega mikið sjokk áðan vegna þess að ég var ekki búin að gera mér neinar vonir,“ segir Sandra Erlingsdóttir, himinlifandi eftir þau tíðindi dagsins að hún sé leiðinni á HM í handbolta í lok nóvember. 3. júlí 2023 14:06