Notuðu tálbeitu til að góma formann dómaranefndar EHF Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2023 10:31 Dragan Nachevski er í djúpum skít. getty/Slavko Midzor TV 2 notaði tálbeitu til að ræða við Dragan Nachevski sem var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí vegna gruns um hagræðingu úrslita í handbolta. Samtal Nachevskis og tálbeitunnar var sýnt í fyrri hluta heimildamyndarinnar Grunsamlegur leikur sem var frumsýnd í gær. Í heimildamyndinni sést Nachevski ræða við það sem hann heldur að sé kínverski kaupsýslumaðurinn Herra Zhang. Það var í raun leikari sem TV 2 réði til að grípa Nachevski glóðvolgan. Herra Zhang og Nachevski hittust í á EM í janúar 2020. Þar viðraði herra Zhang möguleikann á að kínverskt lið tæki þátt í SEHA-deildinni, Meistaradeild Austur-Evrópu. Samtalið tók svo aðra stefnu þegar herra Zhang fór að tala um möguleikann á að græða á veðmálum en hann kvaðst hafa góð sambönd í asíska veðmálabransanum. Herra Zhang nefndi það svo að Nachevski gæti hjálpað til við hagræðingu úrslita sem formaður dómaranefndar EHF. „Ég veit hvað þú átt við. Þetta er mjög viðkvæmt. Það er mikið rætt um veðmál og hluti sem eru í gangi. En ég ætla ekki að flækjast í þetta, herra Zhang. Þar með er ekki sagt að ég sé hræddur en þetta er áhættusamt,“ sagði Nachevski. Hann sagði jafnframt að fyrirtækið SportRadar fylgdist með málum sem þessum í handboltanum en ef hann væri yngri og aðeins að elta peningana hefði hann verið til í tuskið. Herra Zhang bað Nachevski svo að nefna einhvern sem þekkti dómarana í handboltanum. „Þetta er hættulegt, sérstaklega þessa dagana. Athyglin á þessu er mikil,“ sagði Nachevski. Hann lauk samtalinu svo á því að segja að ekkert samtal hefði átt sér stað en herra Zhang þyrfti ekki að vera hræddur. TV 2 afhenti EHF myndband af samtali herra Zhangs og Nachevskis og í kjölfarið setti EHF Norður-Makedóníumanninn í bann. Handboltadómstóll EHF er með mál hans til rannsóknar. Nachevski neitar sök en sagðist ekki hafa sagt EHF frá fundinum með herra Zhang því hann hafi óttast um öryggi sitt því hann hafi hitt meðlim í asísku veðmálamafíunni. Í skýrslu SportRadar sem TV 2 komst yfir kom í ljós um að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Nokkrir dómaranna sem áttu að hafa tekið þátt í því dæmdu á HM 2023, meðal annars sonur Nachevskis, Gjorgij. Hann var settur til hliðar líkt og faðir sinn. Handbolti Fjölmiðlar Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Í heimildamyndinni sést Nachevski ræða við það sem hann heldur að sé kínverski kaupsýslumaðurinn Herra Zhang. Það var í raun leikari sem TV 2 réði til að grípa Nachevski glóðvolgan. Herra Zhang og Nachevski hittust í á EM í janúar 2020. Þar viðraði herra Zhang möguleikann á að kínverskt lið tæki þátt í SEHA-deildinni, Meistaradeild Austur-Evrópu. Samtalið tók svo aðra stefnu þegar herra Zhang fór að tala um möguleikann á að græða á veðmálum en hann kvaðst hafa góð sambönd í asíska veðmálabransanum. Herra Zhang nefndi það svo að Nachevski gæti hjálpað til við hagræðingu úrslita sem formaður dómaranefndar EHF. „Ég veit hvað þú átt við. Þetta er mjög viðkvæmt. Það er mikið rætt um veðmál og hluti sem eru í gangi. En ég ætla ekki að flækjast í þetta, herra Zhang. Þar með er ekki sagt að ég sé hræddur en þetta er áhættusamt,“ sagði Nachevski. Hann sagði jafnframt að fyrirtækið SportRadar fylgdist með málum sem þessum í handboltanum en ef hann væri yngri og aðeins að elta peningana hefði hann verið til í tuskið. Herra Zhang bað Nachevski svo að nefna einhvern sem þekkti dómarana í handboltanum. „Þetta er hættulegt, sérstaklega þessa dagana. Athyglin á þessu er mikil,“ sagði Nachevski. Hann lauk samtalinu svo á því að segja að ekkert samtal hefði átt sér stað en herra Zhang þyrfti ekki að vera hræddur. TV 2 afhenti EHF myndband af samtali herra Zhangs og Nachevskis og í kjölfarið setti EHF Norður-Makedóníumanninn í bann. Handboltadómstóll EHF er með mál hans til rannsóknar. Nachevski neitar sök en sagðist ekki hafa sagt EHF frá fundinum með herra Zhang því hann hafi óttast um öryggi sitt því hann hafi hitt meðlim í asísku veðmálamafíunni. Í skýrslu SportRadar sem TV 2 komst yfir kom í ljós um að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Nokkrir dómaranna sem áttu að hafa tekið þátt í því dæmdu á HM 2023, meðal annars sonur Nachevskis, Gjorgij. Hann var settur til hliðar líkt og faðir sinn.
Handbolti Fjölmiðlar Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira