„Slæma daga forðast ég að vera utandyra í hverfinu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júlí 2023 06:46 Forstjóri Pure North segir byggð hafa breyst hratt í kringum endurvinnsluna undanfarin ár. Vísir Bæjarráð Hveragerðisbæjar harmar upplifun íbúa í Hveragerði sem hafa kvartað til ráðsins vegna lyktmengunar og plastsalla sem sagður er berast frá endurvinnslufyrirtækinu Pure North. Forstjóri endurvinnslunnar segir fyrirtækið eiga í góðu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og leiti sífellt leiða til að bæta starfsemi sína. Í fundargerð bæjarráðs Hveragerðis frá því í vikunni er Geir Sveinssyni bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn Pure North vegna málsins. Tilefnið er bréf frá Bifreiðaverkstæði Jóhanns ehf. til bæjarráðsins. Hefur gluggann lokaðan Í bréfinu kemur fram að plastbrunalykt frá Pure North angri bifvélavirkjana mjög í nágrenni endurvinnslustöðvarinnar að Sunnumörk 4. Á lygnum dögum í ákveðinni vindátt eru þeir komnir með hausverk og ónot seinni hluta dags. Þeir spyrja hvað bæjaryfirvöld ætla að gera og hvort fyrirtækið sé með leyfi fyrir slíkri mengun. „Erum klárlega ekki að njóta dagsins sem er algerlega óboðlegt. Slæma daga forðast ég að vera utandyra í hverfinu,“ skrifar bifvélavirkinn. Hann kveðst hafa verið í samskiptum við heilbrigðiseftirlit Suðurlands vegna málsins. Þar hafi hann fengið þau svör að margar kvartanir hafi borist vegna lyktarmengunar í hverfinu. Hefur hann eftir Sigrúnu Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra eftirlitsins, að hún viti af plast salla sem leggist yfir hverfið. Hún hafi bent þeim á að vísa erindinu til Hveragerðisbæjar. „Búið að fara nokkrar heimsóknir en ekkert hefur breyst. Hún segir klárt að ég eigi ekki að verða fyrir ónotum og finna plast brunalykt. Að auki segir sigrún að það sé ekkert víst að þetta sé heilsuspillandi og geti tæplega lokað fyrirtæki með svo mörgum starfsmönnum. Undarlegt álit þykir mér.“ Þá segir hann kunningja sinn og fyrirtækjaeiganda að Mánamörk í Hveragerði ekki geta haft glugga opna á norðurhlið vegna plast salla í lofti, brunalyktar og ýldulyktar. Sigurður Halldórsson segir Pure North gera sitt besta til að verða við slíkum ábendingum.Vísir/Vilhelm Vill gera betur Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North, segir í samtali við Vísi, að slíkar kvartanir komi reglulega upp. Bæjarstjóri eigi enn eftir að ræða við sig en Sigurður segir fyrirtækið vilja vinna með yfirvöldum. Lykt sé hluti af starfseminni „Við höfum ekki heyrt af þessum tilteknu kvörtunum en við höfum átt í góðu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld í gegnum árin og munum gera það áfram. Við erum alltaf að leita leiða til að gera betur og starfsemi okkar er í stöðugri þróun.“ Sigurður segir að fyrirtækið hafi brugðist við slíkum ábendingum af festu. Til mikils sé að vinna með því að endurvinna frekar hér heima en erlendis. Pure North hafi meðal annars gert athugasemdir við að íbúabyggð yrði byggð í nágrenni við iðnaðarhverfið að Sunnumörk á sínum tíma, en ekki hafi verið hlustað á það. „Þegar við hefjum starfsemi árið 2008 þá erum við í rauninni úti í sveit. Síðan þá hefur orðið heilmikil uppbygging í kring sem getur verið erfitt.“ Hveragerði Umhverfismál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Í fundargerð bæjarráðs Hveragerðis frá því í vikunni er Geir Sveinssyni bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn Pure North vegna málsins. Tilefnið er bréf frá Bifreiðaverkstæði Jóhanns ehf. til bæjarráðsins. Hefur gluggann lokaðan Í bréfinu kemur fram að plastbrunalykt frá Pure North angri bifvélavirkjana mjög í nágrenni endurvinnslustöðvarinnar að Sunnumörk 4. Á lygnum dögum í ákveðinni vindátt eru þeir komnir með hausverk og ónot seinni hluta dags. Þeir spyrja hvað bæjaryfirvöld ætla að gera og hvort fyrirtækið sé með leyfi fyrir slíkri mengun. „Erum klárlega ekki að njóta dagsins sem er algerlega óboðlegt. Slæma daga forðast ég að vera utandyra í hverfinu,“ skrifar bifvélavirkinn. Hann kveðst hafa verið í samskiptum við heilbrigðiseftirlit Suðurlands vegna málsins. Þar hafi hann fengið þau svör að margar kvartanir hafi borist vegna lyktarmengunar í hverfinu. Hefur hann eftir Sigrúnu Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra eftirlitsins, að hún viti af plast salla sem leggist yfir hverfið. Hún hafi bent þeim á að vísa erindinu til Hveragerðisbæjar. „Búið að fara nokkrar heimsóknir en ekkert hefur breyst. Hún segir klárt að ég eigi ekki að verða fyrir ónotum og finna plast brunalykt. Að auki segir sigrún að það sé ekkert víst að þetta sé heilsuspillandi og geti tæplega lokað fyrirtæki með svo mörgum starfsmönnum. Undarlegt álit þykir mér.“ Þá segir hann kunningja sinn og fyrirtækjaeiganda að Mánamörk í Hveragerði ekki geta haft glugga opna á norðurhlið vegna plast salla í lofti, brunalyktar og ýldulyktar. Sigurður Halldórsson segir Pure North gera sitt besta til að verða við slíkum ábendingum.Vísir/Vilhelm Vill gera betur Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North, segir í samtali við Vísi, að slíkar kvartanir komi reglulega upp. Bæjarstjóri eigi enn eftir að ræða við sig en Sigurður segir fyrirtækið vilja vinna með yfirvöldum. Lykt sé hluti af starfseminni „Við höfum ekki heyrt af þessum tilteknu kvörtunum en við höfum átt í góðu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld í gegnum árin og munum gera það áfram. Við erum alltaf að leita leiða til að gera betur og starfsemi okkar er í stöðugri þróun.“ Sigurður segir að fyrirtækið hafi brugðist við slíkum ábendingum af festu. Til mikils sé að vinna með því að endurvinna frekar hér heima en erlendis. Pure North hafi meðal annars gert athugasemdir við að íbúabyggð yrði byggð í nágrenni við iðnaðarhverfið að Sunnumörk á sínum tíma, en ekki hafi verið hlustað á það. „Þegar við hefjum starfsemi árið 2008 þá erum við í rauninni úti í sveit. Síðan þá hefur orðið heilmikil uppbygging í kring sem getur verið erfitt.“
Hveragerði Umhverfismál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira