Svíar færast nær aðild að NATO Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2023 21:01 Tobias Billstrom utanríkisráðherra Svíþjóðar ræðir við fréttamenn í höfuðstöðvum NATO í Brussel í dag. AP/Virginia Mayo Svíar hafa færst nær aðild að Atlantshafsbandalaginu eftir fund háttsettra embættismanna Tyrklands og Svíþjóðar með aðalframkvæmdastjóra NATO í dag ásamt fulltrúum Finna. Tyrkir og Ungverjar lögðust gegn aðild Finna og Svía en Finnar gengu í bandalagið í apríl. Forseti Tyrklands hefur farið fram á ýmsar stefnubreytingar hjá stjórn Svíþjóðar meðal annars varðandi stuðning við samtök sjálfstæðissinnaðra Kúrda (PKK), sem hann flokkar sem hryðjuverkasamtök, og framsal Kúrda sem Svíar hafa veitt hæli. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO leggur áherslu á að aðild Svía að bandalaginu verði samþykkt á leiðtogafundi NATO í næstu viku.AP/Virginia Mayo Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO leggur áherslu á að gengið verði frá aðild Svía á leiðtogafundi NATO í Vilius í Litháen í næstu viku. "Í dag staðfestum við á ný að aðild Svíðþjóðar er innan seilingar og að staðfesting á aðild Svíþjóðar þýðir ekki endalok samstarfs við Tyrkland. Því fer fjarri eins og þátttaka Finna sýnir," sagði Stoltenberg. Svíar hefðu komið til móts við Tyrki og breytt stjórnarskrá sinni. Sett ný lög gegn hryðjuverkum, aflétt takmörkunum á vopnasölu til Tyrklands og aukið samstarf gegn hryðjuverkum,þar á meðal gegn PKK flokki Kúrda. "Við erum öll sammála um að full aðild Svíþjóðar þjónar öryggishagsmunum allra aðildarríkjanna og við viljum öll ljúka þessu ferli eins fljótt og auðið er," sagði jens Stoltenberg í dag. NATO Svíþjóð Tengdar fréttir Stoltenberg stýrir NATO áfram Jens Stoltenberg stýrir Atlantshafsbandalaginu (NATO) áfram næsta árið. Þetta er i þriðja skiptið sem framkvæmdastjóratíð Stoltenberg er framlengd hjá sambandinu en hann hefur gegnt embættinu í níu ár. 4. júlí 2023 10:11 Finnar boðnir velkomnir í Atlantshafsbandalagið Hvítur og blár fáni Finnlands var dreginn að húni við höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel til marks um inngöngu landsins í dag. Landamæri Rússlands og NATO tvöfaldast að lengd með inngöngu Finna. 4. apríl 2023 15:26 Svíar geti ekki reiknað með stuðningi Tyrkja vegna NATO-umsóknar Sænsk stjórnvöld ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi tyrkneskra stjórnvalda vegna umsóknar þeirra að NATO. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í gær, fáeinum dögum eftir að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi. 24. janúar 2023 07:09 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Forseti Tyrklands hefur farið fram á ýmsar stefnubreytingar hjá stjórn Svíþjóðar meðal annars varðandi stuðning við samtök sjálfstæðissinnaðra Kúrda (PKK), sem hann flokkar sem hryðjuverkasamtök, og framsal Kúrda sem Svíar hafa veitt hæli. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO leggur áherslu á að aðild Svía að bandalaginu verði samþykkt á leiðtogafundi NATO í næstu viku.AP/Virginia Mayo Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO leggur áherslu á að gengið verði frá aðild Svía á leiðtogafundi NATO í Vilius í Litháen í næstu viku. "Í dag staðfestum við á ný að aðild Svíðþjóðar er innan seilingar og að staðfesting á aðild Svíþjóðar þýðir ekki endalok samstarfs við Tyrkland. Því fer fjarri eins og þátttaka Finna sýnir," sagði Stoltenberg. Svíar hefðu komið til móts við Tyrki og breytt stjórnarskrá sinni. Sett ný lög gegn hryðjuverkum, aflétt takmörkunum á vopnasölu til Tyrklands og aukið samstarf gegn hryðjuverkum,þar á meðal gegn PKK flokki Kúrda. "Við erum öll sammála um að full aðild Svíþjóðar þjónar öryggishagsmunum allra aðildarríkjanna og við viljum öll ljúka þessu ferli eins fljótt og auðið er," sagði jens Stoltenberg í dag.
NATO Svíþjóð Tengdar fréttir Stoltenberg stýrir NATO áfram Jens Stoltenberg stýrir Atlantshafsbandalaginu (NATO) áfram næsta árið. Þetta er i þriðja skiptið sem framkvæmdastjóratíð Stoltenberg er framlengd hjá sambandinu en hann hefur gegnt embættinu í níu ár. 4. júlí 2023 10:11 Finnar boðnir velkomnir í Atlantshafsbandalagið Hvítur og blár fáni Finnlands var dreginn að húni við höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel til marks um inngöngu landsins í dag. Landamæri Rússlands og NATO tvöfaldast að lengd með inngöngu Finna. 4. apríl 2023 15:26 Svíar geti ekki reiknað með stuðningi Tyrkja vegna NATO-umsóknar Sænsk stjórnvöld ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi tyrkneskra stjórnvalda vegna umsóknar þeirra að NATO. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í gær, fáeinum dögum eftir að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi. 24. janúar 2023 07:09 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Stoltenberg stýrir NATO áfram Jens Stoltenberg stýrir Atlantshafsbandalaginu (NATO) áfram næsta árið. Þetta er i þriðja skiptið sem framkvæmdastjóratíð Stoltenberg er framlengd hjá sambandinu en hann hefur gegnt embættinu í níu ár. 4. júlí 2023 10:11
Finnar boðnir velkomnir í Atlantshafsbandalagið Hvítur og blár fáni Finnlands var dreginn að húni við höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel til marks um inngöngu landsins í dag. Landamæri Rússlands og NATO tvöfaldast að lengd með inngöngu Finna. 4. apríl 2023 15:26
Svíar geti ekki reiknað með stuðningi Tyrkja vegna NATO-umsóknar Sænsk stjórnvöld ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi tyrkneskra stjórnvalda vegna umsóknar þeirra að NATO. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í gær, fáeinum dögum eftir að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi. 24. janúar 2023 07:09