Varar við mótmælum sem gætu valdið alvarlegum meiðslum eða dauða Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júlí 2023 07:01 Framkvæmdarstjóri breska Silverstone-kappakstursins í Formúlu 1 hefur engan áhuga á því að sjá mótmælendur hlaupa út á brautina. Eðlilega svo sem. Vísir/Getty Stuart Pringle, framkvæmdarstjóri breska Silverstone-kappakstursins í Formúlu 1, varar þá sem gætu ætlað sér að nýta kappaksturinn til mótmæla við því að hlaupa inn á brautina þar sem það gæti valdið alvarlegum slysum eða dauða. Nokkrir íþróttaviðburðir hafa verið truflaðir undanfarnar vikur og mánuði af umhverfis- og dýraverndunarsamtökum sem hafa nýtt vel sótta viðburði til að vekja athygli á malstað sínum. Nýlegasta dæmið er frá Wimbledon-mótinu í tennis þar sem einstaklingar á vegum samtakanna Just Stop Oil sá til þess að gera þurfti hlé á viðureignum. Pringle segir hins vegar að munurinn á því að stöðva tennisleik og kappakstur í Formúlu 1 sé sá að það síðarnefnda geti haft mun alvarlegri afleiðingar í för með sér. „Það er fáránlegt kæruleysi að leggja eigið líf að veði fyrir málstaðinn,“ sagði Pringle. „Þetta gæti líka sett líf ökumanna, áhorfenda og starfsmanna í hættu.“ Hann segir að um 480 þúsund manns verði á svæðinu þegar Silverstone-kappaksturinn fer fram um helgina og að þrátt fyrir að brautin sé girt af sé girðingin ekki hönnuð til að halda fólki af brautinni. „Þetta er öðruvísi en í krikket eða tennis. Við erum með girðingu sem er hönnuð til að koma í veg fyrir að fljúgandi partar úr kappakstursbíl fari upp í stúku ef slys verður,“ bætti hann við. „Það hjálpar klárlega, en girðingin er hönnuð til þess en ekki til að stöðva einhverja manneskju sem er ákveðin í því að komast inn á brautina og leggja líf sitt í hættu.“ Akstursíþróttir Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nokkrir íþróttaviðburðir hafa verið truflaðir undanfarnar vikur og mánuði af umhverfis- og dýraverndunarsamtökum sem hafa nýtt vel sótta viðburði til að vekja athygli á malstað sínum. Nýlegasta dæmið er frá Wimbledon-mótinu í tennis þar sem einstaklingar á vegum samtakanna Just Stop Oil sá til þess að gera þurfti hlé á viðureignum. Pringle segir hins vegar að munurinn á því að stöðva tennisleik og kappakstur í Formúlu 1 sé sá að það síðarnefnda geti haft mun alvarlegri afleiðingar í för með sér. „Það er fáránlegt kæruleysi að leggja eigið líf að veði fyrir málstaðinn,“ sagði Pringle. „Þetta gæti líka sett líf ökumanna, áhorfenda og starfsmanna í hættu.“ Hann segir að um 480 þúsund manns verði á svæðinu þegar Silverstone-kappaksturinn fer fram um helgina og að þrátt fyrir að brautin sé girt af sé girðingin ekki hönnuð til að halda fólki af brautinni. „Þetta er öðruvísi en í krikket eða tennis. Við erum með girðingu sem er hönnuð til að koma í veg fyrir að fljúgandi partar úr kappakstursbíl fari upp í stúku ef slys verður,“ bætti hann við. „Það hjálpar klárlega, en girðingin er hönnuð til þess en ekki til að stöðva einhverja manneskju sem er ákveðin í því að komast inn á brautina og leggja líf sitt í hættu.“
Akstursíþróttir Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira