Stemning hjá stelpunum á Snapchat meðan dregið var Valur Páll Eiríksson skrifar 6. júlí 2023 21:01 Thea Imani Sturludóttir getur ekki beðið eftir heimsmeistaramótinu í vetur. Vísir/Dúi Í dag kom í ljós hverjir mótherjar Íslands verða í riðlakeppni HM kvenna í handbolta í desember. Landsliðskonan Thea Imani Sturludóttir kveðst ekki geta beðið eftir sumarfríslokum svo hún geti hafið undirbúning fyrir mótið. Ísland var í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handbolta í Scandinavium-höllinni í Svíþjóð í dag. Mótið hefst í lok nóvember og fer fram í Danmörku og Noregi, auk Svíþjóðar. Ísland dróst í riðil með silfurhöfum síðasta móts frá Frakklandi, sterku liði Slóveníu og Afríkumeisturum Angóla. Riðillinn verður leikinn í Stafangri í Noregi. Thea segir spenningin yfirgnæfa skoðanir á stökum andstæðingum á mótinu. „Þetta hefði getað dregist á aðeins léttari hátt fyrir okkur en við tökum bara því sem við fengum. Við erum spenntar fyrir þessu. Við bjuggumst ekki við þessu móti, þetta er algjör bónus og heppnin með okkur,“ segir Thea en Ísland fékk boðssæti á mótinu fyrr í vikunni en stelpurnar okkar voru á meðal liða sem náðu bestum árangri í undankeppni Evrópu sem ekki komust beint á mótið. Samverustund á Snapchat Thea segist þá hafa getað fylgst með drættinum með öðru auganu á meðan hún sinnti vinnu í dag, en drátturinn hófst klukkan 13:30. Landsliðskonurnar fóru þá vel yfir málin á samfélagsmiðlinum Snapchat á meðan drættinum stóð. „Ég var með kveikt á þessu í vinnuni og kíkti á þetta. Það var spennandi að sjá þegar dregið var í riðlana og við stelpurnar vorum með Snapchat-hópinn í gangi og vorum að spjalla um þetta. Þannig að þetta var skemmtilegt.“ Á bleiku skýi Hún kveðst þá vart hafa getað hætt að brosa síðan tilkynnt var um sæti Íslands á mótinu í vikunni. „Ég var einmitt í fríi í útlöndum og ég var allan daginn bara á einhverju skýi, í gleðivímu. Þetta var ótrúlega góð tilfinning að loksins komast inn á mót. Við erum lengi búnar að vera hársbreidd frá því og kannski aðeins óheppnar í þessu. Þannig að það var geggjað að fá smá lukku.“ Strax kominn fiðringur í fingurna Thea meiddist undir lok síðasta tímabils þegar hún varð Íslandsmeistari með Val í Vestmannaeyjum. Hún er enn að jafna sig á þeim meiðslum en kveðst ekki geta beðið eftir að snúa aftur á handboltavöllinn til að undirbúa sig fyrir komandi átök. „Þetta byrjar í lok nóvember og maður er strax kominn með titring í puttana, nýkomin í sumarfrí, að byrja að æfa aftur. Ég held ég þurfi að fara gætilega í æfingar í sumar,“ segir Thea í ljósi meiðslanna. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
Ísland var í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handbolta í Scandinavium-höllinni í Svíþjóð í dag. Mótið hefst í lok nóvember og fer fram í Danmörku og Noregi, auk Svíþjóðar. Ísland dróst í riðil með silfurhöfum síðasta móts frá Frakklandi, sterku liði Slóveníu og Afríkumeisturum Angóla. Riðillinn verður leikinn í Stafangri í Noregi. Thea segir spenningin yfirgnæfa skoðanir á stökum andstæðingum á mótinu. „Þetta hefði getað dregist á aðeins léttari hátt fyrir okkur en við tökum bara því sem við fengum. Við erum spenntar fyrir þessu. Við bjuggumst ekki við þessu móti, þetta er algjör bónus og heppnin með okkur,“ segir Thea en Ísland fékk boðssæti á mótinu fyrr í vikunni en stelpurnar okkar voru á meðal liða sem náðu bestum árangri í undankeppni Evrópu sem ekki komust beint á mótið. Samverustund á Snapchat Thea segist þá hafa getað fylgst með drættinum með öðru auganu á meðan hún sinnti vinnu í dag, en drátturinn hófst klukkan 13:30. Landsliðskonurnar fóru þá vel yfir málin á samfélagsmiðlinum Snapchat á meðan drættinum stóð. „Ég var með kveikt á þessu í vinnuni og kíkti á þetta. Það var spennandi að sjá þegar dregið var í riðlana og við stelpurnar vorum með Snapchat-hópinn í gangi og vorum að spjalla um þetta. Þannig að þetta var skemmtilegt.“ Á bleiku skýi Hún kveðst þá vart hafa getað hætt að brosa síðan tilkynnt var um sæti Íslands á mótinu í vikunni. „Ég var einmitt í fríi í útlöndum og ég var allan daginn bara á einhverju skýi, í gleðivímu. Þetta var ótrúlega góð tilfinning að loksins komast inn á mót. Við erum lengi búnar að vera hársbreidd frá því og kannski aðeins óheppnar í þessu. Þannig að það var geggjað að fá smá lukku.“ Strax kominn fiðringur í fingurna Thea meiddist undir lok síðasta tímabils þegar hún varð Íslandsmeistari með Val í Vestmannaeyjum. Hún er enn að jafna sig á þeim meiðslum en kveðst ekki geta beðið eftir að snúa aftur á handboltavöllinn til að undirbúa sig fyrir komandi átök. „Þetta byrjar í lok nóvember og maður er strax kominn með titring í puttana, nýkomin í sumarfrí, að byrja að æfa aftur. Ég held ég þurfi að fara gætilega í æfingar í sumar,“ segir Thea í ljósi meiðslanna. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti