Fótbolti

Hneig niður í úrslitunum en skrifar nú undir nýjan samning

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Tom Lockyer verður klár í slaginn þegar enska úrvalsdeildin fer af stað í ágúst.
Tom Lockyer verður klár í slaginn þegar enska úrvalsdeildin fer af stað í ágúst. Richard Heathcote/Getty Images

Tom Lockyer, fyrirliði nýliða Luton, hefur skrifað undir nújan samning við félagið. Hann mun því leika með Luton í ensku úrvalsdeildinni á komandi, en hann hneig niður í úrslitaleik umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Þessi 28 ára gamli velski varnarmaður gekkst undir aðgerð í síðasta mánuði vegna hjartsláttatruflanna. Hann hneig niður í úrslitaleik Luton og Coventry í umspilinu um sæti í deild þeirra bestu.

Lockyer hefur þó náð fullum bata og verður því klár í slaginn þegar Luton mætir til leiks í ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili.

Þessi 28 ára gamli varnarmaður hefur verið hjá Luton frá árinu 2020 og leikið 88 deildarleiki fyrir félagið. Hann var mikilvægur hlekkur í liðinu þegar Luton vann sér inn sæti í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn síðan deildin var stofnuð árið 1992. Þá á hann einnig að baki 14 leiki fyrir velska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×