„Vissi að við værum með lið sem gæti unnið öll hin liðin í deildinni“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. júlí 2023 09:00 Magnús Már ásamt syni sínum, Einari Inga. vísir/ívar Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, hefur verið knattspyrnuáhugamönnum að góðu kunnur í um tvo áratugi enda var hann byrjaður að skrifa fyrir fótbolta.net um fermingu. Fyrir tæpum fjórum árum síðan lagði hann svo lyklaborðið frá sér og tók við þjálfun uppeldisfélagsins. „Þetta hefur verið skemmtilegra en ég átti von á. Ég var búinn að vera á fótbolti.net í nítján ár og hélt ég myndi sakna þess meira. Það hefur ekki verið söknuður í einn dag því ég er í fótbolta alla daga,“ segir hinn viðkunnalegi Magnús Már léttur. Ákveðin hugmyndafræði í gangi Liði Aftureldingar var aðeins spáð sjötta sætinu í deildinni en þegar níu umferðir eru búnar af mótinu er Afturelding á toppnum og hefur ekki enn tapað leik. Afturelding spilar skemmtilegan bolta eins og sést líka á því að liðið hefur skorað mest allra liða í deildinni. „Lykillinn að þessum árangri núna er mikil vinna undanfarin ár. Það er ákveðin hugmyndafræði í gangi hérna og strákarnir hafa lagt á sig mikla vinnu. Við höfum líka fengið inn leikmenn sem hafa fallið inn í hugmyndafræðina. Svo er mikil stemning í bæjarfélaginu og þetta er allt að smella,“ segir þjálfarinn sem er þó með báða fætur á jörðinni. „Mótið er varla hálfnað og það man enginn hvar var á toppnum í júlí. Þetta snýst um að vera á toppnum í september og við viljum meira.“ Vissi að við stæðum öðrum liðum snúning Þessi flotta byrjun Mosfellinga hefur komið mörgum á óvart en ekki Magnúsi. „Í draumaheimi já. Ég vissi að við værum að púsla saman liði sem gæti gert góða hluti í sumar. Lið sem getur unnið öll lið í þessari deild. Ég vissi að við værum með lið sem gæti staðið öllum liðum snúning og það hefur komið á daginn,“ segir Magnús Már en ef liðið kemst upp. Er bæði liðið og félagið tilbúið í svo stórt skref? Leikmenn sem geta tekið skrefið í efstu deild „Leikmennirnir eru flestir á mjög góðum aldrei og eru að bæta sig sem fótboltamenn. Ég treysti þeim til að taka þetta skref. Auðvitað yrðum við samt að styrkja hópinn eitthvað. Það er gott utanumhald í kringum liðið. Það sem vantar er samt betri aðstaða fyrir áhorfendur. Við erum með áhorfendasvæði fyrir 300 manns en á síðasta leik voru um 1.000 manns á vellinum. Því fyrr sem verður byrjað að grafa og gera eitthvað hérna því betra.“ Sjá má viðtalið við Magnús Má í heild sinni hér að neðan. Klippa: Ætlum okkur stærri hluti Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
„Þetta hefur verið skemmtilegra en ég átti von á. Ég var búinn að vera á fótbolti.net í nítján ár og hélt ég myndi sakna þess meira. Það hefur ekki verið söknuður í einn dag því ég er í fótbolta alla daga,“ segir hinn viðkunnalegi Magnús Már léttur. Ákveðin hugmyndafræði í gangi Liði Aftureldingar var aðeins spáð sjötta sætinu í deildinni en þegar níu umferðir eru búnar af mótinu er Afturelding á toppnum og hefur ekki enn tapað leik. Afturelding spilar skemmtilegan bolta eins og sést líka á því að liðið hefur skorað mest allra liða í deildinni. „Lykillinn að þessum árangri núna er mikil vinna undanfarin ár. Það er ákveðin hugmyndafræði í gangi hérna og strákarnir hafa lagt á sig mikla vinnu. Við höfum líka fengið inn leikmenn sem hafa fallið inn í hugmyndafræðina. Svo er mikil stemning í bæjarfélaginu og þetta er allt að smella,“ segir þjálfarinn sem er þó með báða fætur á jörðinni. „Mótið er varla hálfnað og það man enginn hvar var á toppnum í júlí. Þetta snýst um að vera á toppnum í september og við viljum meira.“ Vissi að við stæðum öðrum liðum snúning Þessi flotta byrjun Mosfellinga hefur komið mörgum á óvart en ekki Magnúsi. „Í draumaheimi já. Ég vissi að við værum að púsla saman liði sem gæti gert góða hluti í sumar. Lið sem getur unnið öll lið í þessari deild. Ég vissi að við værum með lið sem gæti staðið öllum liðum snúning og það hefur komið á daginn,“ segir Magnús Már en ef liðið kemst upp. Er bæði liðið og félagið tilbúið í svo stórt skref? Leikmenn sem geta tekið skrefið í efstu deild „Leikmennirnir eru flestir á mjög góðum aldrei og eru að bæta sig sem fótboltamenn. Ég treysti þeim til að taka þetta skref. Auðvitað yrðum við samt að styrkja hópinn eitthvað. Það er gott utanumhald í kringum liðið. Það sem vantar er samt betri aðstaða fyrir áhorfendur. Við erum með áhorfendasvæði fyrir 300 manns en á síðasta leik voru um 1.000 manns á vellinum. Því fyrr sem verður byrjað að grafa og gera eitthvað hérna því betra.“ Sjá má viðtalið við Magnús Má í heild sinni hér að neðan. Klippa: Ætlum okkur stærri hluti
Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð