Heimsótti Snákaeyju eftir fimm hundruð daga stríð Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2023 09:45 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, á Snákaeyju. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór nýverið til Snákaeyju á Svartahafi þar sem hann minntist þeirra hermanna sem féllu þar í átökum við Rússa. Þá markaði hann að fimm hundruð dagar eru liðnir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst og hét því að frelsa öll þau svæði sem Rússar hafa hernumið. Snákaeyja naut mikillar athygli í upphafi innrásar Rússa þar sem tiltölulega fámennur hópur hermanna stóð í hárinu á Svartahafsflota Rússa. Eftir að rússneskt herskip hafði varpað sprengjum á eyjuna og skipað hermönnum þar að gefast upp svöruðu úkraínskir hermenn og sögðu Rússunum að fara í rassgat. Svar þetta naut mikillar hylli í Úkraínu og víðar. Hermennirnir þurftu að endingu að gefast upp en voru frelsaðir í fangaskiptum. Umrætt herskip, Moskva, sökk í fyrra eftir árás Úkraínumanna. Rússar þurftu svo að yfirgefa eyjuna síðasta sumar, vegna ítrekaðra árása Úkraínumanna á hermenn þar. Selenskí sagði í ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í morgun að eyjan yrði aldrei aftur hernumin. Hann þakkaði einnig öllum úkraínskum hermönnum fyrir að hafa barist í þessa fimm hundruð daga. 500 days of the full-scale war.Snake Island. The free island of free Ukraine.I am grateful to everyone who fought here against the occupiers. We commemorated the heroes who gave their lives in this battle one of the most important during the full-scale war.Glory to pic.twitter.com/RODccfWkWm— (@ZelenskyyUa) July 8, 2023 Líklegt er að Selenskí hafi farið til eyjunnar við sólarupprás í morgun. Forsetinn var á ferð og flugi um Evrópu í vikunni, þar sem hann ræddi við þjóðarleiðtoga um aðildarumsókn Úkraínu í Atlantshafsbandalagið. Úkraínumenn hafa engin herskip til að tala um á Svartahafi en Það gera Rússar. Herskipunum er þó haldið tiltölulega langt frá ströndum Úkraínu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Hernaður Tengdar fréttir Biden sendir Úkraínumönnum klasasprengjur Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir klasasprengjum, sem eru bannaðar í flestum ríkjum heims. Aðstoðin verður veitt á grundvelli undanþáguákvæðis vegna þjóðaröryggis. 7. júlí 2023 12:19 Rússar þræta eins og venjulega fyrir árás á íbúðabyggð Fimm óbreyttir borgarar féllu og 34 særðust í eldflaugaárás Rússa á íbúðabyggð í Lviv í vesturhluta Úkraínu síðast liðna nótt. Rússar fagna því hins vegar að hafa eytt geymslu fyrir brynvarinn faratæki. 6. júlí 2023 19:21 Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. 5. júlí 2023 20:01 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Snákaeyja naut mikillar athygli í upphafi innrásar Rússa þar sem tiltölulega fámennur hópur hermanna stóð í hárinu á Svartahafsflota Rússa. Eftir að rússneskt herskip hafði varpað sprengjum á eyjuna og skipað hermönnum þar að gefast upp svöruðu úkraínskir hermenn og sögðu Rússunum að fara í rassgat. Svar þetta naut mikillar hylli í Úkraínu og víðar. Hermennirnir þurftu að endingu að gefast upp en voru frelsaðir í fangaskiptum. Umrætt herskip, Moskva, sökk í fyrra eftir árás Úkraínumanna. Rússar þurftu svo að yfirgefa eyjuna síðasta sumar, vegna ítrekaðra árása Úkraínumanna á hermenn þar. Selenskí sagði í ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í morgun að eyjan yrði aldrei aftur hernumin. Hann þakkaði einnig öllum úkraínskum hermönnum fyrir að hafa barist í þessa fimm hundruð daga. 500 days of the full-scale war.Snake Island. The free island of free Ukraine.I am grateful to everyone who fought here against the occupiers. We commemorated the heroes who gave their lives in this battle one of the most important during the full-scale war.Glory to pic.twitter.com/RODccfWkWm— (@ZelenskyyUa) July 8, 2023 Líklegt er að Selenskí hafi farið til eyjunnar við sólarupprás í morgun. Forsetinn var á ferð og flugi um Evrópu í vikunni, þar sem hann ræddi við þjóðarleiðtoga um aðildarumsókn Úkraínu í Atlantshafsbandalagið. Úkraínumenn hafa engin herskip til að tala um á Svartahafi en Það gera Rússar. Herskipunum er þó haldið tiltölulega langt frá ströndum Úkraínu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Hernaður Tengdar fréttir Biden sendir Úkraínumönnum klasasprengjur Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir klasasprengjum, sem eru bannaðar í flestum ríkjum heims. Aðstoðin verður veitt á grundvelli undanþáguákvæðis vegna þjóðaröryggis. 7. júlí 2023 12:19 Rússar þræta eins og venjulega fyrir árás á íbúðabyggð Fimm óbreyttir borgarar féllu og 34 særðust í eldflaugaárás Rússa á íbúðabyggð í Lviv í vesturhluta Úkraínu síðast liðna nótt. Rússar fagna því hins vegar að hafa eytt geymslu fyrir brynvarinn faratæki. 6. júlí 2023 19:21 Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. 5. júlí 2023 20:01 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Biden sendir Úkraínumönnum klasasprengjur Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir klasasprengjum, sem eru bannaðar í flestum ríkjum heims. Aðstoðin verður veitt á grundvelli undanþáguákvæðis vegna þjóðaröryggis. 7. júlí 2023 12:19
Rússar þræta eins og venjulega fyrir árás á íbúðabyggð Fimm óbreyttir borgarar féllu og 34 særðust í eldflaugaárás Rússa á íbúðabyggð í Lviv í vesturhluta Úkraínu síðast liðna nótt. Rússar fagna því hins vegar að hafa eytt geymslu fyrir brynvarinn faratæki. 6. júlí 2023 19:21
Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. 5. júlí 2023 20:01