Þrír prestar sakaðir um að nauðga konu reglulega í rúmlega þrjátíu ár Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 9. júlí 2023 14:30 Árið 2018 hóf spænska dagblaðið El País að rannsaka kynferðislegt níð kirkjunnar manna eftir að kirkjuþing neitaði að hefja eigin innri rannsókn í kjölfar frétta af umfangsmiklu kynferðisofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar víða um heim. Fullyrt var að spænska kirkjan væri undantekning og flekklaus. Fram til dagsins í dag hefur El País opinberað ásakanir á hendur 1.020 kirkjunnar mönnum sem sakaðir eru um að hafa beitt 2.151 einstakling kynferðislegu ofbeldi frá miðbiki síðustu aldar til dagsins í dag. Getty Images Kona á sextugsaldri á spænsku eyjunni Mallorca hefur sakað þrjá presta um að hafa nauðgað sér reglulega í meira en 30 ár. Faðir hennar beitti hana kynferðislegu ofbeldi frá barnæsku. Einn prestanna býr enn á Mallorca en hinir tveir eru fluttir upp á fastalandið. Konan hefur kært guðsmennina og segir þá hafa nýtt sér andleg veikindi hennar, en faðir hennar beitti hana kynferðislegu ofbeldi lungann úr æsku hennar. Ofbeldið hófst þegar hún var 15 ára Hún segir að einn prestanna hafi byrjað að níðast á sér árið 1985, þegar hún var 15 ára eftir að hún trúði honum fyrir því að pabbi hennar nauðgaði henni reglulega. Og í stað þess að hjálpa henni, sagði hún fyrir dómi, þá hóf hann að gera nákvæmlega það sama og faðir hennar gerði. Þessi prestur, af trúarreglu jesúíta, flutti upp á fastalandið árið 1988, en kom reglulega í heimsókn til Majorka til þess að nauðga konunni. Staðgengill þessa prests hélt svo áfram uppteknum hætti. Uppeldi konunnar gekk út á að þegja og hlýða Hún segir að henni hafi verið algerlega ómögulegt að stöðva mennina, fyrst og fremst vegna þess uppeldis sem hún hlaut, sem gekk út á að þegja og hlýða. Fjölskylda hennar hafi verið afskaplega trúuð og íhaldssöm, enginn samt eins og faðirinn sem níddist á henni. Hún segir móður sína hafa vitað af ofbeldinu en ekki lyft litla fingri til að hjálpa dóttur sinni. Þriðji guðsmaðurinn var vinur fjölskyldunnar og konan segir hann hafa byrjað að níðast á sér þegar hún var komin á þrítugsaldur. Ofbeldi þessara þriggja manna hafi ekki lokið fyrr en árið 2021 og hafði þá staðið yfir í 36 ár. Jesúítareglan gengst við brotum tveggja mannanna Tveir prestanna tilheyra trúarreglu jesúita, sem hefur lagt sérstaka áherslu á að liðsinna þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Jesúítareglan hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem gengist er við brotunum og þau hörmuð. Konan er beðin innilegrar afsökunar á framferði prestanna tveggja, sem hefðu einmitt átt að leggja alla áherslu á að vernda þessa viðkvæmu stúlku sem hafði mátt þola svo margt í æsku sinni, eins og segir í yfirlýsingunni. Málið er í rannsókn, en mennirnir hafa verið leystir frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. Spánn Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Einn prestanna býr enn á Mallorca en hinir tveir eru fluttir upp á fastalandið. Konan hefur kært guðsmennina og segir þá hafa nýtt sér andleg veikindi hennar, en faðir hennar beitti hana kynferðislegu ofbeldi lungann úr æsku hennar. Ofbeldið hófst þegar hún var 15 ára Hún segir að einn prestanna hafi byrjað að níðast á sér árið 1985, þegar hún var 15 ára eftir að hún trúði honum fyrir því að pabbi hennar nauðgaði henni reglulega. Og í stað þess að hjálpa henni, sagði hún fyrir dómi, þá hóf hann að gera nákvæmlega það sama og faðir hennar gerði. Þessi prestur, af trúarreglu jesúíta, flutti upp á fastalandið árið 1988, en kom reglulega í heimsókn til Majorka til þess að nauðga konunni. Staðgengill þessa prests hélt svo áfram uppteknum hætti. Uppeldi konunnar gekk út á að þegja og hlýða Hún segir að henni hafi verið algerlega ómögulegt að stöðva mennina, fyrst og fremst vegna þess uppeldis sem hún hlaut, sem gekk út á að þegja og hlýða. Fjölskylda hennar hafi verið afskaplega trúuð og íhaldssöm, enginn samt eins og faðirinn sem níddist á henni. Hún segir móður sína hafa vitað af ofbeldinu en ekki lyft litla fingri til að hjálpa dóttur sinni. Þriðji guðsmaðurinn var vinur fjölskyldunnar og konan segir hann hafa byrjað að níðast á sér þegar hún var komin á þrítugsaldur. Ofbeldi þessara þriggja manna hafi ekki lokið fyrr en árið 2021 og hafði þá staðið yfir í 36 ár. Jesúítareglan gengst við brotum tveggja mannanna Tveir prestanna tilheyra trúarreglu jesúita, sem hefur lagt sérstaka áherslu á að liðsinna þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Jesúítareglan hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem gengist er við brotunum og þau hörmuð. Konan er beðin innilegrar afsökunar á framferði prestanna tveggja, sem hefðu einmitt átt að leggja alla áherslu á að vernda þessa viðkvæmu stúlku sem hafði mátt þola svo margt í æsku sinni, eins og segir í yfirlýsingunni. Málið er í rannsókn, en mennirnir hafa verið leystir frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir.
Spánn Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira