Fótbolti

Tveir Ís­lendingar komu við sögu í tapi Sirius

Smári Jökull Jónsson skrifar
Aron Bjarnason var í byrjunarliði Sirius í dag.
Aron Bjarnason var í byrjunarliði Sirius í dag.

Aron Bjarnason og Óli Valur Ómarsson komu báðir við sögu þegar Sirius beið lægri hlut gegn Hammarby í sænska boltanum í dag. Daníel Tristan Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Malmö FF sem tapaði á heimavelli.

Sirius tók á móti Hammarby á heimavelli sínum í Uppsölum. Fyrir leikinn var Sirius í tólfta sæti með 14 stig en Hammarby í tíunda sæti með tveimur stigum meira.

Gestirnir frá Hammarby byrjuðu betur og náðu forystunni á 37. mínútu þegar Jusef Erabi skoraði. Fjórum mínútum síðar jafnaði Tashreeq Matthews fyrir Sirius og staðan því 1-1 í hálfleik.

Það voru síðan gestirnir sem tryggðu sér sigur í síðari hálfleiknum. Fredrik Hammar skoraði þá með skalla eftir sendingu Nahir Besara. Aron Bjarnason var í byrjunarliði Sirius en var tekinn af velli á 85. mínútu. Óli Valur Ómarsson byrjaði á bekknum en lék síðustu tuttugu mínútur leiksins.

Daníel Tristan Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Malmö FF sem tapaði óvænt á heimavelli fyrir Mjällby 2-1. Daníel Tristan var tekinn inn í aðallið Malmö fyrir tímabilið og hefur fengið tækifæri af bekknum á tímabilinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×