Handbolti

Sáu aldrei til sólar gegn Portúgal

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Íslenska liðið átti erfitt uppdráttar í dag.
Íslenska liðið átti erfitt uppdráttar í dag. EHF/Marius Ionescu

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 19 ára og yngri steinlá gegn Portúgal í B-riðli Evrópumótsins sem fram fer í Rúmeníu. Lokatölur 44-27 Portúgal í vil.

Ísland byrjaði mótið með tapi gegn Rúmeníu og tapaði svo naumlega fyrir Þýskalandi í öðrum leik sínum. Íslensku stelpurnar fengu svo harkalegan skell í dag en munurinn í hálfleik var 12 mörk, staðan þá 22-10.

Það sama var upp á teningnum í síðari hálfleik þó sóknarleikur Íslands hafi skánað, sigur Portúgals einkar öruggur. Ísland mun því spila um 9. til 16. sæti á mótinu.

Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst í liði Íslands með 6 mörk. Þar á eftir kom Lilja Ágústsdóttir með 5 mörk. Elísa Helga Sigurðardóttir varði fjögur skot í markinu og Ethel Gyða Bjarnasen varði tvö skot.

Tölfræði fengin frá Handbolti.is.


Tengdar fréttir

Grát­legt tap gegn Þýska­landi

Íslenska U-19 ára landslið kvenna í handbolta mátti þola grátlegt eins marks tap í öðrum leik sínum í B-riðli Evrópumótsins sem nú fer fram í Rúmeníu. Lokatölur 31-30 Þýskalandi í vil eftir að Ísland hafði leidd með fjórum mörkum um tíma í síðari hálfleik.

Stórt tap í fyrsta leik á EM

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 19 ára og yngri mátti þola átta marka tap er liðið mætti heimakonum í Rúmeníu í fyrsta leik í kvöld, 41-33.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×