Hópur manna reyndi að synda í Reynisfjöru Eiður Þór Árnason skrifar 10. júlí 2023 07:00 Bannað er fara út í sjóinn við Reynisfjöru en erfitt er að framfylgja reglunni. Aðsend Hópur manna sást í gær stinga sér til sunds í Reynisfjöru þar sem sterkir hafstraumar hafa áður stefnt lífi margra erlendra ferðamanna í hættu. Mönnunum virtist ekki hafa orðið meint af en fimm banaslys hafa orðið í fjörunni á síðustu sex árum. Samkvæmt sjónarvotti var um að ræða fjóra unga menn og jafnvel drengi sem gáfu lítið fyrir viðvörunarorð fólks á staðnum. Engin gæsla er á svæðinu en að sögn lögreglunnar á Suðurlandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar barst engin tilkynning um atvikið inn á þeirra borð. Íris Guðnadóttir sem er meðal landeigenda að Reynisfjöru hafði ekki heldur heyrt af málinu þegar fréttastofa náði af henni tali en sagði það skýrt að óheimilt væri að synda í fjörunni. Það kæmi til að mynda fram á viðvörunarskilti á svæðinu. Mennirnir voru ekki að stressa sig mikið á öldurótinu.Aðsend Reynt að auka öryggi á svæðinu Hópur landeigenda hefur átt í samtali við stjórnvöld um að auka öryggi ferðamanna á þessum vinsæla ferðamannastað og var sérstakur samráðshópur myndaður til að vinna að því markmiði. Íris segir að afrakstur þeirrar vinnu sé meðal annars nýlegt ölduspákerfi, fleiri og betri merkingar með korti sem sýnir hvar hættusvæði liggi, viðvörunarljós og heimasíða. Hún segir samstarf landeigenda við ferðamálastofu, ráðherra ferðamála, Landsbjörg og Vegagerðina vera farsælt en ekki hafi verið tekið til skoðunar að koma upp mannaðri gæslu í fjörunni. Aðsend Aðsend „Það er í rauninni búið að skila af sér sinni vinnu en það stóð í raun aldrei til að fara í einhverja öryggisgæslu. En við landeigendur erum svo sem alltaf að hugsa um hvað við getum gert til að bæta öryggi og höfum alveg rætt það en það er svo sem engin niðurstaða varðandi það enn þá,“ segir Íris, einn landeigenda að Reynisfjöru. Þegar uppi er staðið sé erfitt að koma alfarið í veg fyrir að fólk fari óvarlega í Reynisfjöru. „Þetta er náttúrlega bara frjálst land, við gerum ekki gert annað en að upplýsa og benda á.“ Aðsend Aðsend Ferðamennska á Íslandi Reynisfjara Mýrdalshreppur Sjósund Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fjórtán geta búist við sekt Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Samkvæmt sjónarvotti var um að ræða fjóra unga menn og jafnvel drengi sem gáfu lítið fyrir viðvörunarorð fólks á staðnum. Engin gæsla er á svæðinu en að sögn lögreglunnar á Suðurlandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar barst engin tilkynning um atvikið inn á þeirra borð. Íris Guðnadóttir sem er meðal landeigenda að Reynisfjöru hafði ekki heldur heyrt af málinu þegar fréttastofa náði af henni tali en sagði það skýrt að óheimilt væri að synda í fjörunni. Það kæmi til að mynda fram á viðvörunarskilti á svæðinu. Mennirnir voru ekki að stressa sig mikið á öldurótinu.Aðsend Reynt að auka öryggi á svæðinu Hópur landeigenda hefur átt í samtali við stjórnvöld um að auka öryggi ferðamanna á þessum vinsæla ferðamannastað og var sérstakur samráðshópur myndaður til að vinna að því markmiði. Íris segir að afrakstur þeirrar vinnu sé meðal annars nýlegt ölduspákerfi, fleiri og betri merkingar með korti sem sýnir hvar hættusvæði liggi, viðvörunarljós og heimasíða. Hún segir samstarf landeigenda við ferðamálastofu, ráðherra ferðamála, Landsbjörg og Vegagerðina vera farsælt en ekki hafi verið tekið til skoðunar að koma upp mannaðri gæslu í fjörunni. Aðsend Aðsend „Það er í rauninni búið að skila af sér sinni vinnu en það stóð í raun aldrei til að fara í einhverja öryggisgæslu. En við landeigendur erum svo sem alltaf að hugsa um hvað við getum gert til að bæta öryggi og höfum alveg rætt það en það er svo sem engin niðurstaða varðandi það enn þá,“ segir Íris, einn landeigenda að Reynisfjöru. Þegar uppi er staðið sé erfitt að koma alfarið í veg fyrir að fólk fari óvarlega í Reynisfjöru. „Þetta er náttúrlega bara frjálst land, við gerum ekki gert annað en að upplýsa og benda á.“ Aðsend Aðsend
Ferðamennska á Íslandi Reynisfjara Mýrdalshreppur Sjósund Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fjórtán geta búist við sekt Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira