Bátsins hefur verið saknað í rúma viku en hjálparsamtök á svæðinu segja hann hafa lagt úr höfn frá borginni Kafountine, sem er í suðurhluta Senegal í Afríku. Um 1700 kílómetrar eru frá Senegal til Tenerife. Samtökin segja fjölda barna vera um borð í bátnum.
Að auki er tveggja annarra flóttamannabáta saknað á sama svæði. Þeir eru taldir hafa verið með tugi manns innanborðs hvor bátur. Aðeins nokkrar vikur eru liðnað frá því að yfirfullur togari sökk undan ströndum Grikklands. Sameinuðu þjóðirnar telja að þar hafi yfir fimmhundruð manns farist.
Sjóferðin frá vesturhluta Afríku og yfir til Kanaríeyja er afar áhættusöm. Bátarnir eru yfirleitt vanbúnir til sjóferða og er talið að á síðasta ári hafi 560 manns farist á þeirri leið. Árið þar á undan var talan enn hærri, eða um 1200 manns.