„Meirihlutanum finnst þetta ekki nógu mikilvægt“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. júlí 2023 13:00 Björn Leví telur ólíklegt að nefndin komi saman fyrr en í ágúst. Vísir/Vilhelm Þrír nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins hafa kallað eftir því að nefndin komi saman til að ræða bæði Lindarhvolsmálið og Íslandsbankasöluna. Einn þeirra telur ólíklegt að nefndin verði kölluð saman. Engin viðbrögð hafi borist frá meirihluta nefndarinnar. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi hennar í fjárlaganefnd fór fram á það um helgina að nefndin komi saman í þessari viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir stjórnvalda vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Þá hefur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og áheyrnafulltrúi í nefndinni, farið fram á að Bjarkey Olsen, formaður nefndarinnar óski eftir upplýsingum um hvort Bankasýslan hafi greitt út söluþóknanir sem ákveðið var að halda eftir þegar útboðsferlið var tekið til rannsóknar. „[Nefndin þarf að ræða] bæði Íslandsbankamálið og Lindarhvolsmálið, sem hafa verið umfjöllunarefni í fjárlaganefnd og við höfum kallað eftir að nefndin verði kölluð saman vegna. Það er ekki komið neitt svar við því í rauninni þannig að við klórum okkur aðeins í hausnum og veltum því fyrir okkur hvort þetta sé ekki nógu mikilvægt,“ segir Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni. Nefndarfundur í fyrsta lagi 10. ágúst Bæði hann og Eyjólfur Ármannsson, fulltrúi Flokks Fólksins í nefndinni, hafi tekið undir kröfu Jóhanns um að nefndin komi saman. Ekkert hafi þó heyrst frá öðrum nefndarmönnum sem eru í meirihluta. „Það komu hins vegar svör út af fyrirspurnum sem við höfum verið með vegna þessara mála. Við höfum óskað eftir því að það séu sendar fyrirspurnir í gegn um nefndina. Til þess að það sé hægt að senda þær út formlega þarf að kalla saman nefndarfund. Því hefur einfaldlega verið hafnað að því leyti til að það er sagt að þetta sé ekki nægilega mikilvægt.“ Ekki má kalla nefndir þingsins saman frá 1. júlí til 10. ágúst nema brýn nauðsyn sé. Hann gerir ráð fyrir að nefndin verði kölluð saman eftir það. „Það verður að vera. Þingskaparlögin eru þannig að það þarf að kalla saman nefndina þegar fjórðungur nefndarmanna biður um það. Eins fljótt og verða má en það er þá fyrsti dagurinn, fyrst að meirihlutanum finnst þetta ekki nógu mikilvægt, sem má og það er 10. ágúst,“ sagði Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Bjarkey Olsen formanni fjárlaganefndar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Alþingi Píratar Íslandsbanki Starfsemi Lindarhvols Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Það þýðir bara að ríkisstjórnin er sprungin“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman. Þingflokksformaður Miðflokksins segir neitun stjórnarflokkanna þess efnis til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. 10. júlí 2023 11:00 Fer fram á að fjárlaganefnd sé kölluð saman Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd Alþingis, fer fram á að nefndin komi saman í næstu viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir stjórnvalda vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. 8. júlí 2023 14:20 Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi hennar í fjárlaganefnd fór fram á það um helgina að nefndin komi saman í þessari viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir stjórnvalda vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Þá hefur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og áheyrnafulltrúi í nefndinni, farið fram á að Bjarkey Olsen, formaður nefndarinnar óski eftir upplýsingum um hvort Bankasýslan hafi greitt út söluþóknanir sem ákveðið var að halda eftir þegar útboðsferlið var tekið til rannsóknar. „[Nefndin þarf að ræða] bæði Íslandsbankamálið og Lindarhvolsmálið, sem hafa verið umfjöllunarefni í fjárlaganefnd og við höfum kallað eftir að nefndin verði kölluð saman vegna. Það er ekki komið neitt svar við því í rauninni þannig að við klórum okkur aðeins í hausnum og veltum því fyrir okkur hvort þetta sé ekki nógu mikilvægt,“ segir Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni. Nefndarfundur í fyrsta lagi 10. ágúst Bæði hann og Eyjólfur Ármannsson, fulltrúi Flokks Fólksins í nefndinni, hafi tekið undir kröfu Jóhanns um að nefndin komi saman. Ekkert hafi þó heyrst frá öðrum nefndarmönnum sem eru í meirihluta. „Það komu hins vegar svör út af fyrirspurnum sem við höfum verið með vegna þessara mála. Við höfum óskað eftir því að það séu sendar fyrirspurnir í gegn um nefndina. Til þess að það sé hægt að senda þær út formlega þarf að kalla saman nefndarfund. Því hefur einfaldlega verið hafnað að því leyti til að það er sagt að þetta sé ekki nægilega mikilvægt.“ Ekki má kalla nefndir þingsins saman frá 1. júlí til 10. ágúst nema brýn nauðsyn sé. Hann gerir ráð fyrir að nefndin verði kölluð saman eftir það. „Það verður að vera. Þingskaparlögin eru þannig að það þarf að kalla saman nefndina þegar fjórðungur nefndarmanna biður um það. Eins fljótt og verða má en það er þá fyrsti dagurinn, fyrst að meirihlutanum finnst þetta ekki nógu mikilvægt, sem má og það er 10. ágúst,“ sagði Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Bjarkey Olsen formanni fjárlaganefndar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Alþingi Píratar Íslandsbanki Starfsemi Lindarhvols Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Það þýðir bara að ríkisstjórnin er sprungin“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman. Þingflokksformaður Miðflokksins segir neitun stjórnarflokkanna þess efnis til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. 10. júlí 2023 11:00 Fer fram á að fjárlaganefnd sé kölluð saman Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd Alþingis, fer fram á að nefndin komi saman í næstu viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir stjórnvalda vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. 8. júlí 2023 14:20 Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
„Það þýðir bara að ríkisstjórnin er sprungin“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman. Þingflokksformaður Miðflokksins segir neitun stjórnarflokkanna þess efnis til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. 10. júlí 2023 11:00
Fer fram á að fjárlaganefnd sé kölluð saman Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd Alþingis, fer fram á að nefndin komi saman í næstu viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir stjórnvalda vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. 8. júlí 2023 14:20
Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“