„Algjört eitur fyrir trúverðugleikann í íþróttaheiminum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2023 14:31 Gjorgji Nachevski er meðal dómara sem er grunaður um að hafa haft áhrif á úrslit leikja. Hann er sonur Dragans Nachevskis, fyrrverandi formanns dómaranefndar EHF. getty/Dean Mouhtaropoulos Formaður danska handknattleikssambandsins segir að umhverfi bestu dómara í handboltaheiminum verði að vera öruggt. Fyrri hluti heimildamyndar TV 2 í Danmörku, Grunsamlegur leikur, var frumsýndur í síðustu viku. Þar er fjallað um hagræðingu úrslita í handbolta. Myndin var í vinnslu í fjögur ár. Í myndinni er meðal annars rætt við fyrrverandi dómara sem lýsir því þegar Dragan Nachevski, fyrrverandi formaður dómaranefndar EHF, bað hann um að hafa áhrif á úrslit leiks. Í myndinni sést Nachevski einnig ræða við þann sem hann hélt að væri kínverski kaupsýslumaðurinn herra Zhang en var í raun tálbeita TV 2. Herra Zhang spurði Nachevski meðal annars um möguleikann á að hagræða úrslitum í handbolta. Nachevski sagðist ekki taka þátt í slíku en gerði ekki nóg til að fjarlægja sig frá málinu og var því settur af sem formaður dómaranefndar EHF. Formaður danska handknattleikssambandsins, Morten Stig Christiansen, segir að fólk verði að geta treyst því að dómarar séu ekki með óhreint mjöl í pokahorninu og reyni að hafa áhrif á úrslit leikja. „Það er algjörlega fáránlegt að skýrsla sem segir frá þessu, hafi komið út 2018 og alþjóðlega handboltasamfélagið, þe. félög og sambönd, skilji nú fyrst mikilvægi þess að sé verið að berjast gegn þessu af krafti. Þetta er algjört eitur fyrir trúverðugleikann í íþróttaheiminum,“ sagði Christiansen við TV 2 og vísaði til skýrslu fyrirtækisins SportRadar um að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Christiansen segir að það verði að gera uppljóstrurum kleift að koma fram með upplýsingar sem nýtist í baráttunni við hagræðingu úrslita í handbolta. „Við höfum nú þegar rætt við deildina og félögin í Danmörku. Vonandi opnar það leið fyrir uppljóstrara að miðla upplýsingum sem þeir hafa komist yfir með öruggum hætti og þeir geta treyst því að tekið verði á málunum,“ sagði Christiansen. „Það verður að vera öruggt að vera alþjóðlegur dómari á hæsta getustigi eins og að vera leikmaður og þjálfari. Ef þú ert undir pressu frá glæpamönnum er mikilvægt að þú þegir ekki þunnu hljóði. Þú verður að koma upplýsingum áleiðis.“ Seinni hluti Grunsamlegs leiks verður frumsýndur á miðvikudaginn. Handbolti Danski handboltinn Tengdar fréttir „Þessi skandall verður hundrað sinnum verri ef allar upplýsingar koma fram“ Einn besti línumaður allra tíma er ekki hissa á uppljóstrunum TV 2 í heimildamynd um hagræðingu úrslita í handbolta. Hann segist hafa grunað að brögð væru í tafli um langa hríð. 7. júlí 2023 08:01 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Fyrri hluti heimildamyndar TV 2 í Danmörku, Grunsamlegur leikur, var frumsýndur í síðustu viku. Þar er fjallað um hagræðingu úrslita í handbolta. Myndin var í vinnslu í fjögur ár. Í myndinni er meðal annars rætt við fyrrverandi dómara sem lýsir því þegar Dragan Nachevski, fyrrverandi formaður dómaranefndar EHF, bað hann um að hafa áhrif á úrslit leiks. Í myndinni sést Nachevski einnig ræða við þann sem hann hélt að væri kínverski kaupsýslumaðurinn herra Zhang en var í raun tálbeita TV 2. Herra Zhang spurði Nachevski meðal annars um möguleikann á að hagræða úrslitum í handbolta. Nachevski sagðist ekki taka þátt í slíku en gerði ekki nóg til að fjarlægja sig frá málinu og var því settur af sem formaður dómaranefndar EHF. Formaður danska handknattleikssambandsins, Morten Stig Christiansen, segir að fólk verði að geta treyst því að dómarar séu ekki með óhreint mjöl í pokahorninu og reyni að hafa áhrif á úrslit leikja. „Það er algjörlega fáránlegt að skýrsla sem segir frá þessu, hafi komið út 2018 og alþjóðlega handboltasamfélagið, þe. félög og sambönd, skilji nú fyrst mikilvægi þess að sé verið að berjast gegn þessu af krafti. Þetta er algjört eitur fyrir trúverðugleikann í íþróttaheiminum,“ sagði Christiansen við TV 2 og vísaði til skýrslu fyrirtækisins SportRadar um að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Christiansen segir að það verði að gera uppljóstrurum kleift að koma fram með upplýsingar sem nýtist í baráttunni við hagræðingu úrslita í handbolta. „Við höfum nú þegar rætt við deildina og félögin í Danmörku. Vonandi opnar það leið fyrir uppljóstrara að miðla upplýsingum sem þeir hafa komist yfir með öruggum hætti og þeir geta treyst því að tekið verði á málunum,“ sagði Christiansen. „Það verður að vera öruggt að vera alþjóðlegur dómari á hæsta getustigi eins og að vera leikmaður og þjálfari. Ef þú ert undir pressu frá glæpamönnum er mikilvægt að þú þegir ekki þunnu hljóði. Þú verður að koma upplýsingum áleiðis.“ Seinni hluti Grunsamlegs leiks verður frumsýndur á miðvikudaginn.
Handbolti Danski handboltinn Tengdar fréttir „Þessi skandall verður hundrað sinnum verri ef allar upplýsingar koma fram“ Einn besti línumaður allra tíma er ekki hissa á uppljóstrunum TV 2 í heimildamynd um hagræðingu úrslita í handbolta. Hann segist hafa grunað að brögð væru í tafli um langa hríð. 7. júlí 2023 08:01 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
„Þessi skandall verður hundrað sinnum verri ef allar upplýsingar koma fram“ Einn besti línumaður allra tíma er ekki hissa á uppljóstrunum TV 2 í heimildamynd um hagræðingu úrslita í handbolta. Hann segist hafa grunað að brögð væru í tafli um langa hríð. 7. júlí 2023 08:01