Gos hafið á Reykjanesi: „Mikil hætta á að fólk verði fyrir gaseitrun“ Oddur Ævar Gunnarsson, Vésteinn Örn Pétursson, Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 10. júlí 2023 16:48 Ljósmyndari Vísis, Vilhelm Gunnarsson, náði myndum af gosinu fyrr í dag. Vísir/Vilhelm Eldgos er hafið við fjallið Litla-Hrút á Reykjanesi, skammt frá Meradölum þar sem hraun kom upp á síðasta ári. Mikinn reyk og gas leggur nú upp af Reykjanesi og er talið að sprungan sé um 1.500 metrar að lengd. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar mun fylgjast vel með þróun mála og má sjá allt það nýjasta í vaktinni. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað vegna eldgossins. Fólk er beðið um að fara ekki nærri gosupptökum og fara varlega á svæðinu í kring sökum gasmengunar. Eldsumbrotin koma í kjölfar sex daga jarðskjálftahrinu sem hófst 4. júlí síðastliðinn og er staðsetning hraunsins í samræmi við fyrri spár jarðvísindamanna. Virðist vera öflugra Litlar upplýsingar liggja fyrir um nýja eldgosið að svo stöddu en Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að það virtist vera heldur öflugra en þau sem sáust á svipuðum slóðum árin 2021 og 2022. Hraun rennur nú til suðurs þar sem talið er ólíklegt að það muni ógna mannvirkjum. Eiga vísindamenn von á því að hraunið nái síðar í Meradali þar sem gaus í um átján daga í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð. Hér að neðan má sjá vakt Vísis vegna eldgossins. Lesendur gætu þurft að endurhlaða síðuna til að sjá vaktina.
Hættustig almannavarna hefur verið virkjað vegna eldgossins. Fólk er beðið um að fara ekki nærri gosupptökum og fara varlega á svæðinu í kring sökum gasmengunar. Eldsumbrotin koma í kjölfar sex daga jarðskjálftahrinu sem hófst 4. júlí síðastliðinn og er staðsetning hraunsins í samræmi við fyrri spár jarðvísindamanna. Virðist vera öflugra Litlar upplýsingar liggja fyrir um nýja eldgosið að svo stöddu en Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að það virtist vera heldur öflugra en þau sem sáust á svipuðum slóðum árin 2021 og 2022. Hraun rennur nú til suðurs þar sem talið er ólíklegt að það muni ógna mannvirkjum. Eiga vísindamenn von á því að hraunið nái síðar í Meradali þar sem gaus í um átján daga í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð. Hér að neðan má sjá vakt Vísis vegna eldgossins. Lesendur gætu þurft að endurhlaða síðuna til að sjá vaktina.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Beðið eftir eldgosi: Allar vefmyndavélarnar á einum stað Eldgos hófst við Litla-Hrút síðdegis mánudaginn 10. júlí eftir tæplega viku langa skjálftahrinu. 10. júlí 2023 15:47 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Beðið eftir eldgosi: Allar vefmyndavélarnar á einum stað Eldgos hófst við Litla-Hrút síðdegis mánudaginn 10. júlí eftir tæplega viku langa skjálftahrinu. 10. júlí 2023 15:47