Gos hafið á Reykjanesi: „Mikil hætta á að fólk verði fyrir gaseitrun“ Oddur Ævar Gunnarsson, Vésteinn Örn Pétursson, Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 10. júlí 2023 16:48 Ljósmyndari Vísis, Vilhelm Gunnarsson, náði myndum af gosinu fyrr í dag. Vísir/Vilhelm Eldgos er hafið við fjallið Litla-Hrút á Reykjanesi, skammt frá Meradölum þar sem hraun kom upp á síðasta ári. Mikinn reyk og gas leggur nú upp af Reykjanesi og er talið að sprungan sé um 1.500 metrar að lengd. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar mun fylgjast vel með þróun mála og má sjá allt það nýjasta í vaktinni. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað vegna eldgossins. Fólk er beðið um að fara ekki nærri gosupptökum og fara varlega á svæðinu í kring sökum gasmengunar. Eldsumbrotin koma í kjölfar sex daga jarðskjálftahrinu sem hófst 4. júlí síðastliðinn og er staðsetning hraunsins í samræmi við fyrri spár jarðvísindamanna. Virðist vera öflugra Litlar upplýsingar liggja fyrir um nýja eldgosið að svo stöddu en Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að það virtist vera heldur öflugra en þau sem sáust á svipuðum slóðum árin 2021 og 2022. Hraun rennur nú til suðurs þar sem talið er ólíklegt að það muni ógna mannvirkjum. Eiga vísindamenn von á því að hraunið nái síðar í Meradali þar sem gaus í um átján daga í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð. Hér að neðan má sjá vakt Vísis vegna eldgossins. Lesendur gætu þurft að endurhlaða síðuna til að sjá vaktina.
Hættustig almannavarna hefur verið virkjað vegna eldgossins. Fólk er beðið um að fara ekki nærri gosupptökum og fara varlega á svæðinu í kring sökum gasmengunar. Eldsumbrotin koma í kjölfar sex daga jarðskjálftahrinu sem hófst 4. júlí síðastliðinn og er staðsetning hraunsins í samræmi við fyrri spár jarðvísindamanna. Virðist vera öflugra Litlar upplýsingar liggja fyrir um nýja eldgosið að svo stöddu en Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að það virtist vera heldur öflugra en þau sem sáust á svipuðum slóðum árin 2021 og 2022. Hraun rennur nú til suðurs þar sem talið er ólíklegt að það muni ógna mannvirkjum. Eiga vísindamenn von á því að hraunið nái síðar í Meradali þar sem gaus í um átján daga í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð. Hér að neðan má sjá vakt Vísis vegna eldgossins. Lesendur gætu þurft að endurhlaða síðuna til að sjá vaktina.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Beðið eftir eldgosi: Allar vefmyndavélarnar á einum stað Eldgos hófst við Litla-Hrút síðdegis mánudaginn 10. júlí eftir tæplega viku langa skjálftahrinu. 10. júlí 2023 15:47 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Beðið eftir eldgosi: Allar vefmyndavélarnar á einum stað Eldgos hófst við Litla-Hrút síðdegis mánudaginn 10. júlí eftir tæplega viku langa skjálftahrinu. 10. júlí 2023 15:47