Ítreka öryggi bóluefnanna og vara við falsupplýsingum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júlí 2023 08:20 Alþjóðasambandið segir að rangfærslur um bóluefnin hafi líklega leitt til heilsutjóns hjá mörgum þeim sem ákváðu að þiggja ekki bólusetningu. epa/Ciro Fusco Alþjóðasamband lyfjastofnana (ICMRA) hefur sent frá sér yfirlýsingu til að ítreka og vekja athygli á öryggi bóluefnanna við Covid-19 og röngum og misvísandi upplýsingum sem eru í umferð. Í yfirlýsingunni segir alþjóðsambandið að: Bóluefnin gegn COVID-19 minnka til muna hættu á alvarlegum sjúkdómi, sjúkrahúsvist og dauða SARS-CoV-2 veiran breytist stöðugt og því má reikna með að áfram verði þörf á örvunarbólusetningum Gögn sem tengjast meira en þrettán milljörðum bóluefnaskammta sem gefnir hafa verið á heimsvísu sýna að öryggi bóluefnanna er meira en áhættan Langflestar aukaverkanir sem fylgja notkun bóluefnanna eru vægar og tímabundnar Tilkynningum vegna gruns um aukaverkun eftir COVID-19 bólusetning er safnað saman og þær metnar af sérfræðingum eins og á við um öll önnur lyf Vísbendingar eru um að bólusetning dragi úr líkum á langvarandi COVID-19 sjúkdómi „Rangar eða misvísandi fullyrðingar um bóluefnin gegn COVID-19 hafa víða komið fram á samfélagsmiðlum. Tilkynningar um aukaverkanir tengdar bóluefnunum eru þá gjarnan ýktar eða mistúlkaðar, óskyld sjúkdómstilvik stundum ranglega tengd bóluefnunum. Slíkar rangfærslur hafa að líkindum leitt til alvarlegs heilsutjóns hjá mörgum þeim sem í kjölfarið hættu við að þiggja bólusetningu,“ segir á vef Lyfjastofnunar, þar sem fjallað er um yfirlýsingu ICMRA. Þá segir að engin gögn renni stoðum undir fullyrðingar um að bóluefnin gegn Covid-19 hafi valdið fjölgun dauðsfalla í heimsfaraldrinum. FJöldi dauðsfalla hafi hins vegar aukist í takt við fjölgun greininga, sérstaklega í fyrstu bylgju faraldursins áður en bóluefnin komu á markað. „Mikilvægt er að ganga ávallt úr skugga um að þær heimildir sem skoðaðar eru um COVID-19 bóluefnin séu öruggar og taki tillit til nýjustu rannsókna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Sjá meira
Í yfirlýsingunni segir alþjóðsambandið að: Bóluefnin gegn COVID-19 minnka til muna hættu á alvarlegum sjúkdómi, sjúkrahúsvist og dauða SARS-CoV-2 veiran breytist stöðugt og því má reikna með að áfram verði þörf á örvunarbólusetningum Gögn sem tengjast meira en þrettán milljörðum bóluefnaskammta sem gefnir hafa verið á heimsvísu sýna að öryggi bóluefnanna er meira en áhættan Langflestar aukaverkanir sem fylgja notkun bóluefnanna eru vægar og tímabundnar Tilkynningum vegna gruns um aukaverkun eftir COVID-19 bólusetning er safnað saman og þær metnar af sérfræðingum eins og á við um öll önnur lyf Vísbendingar eru um að bólusetning dragi úr líkum á langvarandi COVID-19 sjúkdómi „Rangar eða misvísandi fullyrðingar um bóluefnin gegn COVID-19 hafa víða komið fram á samfélagsmiðlum. Tilkynningar um aukaverkanir tengdar bóluefnunum eru þá gjarnan ýktar eða mistúlkaðar, óskyld sjúkdómstilvik stundum ranglega tengd bóluefnunum. Slíkar rangfærslur hafa að líkindum leitt til alvarlegs heilsutjóns hjá mörgum þeim sem í kjölfarið hættu við að þiggja bólusetningu,“ segir á vef Lyfjastofnunar, þar sem fjallað er um yfirlýsingu ICMRA. Þá segir að engin gögn renni stoðum undir fullyrðingar um að bóluefnin gegn Covid-19 hafi valdið fjölgun dauðsfalla í heimsfaraldrinum. FJöldi dauðsfalla hafi hins vegar aukist í takt við fjölgun greininga, sérstaklega í fyrstu bylgju faraldursins áður en bóluefnin komu á markað. „Mikilvægt er að ganga ávallt úr skugga um að þær heimildir sem skoðaðar eru um COVID-19 bóluefnin séu öruggar og taki tillit til nýjustu rannsókna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Sjá meira