Bein úr Gísla sjálfum var skrúfað í öxlina á honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2023 10:01 Gísli Þorgeir Kristjánsson gengur um í fatla og er verkjaður en hann kvartar ekki. Vísir/Sigurjón Íslenski landsliðsmaðurinn, Gísli Þorgeir Kristjánsson, gekkst nýverið undir mikla axlaraðgerð í Sviss. Bein var fjarlægt úr honum, komið fyrir í öxlinni og hann vonast til þess að verða loksins heill. Gísli Þorgeir fór úr axlarlið í fjórða sinn í undanúrslitum í Meistaradeild Evrópu gegn Barcelona. Hann var síðan mættur til leiks daginn eftir í úrslitaleikinn sjálfan gegn Kielce og var að lokum valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar þegar Magdeburg vann keppnina. Gísli þurfti samt að fara í aðgerð og er nú kominn heim til Íslands til að jafna sig eftir hana. Stefán Árni Pálsson hitti Gísla og ræddi við hann um aðgerðina. „Aðgerðin gekk gríðarlega vel. Hún lukkaðist vel og allt gott að frétta úr henni,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson en hvað er gert í svona aðgerð? „Það var sagað bein einhvers staðar úr líkamanum mínum og það var fært yfir í öxlina. Það er verið að byggja upp meiri stöðugleika í öxlinni með því að skrúfa það bein við. Þetta heitir latta C aðgerð ef það hjálpar eitthvað. Í stuttu máli var verið að búa til meiri stöðugleika í öxlinni,“ sagði Gísli Þorgeir. Á öxlin þá að vera enn betri en hún var áður en hann lenti í þessum meiðslum? „Það er pælingin að ég eigi með þessari aðgerð að hætta að detta svona úr lið. Þetta á að hindra það að það komi fyrir aftur, 7, 9, 13,“ sagði Gísli og brosti. En hvernig líður honum núna nokkrum dögum eftir aðgerðina. „Mér líður bara nokkuð vel. Ég er ágætlega verkjaður en yfir heildina litið og ef ég miða þetta við öll hin skiptin þá líður mér í raun mjög vel,“ sagði Gísli en það sjá þennan hluta viðtalsins hér fyrir neðan. Nánar verður rætt við Gísla Þorgeir í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. Klippa: Gísli Þorgeir um aðgerðina sem hann fór í Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Leik lokið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ Sjá meira
Gísli Þorgeir fór úr axlarlið í fjórða sinn í undanúrslitum í Meistaradeild Evrópu gegn Barcelona. Hann var síðan mættur til leiks daginn eftir í úrslitaleikinn sjálfan gegn Kielce og var að lokum valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar þegar Magdeburg vann keppnina. Gísli þurfti samt að fara í aðgerð og er nú kominn heim til Íslands til að jafna sig eftir hana. Stefán Árni Pálsson hitti Gísla og ræddi við hann um aðgerðina. „Aðgerðin gekk gríðarlega vel. Hún lukkaðist vel og allt gott að frétta úr henni,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson en hvað er gert í svona aðgerð? „Það var sagað bein einhvers staðar úr líkamanum mínum og það var fært yfir í öxlina. Það er verið að byggja upp meiri stöðugleika í öxlinni með því að skrúfa það bein við. Þetta heitir latta C aðgerð ef það hjálpar eitthvað. Í stuttu máli var verið að búa til meiri stöðugleika í öxlinni,“ sagði Gísli Þorgeir. Á öxlin þá að vera enn betri en hún var áður en hann lenti í þessum meiðslum? „Það er pælingin að ég eigi með þessari aðgerð að hætta að detta svona úr lið. Þetta á að hindra það að það komi fyrir aftur, 7, 9, 13,“ sagði Gísli og brosti. En hvernig líður honum núna nokkrum dögum eftir aðgerðina. „Mér líður bara nokkuð vel. Ég er ágætlega verkjaður en yfir heildina litið og ef ég miða þetta við öll hin skiptin þá líður mér í raun mjög vel,“ sagði Gísli en það sjá þennan hluta viðtalsins hér fyrir neðan. Nánar verður rætt við Gísla Þorgeir í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. Klippa: Gísli Þorgeir um aðgerðina sem hann fór í
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Leik lokið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ Sjá meira