Háskólaþjálfari rekinn fyrir að hafa þagað yfir ofbeldismenningu Smári Jökull Jónsson skrifar 12. júlí 2023 12:30 Pat Fitzgerald hafði verið þjálfari Northwestern Wildcats liðsins síðan árið 2006. Vísir/Getty Þjálfari Northwestern Wildcats í ameríska háskólafótboltanum hefur verið rekinn fyrir að hafa þagað yfir ofbeldismenningu sem viðgekkst hjá liðinu. Leikmenn sem gerðu mistök á vellinum var refsað af samherjum sínum. Pat Fitzgerald tók við sem þjálfari Northwestern Wildcats árið 2006 en liðið leikur efstu deild NCAA er hluti af „Big Ten“ deildinni en hún er sú elsta í landinu. Nú hefur Fitzgerald hins vegar verið rekinn eftir að fréttir um grófa ofbeldismenningu innan liðsins kom upp á yfirborðið. Samkvæmt fyrrum leikmönnum liðsins var Fitzgerald meðvitaður um það sem gekk á en gerði ekkert til að grípa inn í. Skólablaðið The Daily Northwestern afhjúpaði ofbeldið í síðustu viku og ræddi við fyrrum leikmann sem sagði að leikmenn á fyrsta ári í liðinu, sem gerðu slæm mistök á vellinum, hafi verið refsað með mismunandi kynferðislegu ofbeldi. Meðal annars hafi leikmenn í fleira en eitt skipti verið læstir inni í dimmu herbergi á meðan samherjar þeirra, með andlitsgrímur úr myndinni The Purge, hafi skipst á að nudda sér á kynferðislegan hátt upp við þá. „Þetta er niðurbrjótandi og barbarísk hegðun sem hefur gegnumsýrt liðið í mörg ár,“ segir leikmaður sem kemur ekki fram undir nafni. „Þeir segja að þetta snúist um að byggja upp liðsanda, en það gerir það ekki. Þetta er kynferðisofbeldi.“ Ellefu leikmenn greindu frá Leikmennirnir sem stigu fram í grein blaðsins grunaði báða að Pat Fitzgerald vissi af ofbeldinu. Eldri leikmennirnir eiga að hafa klappað með höndunum á axlir sínar á ákveðinn hátt þegar átti að refsa einhverjum. Fitzgerald á að hafa gert slíkt hið sama. „Allir horfðu bara á hvern annan og hugsuðu: Fjandinn, Fitz veit af þessu.“ „Og þá fannst öllum það í lagi bara því hann var þjálfarinn.“ Eftir að greinin birtist hóf skólinn rannsókn á málinu þar sem alls ellefu leikmenn staðfestu atvikin. Þá stigu þrír fyrrum leikmenn liðsins einnig fram og greindu frá rasisma á meðan þeir voru leikmenn þess. Fitzgerald var upphaflega sendur í tveggja vikna launalaust leyfi en á mánudag var ákveðið að segja honum upp. „Við berum ábyrgð á því að standa við okkar gildi. Það á einnig við þegar þarf að taka erfiðar og sársaukafullar ákvarðanir eins og þessa. Við verðum að halda áfram,“ sagði Michael Schill, stjórnarformaður Northwestern skólans. Háskólabolti NCAA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Pat Fitzgerald tók við sem þjálfari Northwestern Wildcats árið 2006 en liðið leikur efstu deild NCAA er hluti af „Big Ten“ deildinni en hún er sú elsta í landinu. Nú hefur Fitzgerald hins vegar verið rekinn eftir að fréttir um grófa ofbeldismenningu innan liðsins kom upp á yfirborðið. Samkvæmt fyrrum leikmönnum liðsins var Fitzgerald meðvitaður um það sem gekk á en gerði ekkert til að grípa inn í. Skólablaðið The Daily Northwestern afhjúpaði ofbeldið í síðustu viku og ræddi við fyrrum leikmann sem sagði að leikmenn á fyrsta ári í liðinu, sem gerðu slæm mistök á vellinum, hafi verið refsað með mismunandi kynferðislegu ofbeldi. Meðal annars hafi leikmenn í fleira en eitt skipti verið læstir inni í dimmu herbergi á meðan samherjar þeirra, með andlitsgrímur úr myndinni The Purge, hafi skipst á að nudda sér á kynferðislegan hátt upp við þá. „Þetta er niðurbrjótandi og barbarísk hegðun sem hefur gegnumsýrt liðið í mörg ár,“ segir leikmaður sem kemur ekki fram undir nafni. „Þeir segja að þetta snúist um að byggja upp liðsanda, en það gerir það ekki. Þetta er kynferðisofbeldi.“ Ellefu leikmenn greindu frá Leikmennirnir sem stigu fram í grein blaðsins grunaði báða að Pat Fitzgerald vissi af ofbeldinu. Eldri leikmennirnir eiga að hafa klappað með höndunum á axlir sínar á ákveðinn hátt þegar átti að refsa einhverjum. Fitzgerald á að hafa gert slíkt hið sama. „Allir horfðu bara á hvern annan og hugsuðu: Fjandinn, Fitz veit af þessu.“ „Og þá fannst öllum það í lagi bara því hann var þjálfarinn.“ Eftir að greinin birtist hóf skólinn rannsókn á málinu þar sem alls ellefu leikmenn staðfestu atvikin. Þá stigu þrír fyrrum leikmenn liðsins einnig fram og greindu frá rasisma á meðan þeir voru leikmenn þess. Fitzgerald var upphaflega sendur í tveggja vikna launalaust leyfi en á mánudag var ákveðið að segja honum upp. „Við berum ábyrgð á því að standa við okkar gildi. Það á einnig við þegar þarf að taka erfiðar og sársaukafullar ákvarðanir eins og þessa. Við verðum að halda áfram,“ sagði Michael Schill, stjórnarformaður Northwestern skólans.
Háskólabolti NCAA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira