Mótherjar Víkinga í kvöld keyptu leikmann á dögunum á 236 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2023 14:15 Arnar Gunnlaugsson á einni af síðustu æfingum Víkingsliðsins áður en liðið flaug út til Lettlands. @vikingurfc Bikarmeistarar Víkinga sækja lettneska liðið Riga heim í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Riga liðið er öflugt lið og ef marka má eyðsluna í leikmenn að undanförnu þá virðist félagið vera á allt öðrum stað fjárhagslega en liðin á Íslandi. Leikur Riga og Víkings hefst klukkan 17.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. MD-1 æfing á Skonto Stadium í Riga pic.twitter.com/RjKBOROPI4— Víkingur (@vikingurfc) July 12, 2023 Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings, sagði frá mótherjunum í viðtali á samfélagsmiðlum Víkings. „Mér líst mjög vel á þessa viðureign. Við erum búnir að vera að skoða þá mikið. Þetta virkar mjög sterkt lið með dýra leikmenn. Til að gefa mönnum smá hugmynd þá voru þeir að kaupa miðjumann á 1,6 milljón evra, ekki lírur eða íslenskar krónur," sagði Arnar. Riga keypti króatíska miðjumanninn Hrvoje Babec frá HNK Gorica í Króatíu fyrir 1,6 milljón evra á dögunum en hann er dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Það gera um 236 milljónir í íslenskum krónum. „Það er fyrir eina stöðu. Það er oft þegar þú spilar á móti liði, sem fáir hafa heyrt um, þá heldur fólk að íslensku liðin munu valta yfir þessi lið. Ég vildi óska þess að svo væri en heimurinn er bara ekki svoleiðis. Við þurfum að eiga held ég okkar besta leik ever til að slá þetta lið út," sagði Arnar. Riga lét sér ekki nægja að eyða 236 milljónum króna í Hrvoje Babec því liðið keypti líka Perúmanninn Gustavo Dulanto fyrir eina milljón evra og landa hans Luis Iberico fyirr 900 þúsund evrur. Riga er því búið að eyða 3,5 milljónum evra í þrjá leikmenn fyrir komandi tímabil en það gera um 516 milljónir íslenskra króna. Hér fyrir neðan má sjá allt viðtalið við Arnar. Strákarnir okkar æfðu í morgun fyrir brottför til Riga.Við kíktum á æfingu og heyrðum aðeins í Arnari um leikinn gegn Riga FC á fimmtudaginn. pic.twitter.com/epT4YtKvTx— Víkingur (@vikingurfc) July 11, 2023 Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Riga liðið er öflugt lið og ef marka má eyðsluna í leikmenn að undanförnu þá virðist félagið vera á allt öðrum stað fjárhagslega en liðin á Íslandi. Leikur Riga og Víkings hefst klukkan 17.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. MD-1 æfing á Skonto Stadium í Riga pic.twitter.com/RjKBOROPI4— Víkingur (@vikingurfc) July 12, 2023 Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings, sagði frá mótherjunum í viðtali á samfélagsmiðlum Víkings. „Mér líst mjög vel á þessa viðureign. Við erum búnir að vera að skoða þá mikið. Þetta virkar mjög sterkt lið með dýra leikmenn. Til að gefa mönnum smá hugmynd þá voru þeir að kaupa miðjumann á 1,6 milljón evra, ekki lírur eða íslenskar krónur," sagði Arnar. Riga keypti króatíska miðjumanninn Hrvoje Babec frá HNK Gorica í Króatíu fyrir 1,6 milljón evra á dögunum en hann er dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Það gera um 236 milljónir í íslenskum krónum. „Það er fyrir eina stöðu. Það er oft þegar þú spilar á móti liði, sem fáir hafa heyrt um, þá heldur fólk að íslensku liðin munu valta yfir þessi lið. Ég vildi óska þess að svo væri en heimurinn er bara ekki svoleiðis. Við þurfum að eiga held ég okkar besta leik ever til að slá þetta lið út," sagði Arnar. Riga lét sér ekki nægja að eyða 236 milljónum króna í Hrvoje Babec því liðið keypti líka Perúmanninn Gustavo Dulanto fyrir eina milljón evra og landa hans Luis Iberico fyirr 900 þúsund evrur. Riga er því búið að eyða 3,5 milljónum evra í þrjá leikmenn fyrir komandi tímabil en það gera um 516 milljónir íslenskra króna. Hér fyrir neðan má sjá allt viðtalið við Arnar. Strákarnir okkar æfðu í morgun fyrir brottför til Riga.Við kíktum á æfingu og heyrðum aðeins í Arnari um leikinn gegn Riga FC á fimmtudaginn. pic.twitter.com/epT4YtKvTx— Víkingur (@vikingurfc) July 11, 2023
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira