Síðasta mannaða ferð til tunglsins var farin í desember árið 1972, þegar Apollo 17 fór þangað. Í þeirri ferð voru þrír bandarískir geimfarar, Eugene Cernan, Harrison Schmitt og Ronald Evans. Einungis Bandaríkjamenn hafa farið til tunglsins.
Samkvæmt ríkisfjölmiðlum í Kína eiga geimfararnir að taka sýni og kanna tunglið. Tunglferðin sé hluti af áformum Kína um að koma upp rannsóknarstöð á tunglinu. Kína gerði samkomulag við Rússland um að reisa stöðina árið 2021.
Kína er ekki eina þjóðin sem stefnir á að senda fólk til tunglsins. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA er einnig með slík áform. Á næsta ári er reiknað með að senda mannað geimfar í kringum tunglið og aftur til jarðar.