Á Ítalíu gæti hitinn farið í 48 gráður og yrði það þarmeð hæsta hitastig sem nokkurntímann hefur verið mælt í Evrópu. Á Ítalíu hefur rauð veðurviðvörun verið gefin út í tíu borgum, þar á meðal í Flórens og Róm. Síðasti júnímánuður var sá heitasti frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum frá evrópsku stofnuninni Kópernikusi sem fylgist með loftslagsbreytingum jarðar.
Ástandið er ekki skárra í Bandaríkjunum en þar falla hitametin nú hvert af öðru og svipaða sögu er að segja frá Asíu. Í borginni Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum hefur hitinn farið yfir 43 gráður í fjórtán daga í röð.
Ekkert bendir til annars en að það ástand vari eitthvað áfram og ljóst að metið fellur. En lengsta tímabil hingað til í borginni þar sem hitinn er yfir 43 gráðum stóð í átján dag. 115 milljónir Bandaríkjamanna búa á svæðum þar sem einhverskonar veðurviðvaranir eru í gildi.