Madrid og Macron vilja halda kappakstur Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2023 13:30 Mótið á Silverstone-brautinni í Bretlandi var haldin um síðustu helgi. Vísir/Getty Það er eftirsótt að halda Formúlu 1 keppni og nú vill Madrid að keppni varði haldin í spænsku höfuðborginni í framtíðinni. Þá vill Frakklandsforseti sömuleiðis fá formúlusirkusinn oftar til landsins. Spánverjarnir Carlos Sainz og Fernando Alonso eru meðal stjarnanna í Formúlu 1 um þessar mundir og Spánverjar eru æstir að fá annan kappakstur til landsins. Nú þegar er keppt þar á braut við Barcelona og hefur keppni verið haldin í landinu í yfir 100 ár. Nefnd á vegum Madridarborgar á í viðræðum við forráðamenn Formúlu 1 og getur vel farið svo að keppni verði haldinn í höfuðborginni á næstu árum. „Ég veit að við munum skrifa undir samning og ég veit líka hvenær við munum gera það,“ sagði Jose Vicente de los Mozos, forseti nefndarinnar. Samkvæmt útreikningum er talið að keppni í Madrid gæti fært borginni 500 milljónir evra á hverju ári í tekjur. Óljóst er þó hvað yrði um keppnina í Barcelona ef Madrid myndi skrifa undir samning um að halda keppni. Brautin í Barcelona er með samning við Formúlu 1 til ársins 2026 og framkvæmdastjóri Formúlunnar finnst ólíklegt að fleiri keppnir verði haldnar í Evrópu í framtíðinni. Hvað þá í sama landi á sama árinu. „Það yrðu allir ánægðir með það“ Það eru fleiri sem eru æstir í að fá formúlusirkusinn til landsins. Í fyrra var haldið mót á Paul Ricard brautinni í grennd við Marseille í Frakklandi en engin keppni var haldin þar í ár. Nú hefur Emmanuel Macron Frakklandsforseti lýst yfir stuðninig við þá ósk að fá Formúluna aftur til landsins. Möguleiki er á að haldin yrði borgarkeppni í Nice. „Landið okkar þarf að geta haldið Formúlu 1, alveg eins og í öðrum íþróttum þar sem við höldum keppnir á hverju ári. Það yrðu allir ánægðir með það.“ Á næsta ári verða haldnar 24 keppnir í Formúlu 1 sem eru fleiri keppnir en nokkurn tíman áður. Keppt verður í Kína á nýjan leik sem og á Imola. Forráðamenn liðanna í Formúlunni vilja meina að hámarkinu séð náð og segir liðin ekki ráða við fleiri keppnir á einu ári. Akstursíþróttir Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Spánverjarnir Carlos Sainz og Fernando Alonso eru meðal stjarnanna í Formúlu 1 um þessar mundir og Spánverjar eru æstir að fá annan kappakstur til landsins. Nú þegar er keppt þar á braut við Barcelona og hefur keppni verið haldin í landinu í yfir 100 ár. Nefnd á vegum Madridarborgar á í viðræðum við forráðamenn Formúlu 1 og getur vel farið svo að keppni verði haldinn í höfuðborginni á næstu árum. „Ég veit að við munum skrifa undir samning og ég veit líka hvenær við munum gera það,“ sagði Jose Vicente de los Mozos, forseti nefndarinnar. Samkvæmt útreikningum er talið að keppni í Madrid gæti fært borginni 500 milljónir evra á hverju ári í tekjur. Óljóst er þó hvað yrði um keppnina í Barcelona ef Madrid myndi skrifa undir samning um að halda keppni. Brautin í Barcelona er með samning við Formúlu 1 til ársins 2026 og framkvæmdastjóri Formúlunnar finnst ólíklegt að fleiri keppnir verði haldnar í Evrópu í framtíðinni. Hvað þá í sama landi á sama árinu. „Það yrðu allir ánægðir með það“ Það eru fleiri sem eru æstir í að fá formúlusirkusinn til landsins. Í fyrra var haldið mót á Paul Ricard brautinni í grennd við Marseille í Frakklandi en engin keppni var haldin þar í ár. Nú hefur Emmanuel Macron Frakklandsforseti lýst yfir stuðninig við þá ósk að fá Formúluna aftur til landsins. Möguleiki er á að haldin yrði borgarkeppni í Nice. „Landið okkar þarf að geta haldið Formúlu 1, alveg eins og í öðrum íþróttum þar sem við höldum keppnir á hverju ári. Það yrðu allir ánægðir með það.“ Á næsta ári verða haldnar 24 keppnir í Formúlu 1 sem eru fleiri keppnir en nokkurn tíman áður. Keppt verður í Kína á nýjan leik sem og á Imola. Forráðamenn liðanna í Formúlunni vilja meina að hámarkinu séð náð og segir liðin ekki ráða við fleiri keppnir á einu ári.
Akstursíþróttir Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira