„Erum að spila æfingaleiki og maður má misstíga sig í þeim“ Andri Már Eggertsson skrifar 14. júlí 2023 20:40 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var svekkt með úrslit kvöldsins Vísir/Anton Brink Ísland tapaði 1-2 gegn Finnlandi í vináttulandsleik. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, var svekkt með frammistöðuna í kvöld. „Þetta var ekki nógu gott. Það var leiðinlegt að fá svona marga á völlinn og ná ekki sigri. Margt sem mátti bæta við áttum mörg góð færi en við náðum ekki að nýta þau og því endaði þetta svona,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir leik. Karólína var svekkt með að liðið hafi aðeins skorað eitt mark og farið illa með mörg færi. „Við erum vanar að ná að nýta þessi færi og fá ekki svona auðveld mörk á okkur. Þetta var ólíkt okkur en núna erum við að spila æfingaleiki og maður má misstíga sig í þeim.“ Ísland byrjaði leikinn betur en eftir tæplega tíu mínútur komst Finnland töluvert betur inn í leikinn sem skilaði marki. „Við vorum seinar í návígi og þær skora mark eftir að við náðum ekki að klukka þær. Þetta var gott skot hjá henni [Eveliina Summanen] en við hefðum átt að verjast því betur. Við ætluðum síðan að gefa allt í seinni hálfleikinn en fengum annað mark á okkur sem gerði þetta erfitt. En það er alltaf hægt að bæta sig og við byggjum ofan á þetta.“ Það var gríðarlega góð stemmning á vellinum og alls mættu 6281 manns. Símamótið er í fullum gangi sem myndaði góða stemmningu á leiknum. „Það var ekkert smá gaman að fá svona marga á völlinn og þær voru öskrandi allan tímann. Eins og ég segi það var grátlegt að ná ekki að vinna leikinn fyrir þær.“ Karólína Lea er farinn á láni frá Bayern München til Bayer Leverkusen. Karólína var spennt fyrir því að fá meiri spiltíma með Leverkusen. „Ég er ánægð með þetta skref. Ég þarf að spila meira og koma mér í leikform og fá traust til þess að bæta mig sem leikmann og ég vona að þetta sé rétt skref,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Sjá meira
„Þetta var ekki nógu gott. Það var leiðinlegt að fá svona marga á völlinn og ná ekki sigri. Margt sem mátti bæta við áttum mörg góð færi en við náðum ekki að nýta þau og því endaði þetta svona,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir leik. Karólína var svekkt með að liðið hafi aðeins skorað eitt mark og farið illa með mörg færi. „Við erum vanar að ná að nýta þessi færi og fá ekki svona auðveld mörk á okkur. Þetta var ólíkt okkur en núna erum við að spila æfingaleiki og maður má misstíga sig í þeim.“ Ísland byrjaði leikinn betur en eftir tæplega tíu mínútur komst Finnland töluvert betur inn í leikinn sem skilaði marki. „Við vorum seinar í návígi og þær skora mark eftir að við náðum ekki að klukka þær. Þetta var gott skot hjá henni [Eveliina Summanen] en við hefðum átt að verjast því betur. Við ætluðum síðan að gefa allt í seinni hálfleikinn en fengum annað mark á okkur sem gerði þetta erfitt. En það er alltaf hægt að bæta sig og við byggjum ofan á þetta.“ Það var gríðarlega góð stemmning á vellinum og alls mættu 6281 manns. Símamótið er í fullum gangi sem myndaði góða stemmningu á leiknum. „Það var ekkert smá gaman að fá svona marga á völlinn og þær voru öskrandi allan tímann. Eins og ég segi það var grátlegt að ná ekki að vinna leikinn fyrir þær.“ Karólína Lea er farinn á láni frá Bayern München til Bayer Leverkusen. Karólína var spennt fyrir því að fá meiri spiltíma með Leverkusen. „Ég er ánægð með þetta skref. Ég þarf að spila meira og koma mér í leikform og fá traust til þess að bæta mig sem leikmann og ég vona að þetta sé rétt skref,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Sjá meira