Hitametin orðin of mörg til að telja upp Vésteinn Örn Pétursson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 14. júlí 2023 22:37 Mæðgin í Nikósíu á Kýpur kæla sig niður við brunn í borginni. Búist er við því að hitinn nái um 42-43 stigum á inn við landið um helgina. ap Lamandi hitabylgja ríður nú yfir Evrópu. Veðurfræðingur segir loftlagsbreytingar valda fleiri bylgjum sem standi lengur en áður. Hitinn úti í heimi nú sé forsmekkurinn að því sem koma skal. Hitabylgjan teygir anga sína allt frá Tyrkland í austri til Grikklands, Króatíu, Ítalíu, Spánar og Portúgal. Hitinn á svæðinu er um eða yfir 40 gráðum og sumstaðr meiri. Þannig var spáð að hitinn gæti farið yfir 48,8 gráður á Ítalíu, sem væri met í Evrópu frá ágúst 2021. Frétt Stöðvar 2: Í Róm hafa dýr og menn kælt sig niður með ýmsum leiðum undanfarna daga, meðal annars með hjálp gosbrunna borgarinnar. Málleysingjar í dýragarði Madrídarborgar fengu þá sérstaklega kalda glaðninga í gær, til að svala sér. Í Aþenu var Akrópólis lokað snemma í dag, en fjöldi fólks hefur sótt ströndina skammt utan borgarinnar. Einari Sveinbjörnssyni er nokkuð brugðið yfir þeim mikla hita sem geisað hefur víða um heim að undanförnu, en hitabylgja hefur einnig gengið yfir Bandaríkin og Mexíkó, sem og í mið-Asíu. „Það má segja að við séum komin út úr hefðbundnu normi þar sem við erum að horfa á eitthvað meðaltal,“ segir Einar. „Það er bara einfaldlega orðið það miklu hlýrra, fjölmörg hitamet hafa fallið undanfarna daga og vikur. Þau eru svo mörg að það er ekki hægt að telja þau upp.“ Frá strönd Tel Aviv í Ísrael.ap Spár geri ráð fyrir að lítið lát verði á hitanum næstu vikur. „Ég held að öll rök hnígi að því að þarna eru loftlagsbreytingarnar að koma fram í aukinni tíðni á hitabylgjum. Þær eru meiri um sig, harðari og standa lengur en áður var,“ segir Einar. Hann hefði minni áhyggjur af norðanátt um hásumar hér heima, en kollegar hans úti hafa af hitabylgjum. Öfgar í veðurfari væru hins vegar að færast í aukana. „Tilfinning mín er sú að hér séu meiri sveiflur. Við vorum með óskaplega þungbúinn maí- og júnímánuð hér suðvestanlands. Nú hefur sólin skinið nærri látlaust í einhverja tíu daga, þó það sé svalt í sólinni og þoka fyrir norðan. Hins vegar er ekki samávægilegur angi af þessum bylgjum að ná til okkar, sem betur fer.“ Hitinn úti í heimi nú væri forsmekkurinn að því sem koma skal. „Við snúum þessu ekki við svo glatt,“ segir Einar að lokum. Veður Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Hitabylgjan teygir anga sína allt frá Tyrkland í austri til Grikklands, Króatíu, Ítalíu, Spánar og Portúgal. Hitinn á svæðinu er um eða yfir 40 gráðum og sumstaðr meiri. Þannig var spáð að hitinn gæti farið yfir 48,8 gráður á Ítalíu, sem væri met í Evrópu frá ágúst 2021. Frétt Stöðvar 2: Í Róm hafa dýr og menn kælt sig niður með ýmsum leiðum undanfarna daga, meðal annars með hjálp gosbrunna borgarinnar. Málleysingjar í dýragarði Madrídarborgar fengu þá sérstaklega kalda glaðninga í gær, til að svala sér. Í Aþenu var Akrópólis lokað snemma í dag, en fjöldi fólks hefur sótt ströndina skammt utan borgarinnar. Einari Sveinbjörnssyni er nokkuð brugðið yfir þeim mikla hita sem geisað hefur víða um heim að undanförnu, en hitabylgja hefur einnig gengið yfir Bandaríkin og Mexíkó, sem og í mið-Asíu. „Það má segja að við séum komin út úr hefðbundnu normi þar sem við erum að horfa á eitthvað meðaltal,“ segir Einar. „Það er bara einfaldlega orðið það miklu hlýrra, fjölmörg hitamet hafa fallið undanfarna daga og vikur. Þau eru svo mörg að það er ekki hægt að telja þau upp.“ Frá strönd Tel Aviv í Ísrael.ap Spár geri ráð fyrir að lítið lát verði á hitanum næstu vikur. „Ég held að öll rök hnígi að því að þarna eru loftlagsbreytingarnar að koma fram í aukinni tíðni á hitabylgjum. Þær eru meiri um sig, harðari og standa lengur en áður var,“ segir Einar. Hann hefði minni áhyggjur af norðanátt um hásumar hér heima, en kollegar hans úti hafa af hitabylgjum. Öfgar í veðurfari væru hins vegar að færast í aukana. „Tilfinning mín er sú að hér séu meiri sveiflur. Við vorum með óskaplega þungbúinn maí- og júnímánuð hér suðvestanlands. Nú hefur sólin skinið nærri látlaust í einhverja tíu daga, þó það sé svalt í sólinni og þoka fyrir norðan. Hins vegar er ekki samávægilegur angi af þessum bylgjum að ná til okkar, sem betur fer.“ Hitinn úti í heimi nú væri forsmekkurinn að því sem koma skal. „Við snúum þessu ekki við svo glatt,“ segir Einar að lokum.
Veður Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira