Funda klukkan níu um hvort opna eigi gossvæðið á ný Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júlí 2023 07:31 Ferðamenn við eldgosið við Litla-Hrút. Mikil reykmengun hefur verið á svæðinu undanfarna þrjá daga. Vísir/Vilhelm Viðbragðsaðilar munu funda nú klukkan níu vegna eldgossins við Litla-Hrút. Á þeim fundi verður ákveðið hvort gossvæðið verður opnað almenningi á ný. Lögreglan á Suðurnesjum lokaði gossvæðinu fyrir almenningi á fimmtudagsmorgun vegna gróðurelda og vondra veðurskilyrða við gosstöðvarnar. Mikið rok hefur verið við gosstöðvarnar undanfarna daga og skilyrðin því ekki góð fyrir göngufólk. Viðbragðsaðilar funda þennan morguninn og munu þar endurskoða þá ákvörðun að loka fyrir aðgengi að gossvæðinu. Frétta af þeim fundi er að vænta upp úr tíu. Börðust við gróðureldana Slökkviliðsmenn börðust við gróðurelda á gossvæðinu á Reykjanesi í allan gærdag með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þyrla gæslunnar, TF-EIR, fór fjölda ferða yfir svæðið við gosstöðvarnar og sturtaði í hverri ferð tveimur tonnum af vatni yfir mosann. Frá slökkvistörfum á Reykjanesskaga.vísir/arnar Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, sagðist í gærkvöldi vera ánægður með hvernig hafi gengið að ráða við gróðureldana. „Við bættum aðeins í mannskap og búnað, fengum landsliðsgengi frá brunavörnum Suðurnesja og bíla frá þeim. Þetta hefur bara gengið vel þrátt fyrir krefjandi aðstæður og meiri mengun frá mosanum.“ Vill koma fólki nær gossvæðinu Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, greindi frá því í viðtali við Stöð 2 í gær að það væri brýnt að tryggja betra aðgengi fólks að gossvæðinu. Viðbragðsaðilar væru mun betur í stokk búnir til að bregðast við en í fyrri gosum að hennar sögn. Guðrún Hafsteinsdóttir vill tryggja betra aðgengi fólks að eldgosinu.Vísir/Vilhelm Hún sagði að verið væri að vinna að því að finna nýjan stað nær gosinu þaðan sem fólk getur gengið. Einn möguleiki sem Guðrún nefndi var Vigdísarvellir en þaðan eru aðeins fjórir kílómetrar að gossvæðinu. „Þetta er löng ganga sem ekki allir geta gengið. Ég legg áherslu á að sveitarfélög og landeigendur kortleggi núna vel landið þarna í kring,“ sagði Guðrún. Þá greindi Guðrún frá því að búið væri að tryggja viðveru landvarða og sjúkraflutningamanna á staðnum. Þá ákvað ríkisstjórnin í gærmorgun að styrkja björgunarsveitina Þorbjörn um tíu milljónir króna og fjárfesta í fleiri gasmælum til að hægt sé að kortleggja betur mengun á gossvæðinu. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum lokaði gossvæðinu fyrir almenningi á fimmtudagsmorgun vegna gróðurelda og vondra veðurskilyrða við gosstöðvarnar. Mikið rok hefur verið við gosstöðvarnar undanfarna daga og skilyrðin því ekki góð fyrir göngufólk. Viðbragðsaðilar funda þennan morguninn og munu þar endurskoða þá ákvörðun að loka fyrir aðgengi að gossvæðinu. Frétta af þeim fundi er að vænta upp úr tíu. Börðust við gróðureldana Slökkviliðsmenn börðust við gróðurelda á gossvæðinu á Reykjanesi í allan gærdag með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þyrla gæslunnar, TF-EIR, fór fjölda ferða yfir svæðið við gosstöðvarnar og sturtaði í hverri ferð tveimur tonnum af vatni yfir mosann. Frá slökkvistörfum á Reykjanesskaga.vísir/arnar Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, sagðist í gærkvöldi vera ánægður með hvernig hafi gengið að ráða við gróðureldana. „Við bættum aðeins í mannskap og búnað, fengum landsliðsgengi frá brunavörnum Suðurnesja og bíla frá þeim. Þetta hefur bara gengið vel þrátt fyrir krefjandi aðstæður og meiri mengun frá mosanum.“ Vill koma fólki nær gossvæðinu Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, greindi frá því í viðtali við Stöð 2 í gær að það væri brýnt að tryggja betra aðgengi fólks að gossvæðinu. Viðbragðsaðilar væru mun betur í stokk búnir til að bregðast við en í fyrri gosum að hennar sögn. Guðrún Hafsteinsdóttir vill tryggja betra aðgengi fólks að eldgosinu.Vísir/Vilhelm Hún sagði að verið væri að vinna að því að finna nýjan stað nær gosinu þaðan sem fólk getur gengið. Einn möguleiki sem Guðrún nefndi var Vigdísarvellir en þaðan eru aðeins fjórir kílómetrar að gossvæðinu. „Þetta er löng ganga sem ekki allir geta gengið. Ég legg áherslu á að sveitarfélög og landeigendur kortleggi núna vel landið þarna í kring,“ sagði Guðrún. Þá greindi Guðrún frá því að búið væri að tryggja viðveru landvarða og sjúkraflutningamanna á staðnum. Þá ákvað ríkisstjórnin í gærmorgun að styrkja björgunarsveitina Þorbjörn um tíu milljónir króna og fjárfesta í fleiri gasmælum til að hægt sé að kortleggja betur mengun á gossvæðinu.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira